Bæjarráð - 822. fundur - 23. desember 2013

 

Fundinn sátu: Gísli Halldór Halldórsson, formaður bæjarráðs, Arna Lára Jónsdóttir og Albertína F. Elíasdóttir. Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, tók þátt í fundinum í gegnum síma. Fundargerð ritaði Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari.

 

Þetta var gert:


1.     Fundargerð almannavarnanefndar 11/12.

Almannavarnanefnd 11/12. 20. fundur.

Lögð fram til kynningar.

 

2.     Fundargerð barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum 19/12.

Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum 19/12. 126. fundur.

Lagt fram til kynningar.

 

3.     Fundargerð nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði 11/12.

Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á  Ísafirði 11/12. 33. fundur.

Lögð fram til kynningar.

 

4.     Fundargerð félagsmálanefndar 10/12.

Félagsmálanefnd 10/12. 383. fundur.

Lögð fram til kynningar.

 

5.     Fundargerð fræðslunefndar 18/12.

Fræðslunefnd 18/12. 339. fundur.

2. liður – Umsókn um styrk vegna heimsóknar erlendra gesta. 2013110021.

Lagt fram bréf, ódagsett, þar sem gerð er grein fyrir kostnaði vegna heimsóknar til GÍ 22.-26. apríl 2014. Málið var áður tekið fyrir á 338. fundar fræðslunefndar.

Fræðslunefnd leggur til við bæjarráð að styrkumsóknin verði samþykkt.

Bæjarráð samþykkir styrkumsóknina.

Lögð fram til kynningar.

 

6.     Fundargerð nefndar um sorpmál 17/12.

Nefnd um sorpmál 17/12. 28. fundur.

Lögð fram til kynningar.

 

7.     Fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða 13/12.

Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða 13/12. 95. fundur.

Lögð fram til kynningar.

 

8.     Fundargerð stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða 31/10.

Stjórn Náttúrustofu Vestfjarða 31/10. 85. fundur.

Lögð fram til kynningar.

 

9.     Fundargerð stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða 25/11.

Stjórn Náttúrustofu Vestfjarða 25/11. 86. fundur.

Lögð fram til kynningar.

 

10.     Fundargerð stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða 28/11.

Stjórn Náttúrstofu Vestfjarða 28/11. 87. fundur.

Lögð fram til kynningar.

 

11.     Póstafgreiðsla á Suðureyri og Þingeyri. 2013-11-0043.

Lögð er fram umsögn íbúasamtakanna Átaks í Dýrafirði vegna fyrirhugaðrar lokunar á póstafgreiðslu á Þingeyri.

Bæjarráð þakkar íbúasamtökunum fyrir umsögnina. Bæjarráð fordæmir að ekki hafi verið tekið tillit til íbúa og hagsmuna þeirra við ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um að loka póstafgreiðslu á Suðureyri og Þingeyri. Þarna er um að ræða hagsmuni sem varða lífsgæði og búsetumöguleika sem eru skertir með því að fella niður lögbundna grunnþjónustu.

 

12.     Sveitasælan ehf. 2013-12-0034.

Lögð er fram umsókn Sveitasælunnar ehf., dags. 17. desember 2013, sem Ísafjarðarbæ var send til umsagnar.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

 

13.     Tónlistarskóli Ísafjarðar vegna samstarfssamnings. 2013-12-0028.

Lögð er fram ályktun frá Ingunni Ósk Sturludóttur, skólastjóra, f.h. Tónlistarskóla Ísafjarðar, dags. 17. desember 2013.

Bæjarráð þakkar Ingunni bréfið og felur sviðstjóra skóla- og tómstundaskrifstofu að skoða málið.

 

14.     Austurvegur 11, fasteignagjöld. 2013-11-0001.

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 20. desember 2013, þar sem lagt er til að beiðni Tónlistarfélags Ísafjarðar um niðurfellingu fasteignagjalda á grundvelli samstarfssamningsins verði samþykkt.

Bæjarráð samþykkir beiðni Tónlistarfélags Ísafjarðar.

