Bæjarráð - 576. fundur - 2. júní 2008


Þetta var gert:


1. Skólastjóri Grunnskólans á Ísafirði mætir á fund bæjarráðs. 2008-05-0058.


Á fund bæjarráðs er mætt Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, skólastjóri Grunnskólans á Ísafirði, til viðræðna við bæjarráð um beiðni um aukafjárveitingu á árinu 2008, vegna verkefnisins ,,Læsi til framtíðar?.  Erindi þessa efnis var lagt fyrir fræðslunefnd þann 20. maí s.l., og var til umræðu á fundi bæjarráðs þann 27. maí s.l.  Jafnframt situr Jón H. Oddsson, fjármálastjóri, fund bæjarrás undir þessum lið dagskrár.


Bæjarráð samþykkir að farið verði í verkefnið ,,Læsi til framtíðar? við Grunnskólann á Ísafirði.  Fjármögnun, sem ekki rýmist innan gildandi fjárhagsáætlunar, verður tekin fyrir við endurskoðun fjárhagsáætlunar 2008.



2. Fjármálastjóri mætir á fund bæjarráðs til viðræðna um ýmis mál.


Til fundar við bæjarráð er mættur Jón H. Oddsson, fjármálastjóri Ísafjarðarbæjar, til viðræðna um ýmis mál svo sem fjármál, tölvukerfi ofl.   



3. Fundargerðir nefnda.


Félagsmálanefnd 28/5.  314. fundur.


Fundargerðin er í tveimur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



Hafnarstjórn 28/5.  135. fundur.


Fundargerðin er í fjórum liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



Íþrótta- og tómstundanefnd 28/5.  94. fundur.


Fundargerðin er í tveimur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



Umhverfisnefnd 28/5.  290. fundur.


Fundargerðin er í níu liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 


4. Bréf Hvetjanda hf. ? Aðalfundarboð.  2008-05-0078.


Lagt fram bréf frá Hvetjanda hf. eignarhaldsfélagi, dagsett 27. maí s.l., þar sem stjórn félagsins boðar til aðalfundar félagsins þann 11. júní n.k. á Hótel Ísafirði og hefst fundurinn klukkan 13:00. Á dagskrá fundarins eru lögbundin aðalfundarstörf.  Þess er óskað að hluthafar láti vita um áætlaðan fjölda fulltrúa, sem sækja munu fundinn.


Bæjarráð samþykkir að bæjarráð og bæjarstjóri sæki fundinn f.h. Ísafjarðarbæjar.



5. Bréf lögreglustjórans á Vestfjörðum. ? Lögreglusamþykktir á Vestfjörðum. 2007-04-0048.


Lagt fram bréf lögreglustjórans á Vestfjörðum dagsett 27. maí s.l., er varðar lögreglusamþykktir á Vestfjörðum.  Dóms- og kirkjumálaráðuneytið kynnti lögreglusamþykkt nr. 1127/2007 fyrir landið allt í nóvember 2007 og kemur fram í 33. gr. hennar að hún gildi fyrir öll sveitarfélög, nema þau setji sér nýja lögreglusamþykkt fyrir 1. desember 2008.  Lögreglustjórinn á Vestfjörðum óskar eftir heimild sveitarfélaganna til þess að yfirfara lögreglusamþykkt nr. 1127/2007 með hagsmuni íbúa, sveitarfélaga og lögreglunnar á Vestfjörðum í huga og koma með tillögu að einni samþykkt fyrir umdæmið.


Bæjarráð samþykkir að lögreglustjórinn á Vestfjörðum yfirfari lögreglusamþykkt vegna Ísafjarðarbæjar. 



6. Bréf Lögsýnar ehf. ? Fasteignagjöld á Kirkjuból 4, Ísafirði.  2007-11-0069.


Lagt fram bréf Lögsýnar ehf., Ísafirði, dagsett 23. maí s.l., er varðar breytta álagningu fasteignagjalda á fasteignina Kirkjuból 4, Ísafirði.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita álits bæjarlögmanns. 



7. Bréf Samb. ísl. sveitarf. ? Kostnaður vegna vistunar utan skólatíma. 2007-01-0035.


Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 26. maí s.l., til framkvæmdastjóra sveitarfélaga, um bókfærðan kostnað vegna vistunar utan skólatíma.  Í bréfinu kemur fram að misræmi er í hvar ofangreindur kostnaður sé bókaður í reikningum sveitarfélaga og bent er á ákveðinn málaflokk, þar sem þessi kostnaður verði bókaður.


Bæjarráð vísar erindinu til fjármálastjóra. 



8. Bréf SÁÁ. ? Álfurinn fyrir ungt fólk.  2008-05-0066.


Lagt fram bréf frá framkvæmdastjóra Félags- og útbreiðslusviðs SÁÁ, móttekið  þann 27. maí s.l., þar sem kynnt er sala á SÁÁ ,,Álfinum? og þess vænst að Ísafjarðarbær styrki verkefnið með kaupum á 50 álfum.


Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.



9. Bréf umhverfisráðuneytis. ? Fræðslustarf.  2008-05-0067.


Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneyti dagsett 23. maí s.l., þar sem greint er frá fræðslustarfi á vegum umhverfisráðuneytisins.  Meðfylgjandi bréfinu eru eftirfarandi bæklingar og rit:  ,,Skref fyrir skref?, ,,Loftslagsbreytingar?, ,,Áherslur umhverfisráðherra? og ,,Varðliðar umhverfisins?.


Lagt fram til kynningar í bæjarráði og vísað til umhverfisfulltrúa.



10. Skýrsla iðnaðarráðherra um framvindu byggðaáætlunar 2006-2009.


Lögð fram skýrsla iðnaðarráðherra um framvindu byggðaáætlunar fyrir árin 2006-2009.  Skýrslan var lögð fyrir Alþingi á 135. löggjafarþingi 2007-2008.


Lagt fram til kynningar.



11. Bréf Íslensks hátækniiðnaðar. ? Olíuhreinsistöð.  2007-04-0034.


Lagt fram bréf frá Íslenskum hátækniiðnaði dagsett 28. maí s.l., þar sem greint er frá, að frekari athuganir á staðsetningu olíuhreinsistöðvar á Vestfjörðum beinast nú að landi Hvestu í Arnarfirði.


Lagt fram til kynningar.


 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:30. 


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?