Bæjarráð - 555. fundur - 17. desember 2007

Þetta var gert:





1. Fundargerðir nefnda.


 Barnaverndarnefnd 13/12.  92. fundur.


 Fundargerðin er í tveimur liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Félagsmálanefnd 12/12.  299. fundur.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Fræðslunefnd 11/12.  266. fundur.


 Fundargerðin er í sjö liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Hafnarstjórn 10/12.  131. fundur.


 Fundargerðin er í þremur liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Umhverfisnefnd 12/13.  279. fundur.


 Fundargerðin er í sex liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.



2. Bréf Skógræktarfélags Ísafjarðar. - Beiðni um stuðning.  2007-12-0032.


 Lagt fram bréf frá Skógræktarfélagi Ísafjarðar dagsett 10. desember s.l., þar sem greint er frá, að aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2008 verður haldinn hér á Ísafirði í ágúst á næsta ári.  Skógræktarfélag Ísafjarðar óskar eftir samstarfi og styrk frá Ísafjarðarbæ vegna undirbúnings og móttöku fundargesta.


 Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar til umfjöllunar.



3. Bréf menntamálaráðuneytis. - Reglugerð um tónlistarskóla.  2007-12-0037.


 Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneyti dagsett 10. desember s.l., er fjallar um lög nr. 75/1985, um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla og erindi umboðsmanns Alþingis til menntamálaráðuneytis, um eftirlit ríkisins með starfsemi einkaskóla.  Í bréfinu er óskað eftir að reglugerð fyrir Tónlistarskóla Ísafjarðar verði send ráðuneytinu hið fyrsta, til staðfestingar og birtingar í Stjórnartíðindum.


 Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar.


 


4. Bréf Skipulagsstofnunar. - Námur, framkvæmdaleyfi og mat á umhverfisáhrifum.  2007-12-0038.


 Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dagsett 7. desember s.l., er varðar námur, framkvæmdaleyfi og mat á umhverfisáhrifum.  Í bréfinu vilja Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun vekja athygli á, að samkvæmt breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 44/1999, sem kemur til framkvæmda 1. júlí 2008, er efnistaka eftir það óheimil, nema að fengnu framkvæmdaleyfi sveitarstjórnar o.fl.


 Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.



5.  Bréf fjármálastjóra. - Skipanaust ehf. - álagning sorpeyðingargjalds 2007.  2007-12-0010.


 Lagt fram bréf frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, dagsett 13. desember s.l., þar sem hann greinir frá niðurstöðu sinni og stöðvarstjóra Funa, vegna erindis Aðalsteins Ó. Ásgeirssonar, um endurskoðun á álagningu sorpeyðingargjalds á Skipanaust ehf., Ísafirði.


 Með tilvísun til niðurstöðu fjármálastjóra og stöðvarstjóra Funa hafnar bæjarráð erindi Aðalsteins Ó. Ásgeirssonar.


 


6. Minnisblað bæjarritara. - Erindi vegna fasteignagjalda.  2007-10-0078.


 Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 13. desember s.l., vegna skoðunar á erindi einstaklings vegna álagningu fasteignagjalda og afsláttar örorku- og ellilífeyrisþega á fasteignaskatti og holræsagjaldi.


 Bæjarráð samþykkir niðurstöðu bæjarritara.



7. Bréf Skíðafélags Ísfirðinga. - Skíðamót Íslands 2008.  2007-12-0049.


 Lagt fram bréf frá Skíðafélagi Ísfirðinga dagsett 6. desember s.l., þar sem fram kemur að næsta Skíðamót Íslands verður haldið hér á Ísafirði 27. - 30. mars 2008.  Í bréfinu er óskað eftir að Ísafjarðarbær bjóði keppendum og öðrum þeim er koma að mótinu til kaffisamsætis að móti loknu.  Óskað er eftir að samsætið verið haldið í Edinborgarhúsi.


 Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar.



8. Menntaskólinn á Ísafirði. - Fundargerðir skólanefndar.


 Lagðar fram tvær fundargerðir skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði, frá 100. fundi er haldinn var þann 27. ágúst s.l. og frá 101. fundi er haldinn var þann 14. nóvember s.l.


 Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar. 



9. Minnisblað bæjarritara. - Lögreglusamþykkt Ísafjarðarbæjar. 


 Lögð fram í bæjarráði núgildandi lögreglusamþykkt Ísafjarðarbæjar er staðfest var á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 3. október 2001.  Samþykktin er lögð fram að beiðni bæjarráðs á 554. fundi þann 10. desember s.l.


 Bæjarráð felur bæjarstjóra, að láta samræma núgildandi lögreglusamþykkt Ísafjarðarbæjar við reglugerð nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.  Samræmd lögreglu- samþykkt verði lögð fyrir bæjarráð.


 Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna hvort ekki sé rétt að samræma lögreglusam- þykktir sveitarfélaganna á Vestfjörðum.



 10.  Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. - Fundargerð heilbrigðisnefndar.  2007-02-0070.


 Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dagsett 11. desember s.l., ásamt fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 64. fundi nefndarinnar er haldinn var þann  7. desember s.l.


 Lagt fram til kynningar.



11. Samgönguráðuneytið, fjarskiptasjóður. - Háhraðatengingar.  2007-06-0045.


 Lagt fram bréf frá samgönguráðuneyti og fjarskiptasjóði dagsett 5. desember s.l., er varðar undirbúning útboðsgagna vegna útboðs fjarskiptasjóðs á háhraðatengingum.  Bréfinu fylgir listi yfir heimilisföng, sem ráðgert er að verði með í útboðinu og eru í Ísafjarðarbæ.  Með bréfinu er gefinn lokafrestur til að koma á framfæri upplýsingum um heimilisföng, sem ekki eru inni á meðfylgjandi lista. Frestur var til 14. desember s.l.


 Bæjarráð óskar eftir að veittur verði lengri frestur til svara.  Bæjarráð felur tæknideild Ísafjarðarbæjar að vinna að málinu.    



12. Bréf menntamálanefndar Alþingis. - Frumvarp til heildarlaga um grunnskóla, mál 285.  Frumvarp til heildarlaga um leikskóla, mál 287. 2007-12-0045


 Lagt fram bréf frá menntamálanefnd Alþingis dagsett 12. desember s.l., ásamt frumvarpi til heildarlaga um grunnskóla, mál 285 og frumvarpi til heildarlaga um leikskóla, mál 287.  Þess er óskað að bæjarstjórn sjái til þess að frumvörpin verði kynnt sérstaklega fyrir foreldrafélögum og/eða nemendafélögum.  Umsagna er óskað og að svör berist eigi síðar en 22. janúar 2008.


 Bæjarráð vísar erindinu til Skóla- og fjölskylduskrifstofu og fræðslunefndar er annist kynningar og skili umsögnum til bæjarráðs.


 


13. Bréf menntamálanefndar Alþingis. - Frumvarp til heildarlaga mál 286 og frumvarp til laga mál 288.  2007-12-0046.


 Lagt fram bréf frá menntamálanefnd Alþingis dagsett 12. desember s.l., ásamt frumvarpi til laga um framhaldsskóla, 286. mál, heildarlög og frumvarp til laga um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, 288. mál, kröfur til kennaramenntunar o.fl. Óskað er umsagna um frumvörpin og að svör berist eigi síðar en 22. janúar 2008.


 Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar.



14. Bréf félagsmálaráðuneytis. - Stefnumarkandi áætlun félagsmálaráðuneytis og Barnaverndarstofu 2007 - 2010.  2007-12-0030.  


 Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneyti dagsett 5. desember s.l., ásamt drögum að stefnumarkandi áætlun félagsmálaráðuneytis og Barnaverndarstofu 2007 - 2010. Óskað er umsagnar barnaverndarnefnda um áætlunina og er óskað eftir að umsögn berist félagsmálaráðuneyti eigi síðar en 15. janúar 2008.


 Bæjarráð vísar erindinu til barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum.



15. Skýrslur frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga. - Olíuhreinsistöð á Vestfjörðum.   2007-04-0034.


 Lagðar hafa verið fyrir bæjarfulltrúa Ísafjarðarbæjar fjórar skýrslur er bárust frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, skýrslur er fjalla um málefni tengd hugsanlegri byggingu olíuhreinsistöðvar á Vestfjörðum.


 Lagt fram til kynningar.



16. Bréf Tryggva Guðmundssonar, Ísafirði. - ,,Umhverfisslys á Hornströndum?.  2007-06-0051.


 Lagt fram bréf frá Tryggva Guðmundssyni, Ísafirði, dagsett 10. desember s.l., er varðar bréf hans um svonefnd ,,umhverfisslys á Hornströndum? og svör Umhverfisstofnunar vegna erindisins.  Til að sýna óvéfengjanlega fram á réttmæti fullyrðinga sinna um fuglalíf og refi á Hornströndum, óskar Tryggvi eftir að Ísafjarðarbær og/eða Umhverfisstofnun láti einhvern fulltrúa sinn, sem treystir sér til, að koma með sér í Hornbjarg næsta vor þegar eggjavertíð hefst.


 Bæjarráð vísar bréfinu til umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar.


 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 16:55.       


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.      


Sigurður Pétursson.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?