 

15.     Fasteignir í Ísafjarðarbæ. 2013-12-0001.

Lögð eru fram bréf Ásgeirs Sólbergssonar, sparisjóðsstjóra, f.h. Sparisjóðs Bolungarvíkur, dags. 11. desember 2013, bréf Elínar Sigurðardóttur og Karls Óttars Péturssonar, f.h. Arion banka, dags. 13. desember 2013 og Sigrúnar Bjargar Þorgrímsdóttur, f.h. Íslandsbanka, ódags., en barst 16. desember 2013, sem svar við bréfi Ísafjarðarbæjar dags. 5. desember 2013.

Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar.

 

16.     Sameiginlegt markaðsátak fyrir sveitarfélög á Vestfjörðum. 2013-11-0023.

Lagður fram tölvupóstur og minnispunktar Díönu Jóhannsdóttur, markaðsfulltrúa Fjórðungssambands Vestfjarða, frá 18. desember 2013.

Bæjarráð þakkar markaðsfulltrúanum fyrir upplýsingarnar. Málið verður tekið fyrir á næsta fundi bæjarstjórnar, í samræmi við bókun bæjarráðs frá 2. desember 2013.

 

17.     Lánssamningar, endurfjármögnun og hjúkrunarheimili. 2013-01-0040.

Lögð eru fram drög að lánssamningi milli Lánasjóðs sveitarfélaga og Ísafjarðarbæjar, nr. 1312_59, að fjárhæð kr. 100.000.000,- eitthundraðmilljónir – til 11 ára, til að endurfjármagna útistandandi skuldabréf bæjarins sem tekin voru til að fjármagna uppbyggingu leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla.

Enn fremur leggur bæjarstjóri til að bæjarstjórn samþykki eftirfarandi bókun vegna lánveitinga hjá Lánasjóði sveitarfélaga, bæði vegna endurfjármögnunar og byggingar hjúkrunarheimilis.

„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 460.000.000 kr. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna hjúkrunarheimili sem og endurfjármagna hluta af útistandandi markaðsskuldabréfum sveitarfélagsins, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Þórdísi Sif Sigurðardóttur, bæjarritara, kt. 180378-4999, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Ísafjarðarbæjar, að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.“

Bæjarráð staðfestir bókunina og leggur til að henni verði vísað til samþykktar bæjarstjórnar, rafrænt í tölvupósti.

 

18.     Eftirlit með vinnslu byggðakvóta. 2013-09-0026.

Lagt fram bréf Hrefnu Gísladóttur, f.h. Fiskistofu, dags. 13. desember 2013, sem svar við bréfi Ísafjarðarbæjar, dags. 18. nóvember 2013.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfi Fiskistofu.

 

19.     Menningarmiðstöðin Edinborg. 2013-07-0023.

Lagður fram tölvupóstur Ólafar Dómhildar, verkefnastjóra Menningarmiðstöðvarinnar Edinborgar, dags. 19. desember 2013.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

 

20.     Fossavatnsgangan. 2013-12-0036.

Lagður fram tölvupóstur Steinþórs Bjarna Kristjánssonar, dags. 10. desember 2013, vegna aðstöðu, uppbyggingar og framtíðar Fossavatnsgöngunnar.

Bæjarráð harmar að þetta hafi komið upp og felur sviðstjóra skóla- og tómstundasviðs að finna leiðir til að þetta komi ekki aftur uppá og að leysa málið með hlutaðeigandi aðilum.

 

21.     Ráðning regluvarðar og staðgengils regluvarðar. 2011-11-0074.

Lagt er fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dags. 19. desember 2013, þar sem bæjarstjóri gerir þá tillögu að Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari verði regluvörður og Edda María Hagalín fjármálastjóri verði staðgengill regluvarðar. Bæjarstjóri leggur til að bæjarráð fallist á tillöguna og staðfesti ráðninguna formlega.

Bæjarráð staðfestir ráðninguna.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 09:30.

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari

Gísli Halldór Halldórsson, formaður

Arna Lára Jónsdóttir

Albertína F. Elíasdóttir

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri

Er hægt að bæta efnið á síðunni?