Bæjarráð - 755. fundur - 18. júní 2012

Þetta var gert:

1.         Þriggja ára áætlun Ísafjarðarbæjar 2013/2015. 2011-08-0013.

            Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, gerði bæjarráði grein fyrir drögum að þriggja ára áætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árin 2013-2015.

            Bæjarráð vísar drögum að þriggja ára áætlun Ísafjarðarbæjar til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 21. júní n.k.

           

2.         Fundargerðir nefnda.

            Félagsmálanefnd 12/6.  369. fundur.

            Fundargerðin er í fimm liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Umhverfisnefnd 13/6.  376. fundur.

            Fundargerðin er í tólf liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

3.         Minnisblað. - Erindi Jens Daníels Holm, Suðureyri, Lónið innanSuðureyrar.  2006-01-0069.

            Lagt fram minnisblað bæjarritara vegna erindis Jens Daníels Holm, Suðureyri, er varðar umsókn hans um samning um afnotarétt af Lóninu innan Suðureyrar í Súgandafirði, til áframeldis á fiski.  Erindið hefur verið tekið fyrir í umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar og liggur jákvæð umsögn nefndarinnar fyrir, samkvæmt bókun í fundargerð 376. fundar nefndarinnar.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, að gerður verði samningur við Jens Daníel Holm til 10 ára, um afnotarétt af Lóninu innan Suðureyrar.

 

4.         Bréf Gisting fasteigna ehf. - Fyrirspurn um möguleg kaup á fasteigninni Fjarðarstræti 20, Ísafirði.  2012-06-0042.

            Lagt fram bréf frá Gisting fasteignir ehf., Ísafirði, dagsett 11. júní sl., þar sem spurst er fyrir um hvort fasteignin Fjarðarstræti 20, Ísafirði, sem er í eigu Ísafjarðarbæjar, gæti verið til sölu.  Ef eignin væri föl, þá hefur bréfritari áhuga á að breyta húsnæðinu í fjölbýli.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara um erindið.

 

5.         Bréf sýslumannsins á Ísafirði. - Beiðni um umsögn á umsókn um rekstrarleyfi gististaðar.  2012-06-0031.

            Lagt fram tölvubréf frá sýslumanninum á Ísafirði dagsett 11. júní sl., þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar um umsókn vegna veitingu rekstrarleyfis gististaðar í flokki II, að Fitjateig 3, Hnífsdal.  Viðkomandi húseign er á snjóflóðahættusvæði.

            Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis komi ekki fram athugasemdir frá öðrum umsagnaraðilum.

 

 6.        Bréf frá Heppinn ehf., Ísafirði. - Umsókn um byggðakvóta.  2011-10-0008.

            Lagt fram bréf frá Heppinn ehf., co. Sigurði Ólafssyni, Hlíðarvegi 45, Ísafirði, dagsett 11. júní sl., þar sem sótt er um hlutdeild í byggðakvóta fyrir bátinn Heppinn ÍS 74 skipaskrárnúmer 7486.

            Bæjarráð tekur fram að málefnið er ekki í höndum Ísafjarðarbæjar og bendir bréfritara á að hafa samband við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið varðandi frekri upplýsingar.

           

7.         Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. - Framlag til sveitarfélaga til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðumun nemenda.  2011-10-0075.

            Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dagsett 8. júní sl., er fjallar um framlög til sveitarfélaga úr Jöfnunarsjóði, til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðumun nemenda.

            Lagt fram til kynningar.

 

8.         Bréf Fiskistofu. - Rekstrarleyfi til Dýrfisks ehf.  2012-03-0012.

            Lagt fram bréf frá Fiskistofu dagsett 8. júní sl., þar sem fram kemur að veitt hafi verið rekstrarleyfi til Dýrfisks ehf., til að stunda lax- og regnbogasilungseldi í sjó í Ísafjarðardjúpi við Snæfjallaströnd. Rekstrarleyfið er til 10 ára.

