Bæjarráð - 499. fundur - 23. október 2006

Þetta var gert:





1. Fundargerð nefndar.


Byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði 10/10.  16. fundur.


Fundargerðin er í fimm liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



2. Bréf bæjarstjóra. - Sameiginleg tæknideild Ísafjarðarbæjar og Bolungarvíkurkaupstaðar.


Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 18. október s.l., þar sem hann gerir grein fyrir viðræðum sínum við bæjarstjóra Bolungarvíkur og sveitarstjóra Súðavíkurhrepps um hugsanlega sameiginlega tæknideild fyrir þessi þrjú sveitarfélög.  Bréfi bæjarstjóra fylgja drög að skipuriti.


Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og lýsir yfir ánægju með samstarfsvilja bæjarstjóranna.


Bæjarráð óskar eftir að bæjarstjóri boði samráðsfund bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og  Bolungarvíkur og sveitarstjórnar Súðavíkurhrepps, til viðræðna um sameiginlega tæknideild og önnur málefni er varðar samstarfsverkefni sveitarfélaganna.    



3. Bréf verkefnisstjóra á tæknideild. - Útboð framkvæmta við félagsmiðstöð að Austurvegi 9, Ísafirði.   2006-09-0011.


Lagt fram bréf Jóhanns Bærings Gunnarssonar, verkefnisstjóra á tæknideild, dagsett 19. október s.l., þar sem gerð er grein fyrir niðurstöðu í útboði á verkinu, framkvæmdir við félagsmiðstöð að Austurvegi 9, Ísafirði.  Neðangreind tilboð bárust.

























G7 ehf., Ísafirði,      kr. 28.104.215.-      131,5%
Spýtan ehf., Ísafirði,      kr. 19.330.485.-      90,4%
Vestfirskir Verktakar ehf., Ísafirði,      kr. 24.229.350.-      113,3%
Kostnaðaráætlun,      kr. 21.379.417.-      100,0%

Lagt er til í bréfi verkefnisstjóra, að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Spýtuna ehf., Ísafirði, á grundvelli tilboðs fyrirtækisins.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að gengið verði til samninga við Spýtuna ehf., á grundvelli tilboðs fyrirtækisins.



4. Minnisblað bæjarstjóra. - Kirkjuból IV í Engidal.  2006-09-0101.


Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 20. október s.l., er varðar húseignina Kirkjuból IV í Engidal í Skutulsfirði og hugsanleg afnot hennar til 1. desember 2007.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að heimiluð verði afnot á ofangreindu húsi til 1. desember 2007, með þeim skilyrðum er fram koma í bréfi bæjarstjóra.



5. Minnisblað bæjarstjóra. - Kómedíuleikhúsið á Ísafirði.  2005-09-9947.


Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 20. október s.l., þar sem hann gerir grein fyrir hugsamlegum tvíhliða samningi Ísafjarðarbæjar og Kómedíuleikhússins á Ísafirði, sem hugsaður yrði til þriggja ára.  Í slíkum samningi fælust fastar greiðslur Ísafjarðarbæjar á ári hverju til Kómedíuleikhússins og á móti kæmu unnin verk og verkefni.


Bæjarráð vísar málinu til umræðu og ákvarðanatöku í bæjarstjórn.


 


6. Minnisblað bæjarritara. - Reglur Ísafjarðarbæjar vegna tónlistarnáms í  öðrum sveitarfélögum.   2006-10-0080. 


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 20. október s.l., þar sem fram kemur að bæjarstjórn hafi á 211. fundi sínum þann 19. október s.l., vísað 1. lið í 244. fundargerð fræðslunefndar frá 10. október s.l., reglum Ísafjarðarbæjar vegna tónlistarnáms í öðrum sveitarfélögum, til bæjarráðs til frekari skoðunar.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar með þeirri breytingu, að í a lið 3. kafla komi 15. júní í stað 15. maí.



7. Minnisblað bæjarritara. - Tillaga frá 211. fundi bæjarstjórnar, úttekt á byggingar- og rekstrarkostnaði nýrrar sundlaugar og íþróttamiðstöðvar á Torfnesi, Ísafirði.


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 20. október s.l., þar sem fram kemur svohljóðandi tillaga er samþykkt var á 211. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 19. október s.l.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að fela bæjarráði úttekt á byggingar- og rekstrarkostnaði vegna nýrrar sundlaugar og íþróttamiðstöðvar á Ísafirði.  Miða skal við að úttektinni verði lokið fyrir afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007.?


Bæjarstjóri upplýsti að hann hefur verið í viðræðum við Kristinn J. Gíslason, verkfræðing og áhugahóp um byggingu sundlaugar og íþróttamiðstöðvar.  Bæjarstjóri kynnti, sem trúnaðarmál, upplýsingar er nú liggja fyrir í málinu.


Bæjarráð samþykkir að Kristinn J. Gíslason, verkfræðingur, verði fenginn bæjarráði til aðstoðar við úttekt á byggingar- og rekstrarkostnaði nýrrar sundlaugar og íþróttamiðstöðvar á Ísafirði. 



