Bæjarráð - 853. fundur - 15. september 2014

Dagskrá:

1.

2011100054 - Stafræn smiðja (Fab Lab).

 

Sigríður Kristjánsdóttir mætir til fundarins undir þessum lið, kl. 8:15, til að fara yfir samstarfssamning milli Menntaskólans á Ísafirði, Bolungarvíkurkaupstaðar, Súðavíkurhrepps, Ísafjarðarbæjar og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um Fab Lab. Sigríður yfirgaf fundinn kl. 08:40.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samstarfssamninginn.

 

   

2.

2014080016 - Melrakkasetur - aðalfundur 2014

 

Lögð er fram fundargerð aðalfundar Melrakkaseturs Íslands ehf., sem fram fór 4. september sl.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

3.

2014080064 - Byggðasafn Vestfjarða 2014

 

Lögð er fram fundargerð Byggðasafns Vestfjarða frá 8. september 2014. Í c-lið fundargerðarinnar kemur m.a. eftirfarandi fram: "Stjórnin telur rétt að starfsmenn byggðasafnsins verði 3 í ljósi yfirtöku safnsins á Vélsmiðju Guðmundar Sigurðssonar og mikilla óleystra verkefna við skráningu safnkosts byggðasafnsins."

 

Bæjarráð styður tillögu stjórnar Byggðasafns Vestfjarða, felur bæjarstjóra að gera drög að viðauka vegna ársins 2014 og vísar kostnaði vegna ársins 2015 til fjárhagsáætlanagerðar.

 

   

4.

2014020030 - Nefndarmenn 2014

 

Lagður er fram tölvupóstur Marzellíusar Sveinbjörnssonar, bæjarfulltrúa, frá 10. september sl. með tilnefningum framsóknarflokksins á áheyrnarfulltrúum og vara áheyrnarfulltrúum í nefndir Ísafjarðarbæjar.

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilnefndir áheyrnarfulltrúar verði staðfestir.

 

 

 

5.

2014080070 - Sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - uppsögn og ráðning 2014

 

Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðunni. Bæjarráð felur bæjarstjóra að hefja ráðningarferlið.

 

   

6.

2014020125 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2014.

 

Lögð eru fram frumdrög að viðauka við fjárhagsáætlun vegna framkvæmda á skólalóð GÍ.

 

Edda María Hagalín, fjármálastjóri, mætir til fundarins undir þessum lið kl. 09:19.
Bæjarráð leggur til að viðauki verði lagður fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

 

   

7.

2014020125 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2014

 

Lögð eru fram frumdrög að viðauka vegna leiðréttingar á afsláttum og styrkjum á móti fasteignaskatti.

 

Bæjarráð leggur til að viðauki verði lagður fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

 

   

8.

2014020125 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2014

 

Lögð eru fram frumdrög að viðauka vegna leiðréttingar á vinnufatnaði og fasteignagjöldum á Hlíf.

 

Bæjarráð leggur til að viðauki verði lagður fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

 

   

9.

2014020125 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2014

 

Lögð eru fram frumdrög að viðauka vegna kaupa Hafna Ísafjarðarbæjar á skotbómulyftara.

 

Bæjarráð leggur til að viðauki verði lagður fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

 

   

10.

2014080027 - Fjárhagsáætlun 2015

 

Edda María Hagalín, yfirgefur fundinn eftir umræður undir þessum lið kl. 09:57.

 

   

11.

1409004F - Félagsmálanefnd 8/9

 

Fundargerð 390. fundar félagsmálanefndar.

 

Bæjarráð vísar 3. lið til fjárhagsáætlunargerðar.
Lögð fram til kynningar.

 

11.1.

2012110034 - Endurskoðun erindisbréfs félagsmálanefndar

   

Félagsmálanefnd vísar drögum að erindisbréfi nefndarinnar til bæjarstjórnar og leggur til að það verði samþykkt með áorðnum breytingum.

   

Erindisbréf nefndarinnar verður lagt fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

 

 

   

12.

1409007F - Nefnd um umhverfis- og framkvæmdamál 11/9

 

Fundargerð 2. fundar nefndar um umhverfis- og framkvæmdamál.

 

Lögð fram til kynningar.

 

 

12.1.

2014090032 - Tjaldsvæði Tungudalur 2015

   

Nefnd um umhverfis- og framkvæmdamál leggur til að rekstur tjaldsvæðisins verði boðinn út að nýju í vor.

   

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að rekstur tjaldsvæðisins í Tungudal verði boðinn út fyrir sumarið 2015.

 

 

12.2.

2012110034 - Endurskoðun erindisbréfs nefndar um umhverfis- og framkvæmdamál.

   

Nefnd um umhverfis- og framkvæmdamál vísar drögum að erindisbréfi til afgreiðslu í bæjarstjórn.

   

Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera breytingar í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

 

13.

1409009F - Nefnd um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu 12/9

 

Fundargerð 2. fundar nefndar um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

14.

2014080043 - Fundargerðir barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum

 

Fundargerð 128. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Daníel Jakobsson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Gísli Halldór Halldórsson

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

 

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?