Bæjarráð - 524. fundur - 23. apríl 2007

Þetta var gert:



1. Ársreikningur bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans 2006. 


Á fundi bæjarráðs er lagður fram ársreikningur bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2006.  Til fundar við bæjarráð undir þessum lið dagskrár er mættur Þórir Sveinsson, fjármálastjóri.  Bæjarstjóri og fjármálastjóri fóru yfir megin niðurstöður ársreikningsins.


Bæjarráð vísar ársreikningi Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2006 til fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 26. apríl n.k.



2. Fundargerðir nefnda.


Félagsmálanefnd 17/4.  283. fundur.


Fundargerðin er í þremur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Hafnarstjórn 13/4.  124. fundur.


Fundargerðin er í sjö liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Íþrótta- og tómstundanefnd 17/4.  76. fundur.


Fundargerðin er í fjórum liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



3. Skýrsla nefndar ríkisstjórnarinnar/forsætisráðherra, um leiðir til að styrkja atvinnulíf á Vestfjörðum.


Lögð fram skýrsla nefndar ríkisstjórnarinnar, um leiðir til að styrkja atvinnulíf á Vestfjörðum.  Í inngangi skýrslunnar kemur fram að forsætisráðherra skipaði þann 15. mars s.l., nefnd sem ætlað var að fjalla um leiðir til að styrkja atvinnulíf á Vestfjörðum.  Í nefndina voru skipuð Halldór Árnason, skrifstofustjóri í forsætisráðuneyti, sem jafnframt var formaður, Guðrún Þorleifsdóttir, lögfræðingur í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmda- stjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga.


Skýrslan er lögð fram til kynningar í bæjarráði.



4. Bréf Erlings Tryggvasonar vegna Langa Manga.  2005-11-0038.


Lagt fram bréf Erlings Tryggvasonar, Aðalstræti 24, Ísafirði,  dagsett 15. apríl s.l., þar sem fram koma fyrirspurnir vegna svarbréfs bæjarlögmanns frá 29. mars 2007, varðandi veitingastaðinn Langa Manga, Aðalstræti 22, Ísafirði. Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindi Erlings Tryggvasonar.



5. Bréf Slysavarnardeildarinnar í Hnífsdal. - Kauptilboð í gömlu slökkvistöðina í Hnífsdal.  2007-04-0033.


Lagt fram bréf Slysavarnadeildarinnar í Hnífsdal dagsett 17. apríl s.l., er barst Fasteignasölu Vestfjarða ehf., Ísafirði.  Í bréfinu er gert kauptilboð í gömlu slökkvistöðina í Hnífsdal, húsnæði sem er í eigu Ísafjarðarbæjar.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að kauptilboði Slysavarnadeildarinnar í Hnífsdal, að upphæð kr. 400.000.- verði tekið.



6. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Afrit af bréfi FV til Íslensks hátækniiðnaðar.  2007-04-0034.


Lagt fram bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga dagsett 16. apríl s.l., ásamt afriti af bréfi FV til Íslensks hátækniiðnaðar dagsettu 13. apríl s.l., varðandi verkefni um byggingu olíuhreinsunarstöðvar með staðsetningu á Vestfjörðum.


Lagt fram til kynningar.



7. Tölvubréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Kynningarfundur fjárfesta varðandi olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum.  2007-04-0034.


Lagt fram tölvubréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga til sveitarfélaga á Vestfjörðum dagsett 18. apríl s.l., þar sem boðað er til kynningarfundar hugsanlega þann 8. maí n.k., um fjárfestingarverkefnið olíuhreinsistöð á Vestfjörðum.  Fundardagur gæti hnikast til um daga til eða frá.  Dagskrá fundarins er enn í mótun og verður kynnt sveitarfélögum er nær dregur fundardegi.


Lagt fram til kynningar.



8. Afrit af bréfi bæjarstjóra til Íslensks hátækniiðnaðar, vegna olíuhreinsunar-  stöðvar á Vestfjörðum.  2007-04-0034.


Lagt fram afrit af bréfi Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, til Íslensks hátækniiðnaðar dagsett 20. apríl s.l., er varðar hugsanlega byggingu olíuhreinsunar-stöðvar á Vestfjörðum.


Lagt fram til kynningar.



9. Bréf Ingibjargar Maríu Guðmundsdóttur, forstöðumanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar. - Uppsögn starfs.  


Lagt fram bréf frá Ingibjörgu Maríu Guðmundsdóttur, forstöðumanni Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar, dagsett 20. apríl s.l., þar sem hún segir upp starfi sínu hjá Ísafjarðarbæ frá og með 1. maí 2007 með þriggja mánaða fyrirvara.  Í bréfinu þakkar Ingibjörg María öllu stamstarfsfólki fyrir samstarfið á liðnum árum.


Bæjarráð þakkar Ingibjörgu Maríu Guðmundsdóttur fyrir vel unnin störf fyrir Ísafjarðarbæ á liðnum árum og óskar henni velfarnaðar í nýju starfi.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að staða forstöðumanns Skóla- og fjölskyldu- skrifstofu Ísafjarðarbæjar verði auglýst.



10. Önnur mál.


Sigurður Pétursson, bæjarfulltrúi Í-lista lagði fram svohljóðandi bókun.  ,,Ítreka hér með fyrirspurn mína, um álit bæjarlögmanns varðandi álagningu fasteignagjalda á bílskúra og frístundahús, óska eftir að álitið verði lagt fram á næsta fundi bæjarráðs.?    


 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 19:55.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Gísli H. Halldórsson, formaður bæjarráðs.


Svanlaug Guðnadóttir.     


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?