8. Minnisblað bæjarstjóra. - Olíubirgðastöð, framtíðarstaðsetning. 2006-01-0054.


Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 13. október s.l., er varðar framtíðarstaðsetningu olíubirgðastöðvar á Ísafirði.  Í minnisblaðinu gerir bæjarstjóri grein fyrir viðræðum formanns bæjarráðs og bæjarstjóra við samgönguráðherra og siglingamálastjóra um málið, sem og viðræðum við framkvæmdastjóra Olíudreifingar.


Lagt fram til kynningar.



9. Minnisblað bæjarritara. - Tillaga frá 211. fundi bæjarstjórnar, breytt götuheiti í nýja hverfinu í landi Tungu í Skutulsfirði. 


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 20. október s.l., er varðar svohljóðandi tillögu er vísað var til bæjarráðs frá 211. fundi bæjarstjórnar þann 19. október s.l.


Tillaga bæjarfulltrúa Í-listans Sigurðar Péturssonar:


,,Bæjarstjórn Ísafjarðar samþykkir að breyta nöfnum á götum í nýju hverfi í landi Tungu í Skutulsfirði, þannig að þau taki mið af sögu og landsháttum hverfisins. Tveir fulltrúar verði valdir til að velja heppileg nöfn á göturnar í samræmi við ofangreint markmið.?


Formanni bæjarráðs falið að ræða við nokkra nefnda einstaklina og leggja tillögu fyrir næsta fund bæjarráðs.


 


10. Bréf afreksíþróttabrautar MÍ. - Beiðni um stuðning.


Lagt fram bréf Hermanns Níelssonar f.h. afreksíþróttabrautar MÍ dagsett 28. september s.l., beiðni um stuðning við nemendur á afreksíþróttabraut við Menntaskólann á Ísafirði.


Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að ganga frá málinu.


 


11. Bréf Baldurs Ólafssonar, Akranesi. - Hljóðritanir frá 100 ára afmæli Ísafjarðarkaupstaðar.


Lagt fram bréf frá Baldri Ólafssyni, Heiðarbraut 31, Akranesi, dagsett þann 6. október s.l., ásamt tveimur geisladiskum er hafa að geyma hljóðritanir af hátíðarfundi bæjarstjórnar Ísafjarðarkaupstaðar og af hátíðarsamkomu í Alþýðuhúsinu á Ísafirði, frá 100 ára afmæli Ísafjarðarkaupstaðar, þann 26. janúar 1966.  Baldur er fæddur og uppalinn hér á Ísafirði.


Bæjarráð færir Baldri Ólafssyni bestu þakkir fyrir að hafa varðveitt þessar upptökur frá 100 ára afmæli Ísafjarðarkaupstaðar og fært Ísafjarðarbæ.  Upptökurnar verða geymdar í Safnahúsinu Eyrartúni og verða þar aðgengilegar almenningi.



12. Verksamningur Ísafjarðarbæjar og KNH ehf. - Grjótnáma á Dagverðardal.


Lagður fram verksamningur á milli Ísafjarðarbæjar og KNH ehf., Ísafirði, um rekstur KNH ehf., á grjótnámu á Dagverðardal í Skutulsfirði.  Verksamningurinn er dagsettur þann 6. október 2006. Lagt fram til kynningar.



13. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Þingmannafundur.


Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 18. október s.l., þar sem boðað er til fundar sveitarfélaga á Vestfjörðum með þingmönnum Norðvestur-kjördæmis þann 25. október n.k. í fundarsal Þróunarseturs Vestfjarða og hefst fundurinn klukkan 13:15.  Fundurinn er boðaður með dagskrá.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að flytja mál Ísafjarðarbæjar. 



14. Bréf félagsmálanefndar Alþingis. - Frumvarp til laga um lögheimili og skipulags- og byggingarlög.  2006-10-0093.


Lagt fram bréf frá félagsmálanefnd Alþingis dagsett 19. október s.l., þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins um frumvarp til laga um lögheimili og skipulags- og byggingarlög, 220. mál, óheimil skráning lögheimilis í frístundabyggð. 


Umsögn berist fyrir 5. nóvember n.k. til nefndasviðs Alþingis.  Þingskjalið er á vef Alþingis:  www.althingi.is/altext/133/s/0221.html.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.



15. Bréf Félagsmálanefndar Alþingis. - Frumvarp til laga um gatnagerðargjöld. 2006-10-0094.


Lagt fram bréf frá félagsmálanefnd Alþingis dagsett 19. október s.l., þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins um frumvarp til laga um gatnagerðargjöld, 219.mál, heildarlög.  Umsögn berist fyrir 5. nóvember n.k. til nefndasviðs Alþingis.  Þingskjalið er á vef Alþingis:  www.althingi.is/altext/133/s/0220.html.


Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar umhverfisnefndar. 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:10.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Gísli H. Halldórsson, formaður bæjarráðs.


Svanlaug Guðnadóttir.    


Magnús Reynir Guðmundsson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?