            Lagt fram til kynningar.

 

9.         Bréf Fiskistofu. - Rekstrarleyfi til Jens H. Valdimarssonar.  2011-06-0045.

            Lagt fram bréf frá Fiskistofu dagsett 8. júní sl., þar sem fram kemur að veitt hafi verið rekstrarleyfi til Jens H. Valdimarssonar, til að stunda laxeldi í sjó í Arnarfirði. Rekstrarleyfið er til 10 ára.

            Lagt fram til kynningar.

           

10.       Bréf Fiskistofu. - Rekstrarleyfi til Víkings Gunnarssonar.  2011-06-0045.

            Lagt fram bréf frá fiskistofu dagsett 8. júní sl., þar sem fram kemur að veitt hafi verið rekstrarleyfi til Víkings Gunnarssonar, til að stunda laxeldi í sjó í Arnarfirði. Rekstrarleyfið er til tíu ára.

            Lagt fram til kynningar.

 

11.       Bréf Ragnheiðar Hákonardóttur, Ísafirði. - Lóðamál Neðri Tungu í Skutulsfirði.  2012-06-0046.

            Lagt fram bréf Ragnheiðar Hákonardóttur, Ísafirði, dagsett 14. júní sl., þar sem óskað er eftir stækkun lóðar við Neðri Tungu í Skutulsfirði.  Í bréfinu er gerð grein fyrir ástæðu umsóknarinnar.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og eignasviðs til frekari skoðunar.

 

12.       Samráðshópur vegna atvinnuástands á Flateyri. 2011-07-0075.

            Lögð fram fundargerð samráðshóps vegna atvinnuástands á Flateyri frá 5. júní sl., ásamt punktum frá fundi samráðhópsins þann 21. maí sl. og fl.

            Bæjarráð Ísafjarðarbæjar leggur til við bæjarstjórn að sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs og sviðsstjóra fjölskyldusviðs verði falið að sækja um stuðning til mennta- og menningarmálaráðuneytis, sem og til velferðarráðuneytis, til þess að tryggja áframhaldandi stuðning við atvinnulausa einstaklinga í bæjarfélaginu á grundvelli þeirrar jákvæðu reynslu, sem áunnist hefur fyrir tilstuðlan „samráðshópsins um aðgerðir gegn atvinnuleysi á Flateyri.“

            Samráðshópnum er þakkað mikið og árangursríkt starf, um leið og bæjaryfirvöld óska áframhaldandi samstarfs og aðkomu þessara aðila í frekari úrvinnslu og þróun þessa verkefnis, í þeim tilgangi að nýta áunna þekkingu fyrir atvinnulausa einstaklinga.

 

13.       Drög að samkomulagi við Olíudreifingu um flutning olíubirgðastöðvar. 2009-02-0030.

            Lögð fram í bæjarráði drög að samkomulagi Olíudreifingar og Ísafjarðarbæjar, um flutning olíubirgðastöðvar úr Mjósundi á Mávagarð á Ísafirði.  Jafnframt er lögð fram áætlun um meðhöndlun jarðvegs við olíubirgðastöð við Mjósund og Suðurgötu á Ísafirði.

            Bæjarráð vísar drögum að samkomulagi við Olíudreifingu til umræðu í bæjarstjórn.

 

14.       Yfirlit um skatttekjur og rekstrargjöld í maí hjá Ísafjarðarbæ. Trúnaðarmál. 2012-02-0032.

            Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, gerði bæjarráði grein fyrir skatttekjum og rekstrargjöldum hjá Ísafjarðarbæ fyrir maí 2012.

 

15.       Málefni Listaskóla Rögnvldar Ólafssonar. - Umræður í bæjarráði. 2012-06-0048.

            Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs, ræddi um málefni Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar á Ísafirði. Formaður bæjarráðs og bæjarstjóri vinna áfram að málefnum LRÓ í samráði við stjórnendur skólans.    

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:30.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.

Albertína Elíasdóttir.                                                            

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?