Atvinnu- og menningarmálanefnd - 93. fundur - 18. febrúar 2009

Mætt voru: Kristján G. Jóhannsson, formaður, Áslaug J. Jensdóttir, varaformaður, Kári Þór Jóhannsson, Sigurður Hreinsson,  Hálfdán Bjarki Hálfdánsson og Þorgeir Pálsson frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða.


Neil Shiran Þórisson frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða ritaði fundargerð.


Aðrir fundargestir voru: Valdís Bára Kristjánsdóttir, Svala Jónsdóttir og Steinþór Bragason, starfsmenn Alsýnar.



Dagskrá fundarins:


1. Lokaskýrsla Alsýn.  2008-05-0023.



Fyrir nánari upplýsingar vísast hér með í skýrslu frá Alsýn.  Starfsmenn Alsýnar  fóru af fundi eftir að þessum dagskrárlið lauk. 



2. Umræður um opna íbúafundi í samstarfi við Atvest.


Lagt var fram minnisblað frá Þorgeiri Pálssyni, framkvæmdarstjóra Atvest.  Hann kynnti mögulegar dagsetningar og Atvest verður í samstarfi við upplýsingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar um framhaldi verkefnisins.



3. Útimarkaður.  2009-02-0025.


Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, upplýsingafulltrúi Ísafjarðarbæjar sat fundinn og kynnti hugmyndir um útimarkað, mögulega staðsetningu osfrv.


 


4. Önnur mál.


Kári Þór Jóhannsson lagði fram tillögu  um að nefndarmenn myndu ekki þiggja laun fyrir störf sín en myndu vinna starfið af hugsjónarástæðum.  Tillagan verður tekin fyrir á næsta fundi til að gefa fundarmönnum umhugsunarfrest.


Fleira ekki gert, fundargerðin upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 13.45.


Kristján G. Jóhannsson, formaður.


Kári Þór Jóhannsson.


Áslaug J. Jensdóttir.


Sigurður Hreinsson.


Hálfdán Bjarki Hálfdánsson.


Þorgeir Pálsson.


Shiran Þórisson.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?