Bæjarráð - 470. fundur - 20. febrúar 2006




Þetta var gert:





1.         Fundargerðir nefnda.



            Félagsmálanefnd 14/2.  265. fundur.



            Fundargerðin er í sjö liðum.



            Fundargerðin lögð fram til kynningar.



           



            Fræðslunefnd 14/2.  234. fundur.



            Fundargerðin er í þremur liðum.



            Fundargerðin lögð fram til kynningar.



 



            Staðardagskrárnefnd 15/2.  29. fundur.



            Fundargerðin er í tveimur liðum.



            Fundargerðin lögð fram til kynningar.



           



2.         Almenningssamgöngur í Ísafjarðarbæ, skólaakstur í Skutulsfirði.



            2005-09-0066.



            Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs, vék af fundi undir þessum lið dagskrár. Bæjartæknifræðingur gerði bæjarráði grein fyrir stöðu viðræðna við tilbjóðendur í akstur almenningsvagna í Ísafjarðarbæ, skólaakstur í Skutulsfirði.



            Þar sem fyrir liggur að tilboð Teits Jónassonar ehf., í akstur almenningsvagna í Ísafjarðarbæ, skólaakstur í Skutulsfirði, stendur ekki óbreytt, felur bæjarráð bæjartæknifræðingi, að ganga til samninga við Ferðaþjónustu Margrétar og Guðna ehf., um akstursleið 1 og 2 á grundvelli tilboðs fyrirtækisins og til samninga við F og S Hópferðarbíla ehf., um akstursleiðir 3 og 4 á grundvelli frávikstilboðs þess fyrirtækis.  



 



3.         Drög að þriggja ára áætlun Ísafjarðarbæjar 2007-2009.



            Lögð fram drög að 3ja ára áætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans 2007-2009.  Drögin sýna fjárfestingaráætlun fyrir árið 2006, 3ja ára fjárfestingaráætlun 2007-2009 og fjármagnsstreymi fyrir lánahreyfingar.



            Bæjarráð vísar drögum að 3ja ára áætlun til fyrri umræðu í bæjarstjórn.



 



4.         Minnisblað. - Lóðamál Silfurgötu 1, Ísafirði.  2006-02-0016.



            Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 17. febrúar s.l., þar sem gerð er grein fyrir viðræðum við eigendur Silfurgötu 1, Ísafirði, um lóðamál í framhaldi af erindi þeirra er tekið var fyrir á fundi bæjarráðs þann 6. febrúar s.l.  Niðurstaða viðræðna var sú, að eigendur Silfurtötu 1 fái leigulóð að stærð 42 m2 við hlið núverandi eignarlóðar að Silfurgötu 1, Ísafirði, samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.



            Bæjarráð samþykkir ofangreinda málsmeðferð og felur byggingarfulltrúa að ganga frá lóðaleigusamningi.



 



5.         Bréf Umhverfisstofnunar. - Vegslóði um Dalsheiði og niður Öldugil



            í Leirufjörð.  2004-08-0049.



            Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun dagsett 14. febrúar s.l., er varðar niðurfellingu máls vegna vegslóða um Dalsheiði og niður Öldugil í Leirufjörð.  Í bréfinu kemur fram að Umhverfisstofnun kærir málið ekki og með vísan til þess mun stofnunin ekki vísa málinu til Ríkissaksóknara.  Stofnunin ítrekar hins vegar það álit sitt, að mikilvægt sé að allt það rask sem slóðagerðin hefur valdið verði lagfært hið fyrsta og að aðgerðirnar ættu að miðast við að koma landinu í fyrra horf eftir því sem hægt er og stuðla að endurheimtu gróðurs þar sem ýtuslóðin/vegurinn liggur yfir gróið land.



            Bæjarráð óskar eftir að umhverfisnefnd taki upp mál undir 6. lið 223. fundar umhverfisnefndar frá 7. desember s.l.,  bréf Lögmanna Höfðabakka frá 28. október s.l., varðandi framkvæmdir vegna landbrots jökulárinnar í Leirufirði í Jökulfjörðum.



 



6.         Bréf Jens D. Holm, Suðureyri. - Lón innan við Suðureyri. - Minnisblað



            bæjarritara.   2006-01-0069.



            Lagt fram bréf frá Jens D. Holm, Suðureyri, dagsett 12. febrúar s.l., þar sem hann mótmælir uppsögn afnota af lóni innan við Suðureyri í Súgandafirði.  Að beiðni Jens D. Holm verður farið með bréf hans sem trúnaðarmál.



            Jafnframt er lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 17. febrúar s.l., ferill mála vegna lóns innan Suðureyrar.



            Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara á grundvelli umræðna í bæjarráði.



                                   



7.         Bréf sjávarútvegsnefndar Alþingis. - Frumvarp til laga um breytingar á



            lögum um stjórn fiskveiða.  2006-02-0072.



            Lagt fram bréf frá sjávarútvegsnefnd Alþingis dagsett 9. febrúar s.l., ásamt frumvarpi til laga um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða nr. 38 15. maí 1990, með síðari breytingum.  Nefndin óskar umsagnar um frumvarpið og berist sú umsögn eigi síðar en 21. febrúar n.k.



            Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera drög að svari Ísafjarðarbæjar.         



 



8.         Bréf Impru nýsköpunarmiðstöðvar. - Námskeiðið Brautargengi.



            2005-08-0064.



            Lagt fram bréf frá Impru nýsköpunarmiðstöð dagsett 10. febrúar s.l., vegna námskeiðsins Brautargengis.  Í bréfinu er gerð stuttlega grein fyrir síðustu námskeiðum, en þeim luku tæplega 70 konur víðsvegar um landið.



            Lagt fram til kynningar.



 



Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:12.






 



Þorleifur Pálsson, ritari.



Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.



Birna Lárusdóttir. 



Lárus G. Valdimarsson. 



Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.



Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?