Bæjarráð - 570. fundur - 21. apríl 2008

Þetta var gert:





1. Reiðvöllur í Hnífsdal. - Framkvæmdaleyfi til Vegagerðarinnar. 2007-02-0142.


 Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur, er mættur á fund bæjarráðs til viðræðna um uppkaupamál vegna reiðvallar í Hnífsdal og veitingu framkvæmdaleyfis til Vegagerðarinnar vegna veglagningar um Hnífsdal.


 Bæjarráð felur bæjarstjóra og bæjartæknifræðingi, að halda áfram viðræðum við fulltrúa Hestamannafélagsins Hendingar, um reiðvöll félagsins í Hnífsdal.  



2. Fundargerðir nefnda.


 Félagsmálanefnd 8/4.  308. fundur.


 Fundargerðin er í tveimur liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Félagsmálanefnd 16/4.  309. fundur.


 Fundargerðin er í fimm liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.



3. Bréf fjármálaráðuneytis. - Sala Hrannargötu 2, Flateytri.  2008-04-0053.


 Lagður fram bréf frá fjármálaráðuneyti dagsett 9. apríl s.l., varðandi sölu á f.v. læknisbústað að Hrannargötu 2, Flateyri.  Ráðuneytið hefur falið Ríkiskaupum að leita tilboða í framangreinda fasteign og selja hana í samráði við ráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið svo og meðeiganda.


 Lagt fram til kynningar.


  


4. Bréf Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ. - Björgunarmiðstöð á Ísafirði. 2007-09-0041.


 Lagt fram bréf frá Heilbrigðisstofnuninni Ísafjarðarbæ dagsett þann 16. apríl s.l., er varðar aðkomu stofnunarinnar, að fyrirhugaðri byggingu björgunarmiðstöðvar á Ísafirði. Jafnframt bendir Heilbrigðisstofnunin á mikilvægi þess að gert sé ráð fyrir aðstöðu fyrir sjúkrabifreiðar og sjúkraflutningamenn í fyrirhugaðri björgunarmiðstöð.


 Bæjarráð lýsa yfir ánægju með aðkomu Heilbrigðisstofnunarinnar að byggingu björgunarmiðstöðvar á Ísafirði og óskar fyrir sitt leyti eftir að stofnunin tilnefni sinn fulltrúa.



5.  Bréf Vestfjarðavíkings. - Styrkbeiðni.    2008-04-0072.


 Lagt fram bréf Guðmundar Otra Sigurðssonar og Magnúsar Ver Magnússonar vegna Vestfjarðavíkings 2008, þar sem fram kemur að ákveðið hefur verið að halda mótið í Ísafjarðarbæ 10. - 12. júlí n.k.  Óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ og aðstoð við að halda hér Vestfjarðavíking 2008.


 Bæjarráð samþykkir styrkveitingu og færist kostnaður á bókun 21-81-995-1.


  


6. Bréf bæjartæknifræðings. - Uppkaup Stekkjargötu 40, Hnífsdal.  2007-02-0142.


 Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 17. apríl s.l., þar sem hann gerir grein fyrir sölutilboði er Ísafjarðarbæ hefur borist frá Tryggva Guðmundssyni hdl., fyrir hönd eigenda Stekkjargötu 40, Hnífsdal.  Eignin er boðin til sölu vegna breytinga á aðalskipulagi og nýrri veglagningu um Hnífsdal.


 Bæjarráð heimilar kaup á Stekkjargötu 40, Hnífsdal.



7. Bréf Strandabyggðar. - Boð á opnun Þróunarseturs og námsvers  á Hólmavík.  2008-04-0077.


 Lagt fram bréf frá Strandabyggð móttekið 17. apríl s.l., þar sem boðið er til opnunar Þróunarseturs og námsvers að Höfðagötu 3, Hólmavík, fimmtudaginn 24. apríl n.k. klukkan 14:00.


 Bæjarráð þakkar fyrir gott boð og hvetur bæjarfulltrúa Ísafjarðarbæjar til að mæta við opnunina. 



8. Bréf efnahags- og skattanefndar Alþingis. - Frumvarp til laga um skráningu og mat fasteigna, starfsemi og fjármögnun Fasteignamats.  2008-04-0052.


 Lagt fram bréf frá efnahags- og skattanefnd Alþingis dagsett 10. apríl s.l., þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um skráningu og mat fasteigna, 529. mál, starfsemi og fjármögnun Fasteignamats ríkisins.  Svarfrestur er til 28. apríl n.k.


 Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar til umsagnar. 



9. Þakkarbréf forsvarsmanna verkefnisins ,,Fóður og Fjör?.  2008-01-0101.


 Lagt fram bréf frá forsvarsmönnum verkefnisins ,,Fóður og Fjör?, er haldið var í febrúar s.l.  Í bréfinu er Ísafjarðarbæ þakkað fyrir stuðninginn.


 Lagt fram til kynningar.



10. Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. - Fundargerð heilbrigðisnefndar ásamt starfsskýrslu 2007.  2008-02-0082.


 Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dagsett 14. apríl s.l., ásamt fundargerð heilbrigðisnefndar frá 11. apríl s.l. og starfsskýrslu Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða fyrir árið 2007.


 Lagt fram til kynningar.



11. Bréf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis. - Byggðakvóti 2007/2008.  2008-04-0081.


 Birna Lárusdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.


 Lagt fram bréf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis dagsett 16. apríl s.l., varðandi auglýsingu til sveitarstjórna um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2007/2008.  Með tilkynningu í bréfinu vill ráðuneytið gefa sveitarstjórnum kost á að sækja um byggðakvóta á grundvelli 10. gr. laga nr. 116/2006, með síðari breytingum.  Umsóknarfrestur er til 30. apríl n.k.


 Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um byggðakvóta 2007/2008 fyrir Ísafjarðarbæ.



12. Sparisjóður Keflavíkur. - Fundarboð.


 Lagt fram fundarboð stjórnar Sparisjóðsins í Keflavík dagsett 18. apríl s.l., þar sem boðað er til fundar stofnfjáreigenda, þann 28. apríl n.k. kl. 17:00.  Fundarstaður er Ráin veitingahús, Hafnargötu 19, Reykjanesbæ.


   Lagt fram til kynningar.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:32.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.      


Arna Lára Jónsdóttir.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?