Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
426. fundur 15. nóvember 2018 kl. 17:00 - 20:12 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Aron Guðmundsson aðalmaður
  • Jónas Þór Birgisson varamaður
  • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson forseti
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
  • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjaritari
Dagskrá
Eftir 14. fundarlið fundarins lagði forseti til að tekið yrði mál, með afbrigðum, er varðar auglýsingu MAST á sérfræðingi fiskeldismála. Tillagan samþykkt 9-0.

1.Fjöldi bæjarstjórnarfunda - 2018060018

Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar leggur fram eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að fækka fundum bæjarstjórnar, þannig að fundir bæjarstjórnar verði haldnir reglulega 1. fimmtudag hvers mánaðar sem ekki beri upp á almennan frídag en að eftir sem áður skuli haldnir aukafundir m.t.t þarfa að mati bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar og ef a.m.k. þriðjungur bæjarfulltrúa krefjist þess, enda geri þeir grein fyrir ástæðum og fundarefni. Samhliða fækkun funda verði skipulags- og mannvirkjanefnd veittar auknar heimildir til fullnaðarafgreiðslu mála. Bæjarstjóra er falið að gera viðeigandi breytingar á samþykktum um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar og erindisbréfi skipulags- og mannvirkjanefndar og leggja fram til samþykktar á bæjarstjórnarfundi.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, Arna Lára Jónsdóttir, Kristján Þór Kristjánsson, Jónas Þór Birgisson og Sigurður Jón Hreinsson.

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Í-listans, leggur fram eftirfarandi bókun f.h. Í-listans:
„Bæjarfulltrúar Í-listans leggjast alfarið gegn tillögu bæjarstjóra um fækkun bæjarstjórnarfunda undir formerkjum sparnaðar. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar er lýðræðislegur vettvangur kjörinna fulltrúa þar sem þeir geta skipst á skoðunum og tekið ákvarðanir fyrir hönd sveitarfélagsins. Hlúa þarf betur að lýðræðislegri umræðu í stað þess að fækka fundum. Með fækkuninni takmarkast aðkoma bæjarfulltrúa sem ekki eiga sæti í bæjarráði að ákvörðunum og umræðu, og aukið vald þar færist á hendur embættismanna á milli funda.

Mínútutalning á bæjarstjórnarfundum sem mælikvarði á vinnusemi og skilvirkni bæjarfulltrúa er afar vondur. Mesti tími bæjarfulltrúi fer í störf á milli bæjarstjórnarfunda en ekki á fundunum sjálfum. Bæjarfulltrúar sinna undirbúningi bæjarstjórnarfunda, sinna eftirlitshlutverki, mæta á fundi hjá tengdum aðilum t.a.m. ríkisvaldinu og eiga í samtali við íbúa sem ómældur tími fer í.
Tillagan gerir ekki ráð fyrir minna vinnuframlagi bæjarfulltrúa, eingöngu lægri kostnaði bæjarfélagsins vegna þeirra. Þess vegna er þetta afar ósanngjarn rökstuðningur í tillögu bæjarstjóra.“

Nanný Arna Guðmundsdóttir, varaforseti, tekur við stjórn fundarins kl. 17:11. Kristján Þór tók aftur við stjórninni kl. 17:14.

Forseti leggur fram breytingartillögu þess efnis að tillagan verði send til vinnslu forsætisnefndarinnar.

Sigurður Jón Hreinsson leggur til að tillögunni verði vísað frá.

Forseti ber frávísunartillöguna upp til atkvæða.

Frávísunartillagan felld 2-6. Einn situr hjá.

Forseti ber breytingartillöguna upp til atkvæða.

Breytingartillagan samþykkt 8-1.

2.Skipulags- og mannvirkjanefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd - 2018050091

Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar leggur fram eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að sameina skipulags- og mannvirkjanefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd í nefndina skipulags- og umhverfisnefnd sem færi með málefni beggja núverandi nefnda. Samhliða sameiningunni verði skipulags- og byggingarfulltrúa veittar auknar heimildir til fullnaðarafgreiðslu mála. Bæjarstjóra er falið að gera viðeigandi breytingar á samþykktum um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar og á erindisbréfi hinnar sameinuðu nefndar og leggja fram til samþykktar á bæjarstjórnarfundi. Enn fremur skulu gerðar viðeigandi breytingar á starfslýsingu skipulags- og byggingarfulltrúa.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Aron Guðmundsson, Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, Kristján Þór Kristjánsson, Arna Lára Jónsdóttir, Nanný Arna Guðmundsdóttir og Daníel Jakobsson.

Aron Guðmundsson, bæjarfulltrúi Í-listans, leggur fram eftirfarandi bókun f.h. Í-listans:
„Við undirrituð, bæjarfulltrúar Í-listans í Ísafjarðarbæ leggjumst gegn tillögu um að skipulags- og mannvirkjanefnd annars vegar og umhverfis- og framkvæmdanefnd hins vegar, verði sameinaðar í eina nefnd.
Á sínum tíma þegar ákveðið var að taka þessa málaflokka í sundur í tvær nefndir, var megin ástæðan sú að því að við best vitum, að þáverandi Umhverfisnefnd (eins og hún hét) var ofhlaðin verkefnum, fundir voru mjög langir og þungir og algengt að fresta þurfti málum vegna tímaskorts. Eru það aðstæður sem við viljum standa frammi fyrir aftur?
Umhverfismál hafa öðlast enn meira vægi síðastliðin ár. Við sem bæjarfulltrúar sveitarfélags sem er með silfurvottun frá umhverfisvottunarsamtökunum EarthCheck eigum að vita það um mikilvægi umhverfismála í nútímasamfélagi og þær áskoranir sem bíða handan við hornið. Sveitarfélagið er að taka stór skref í umhverfismálum sem vert er að fylgja eftir með öflugu nefndarstarfi og stefnumótun í nefnd sem einblínir aðeins á þau mál sem falla undir umhverfismálaflokkinn.
Í þeim hluta sem snýr að skipulagsmálum, er heldur engin lognmolla framundan. Væntanlega þarf að hefja vinnu við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins innan nokkurra missera, áfram má búast við leyfisumsóknum vegna fiskeldis í fjörðum sem liggja að sveitarfélaginu og samkvæmt væntingum um fjölgun íbúa, þarf að halda áfram að skipuleggja lóðir og hverfi fyrir nýjar íbúðir og atvinnurekstur. Öll þessi atriði munu auka á vinnuálag skipulags- og mannvirkjanefndar.
Hér er verið að tala um sameiningu nefnda í hagræðingarskyni en að sama skapi gæti sameiningin einnig hæglega haft veruleg áhrif til hins verra, á þá vinnu sem fram fer í umræddum nefndum.“

Nanný Arna Guðmundsdóttir, varaforseti, tekur við stjórn fundarins kl. 17:31. Kristján Þór tók aftur við stjórninni kl. 17:32.

Forseti leggur fram breytingartillögu þess efnis að tillagan verði send til vinnslu forsætisnefndarinnar.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0. Einn situr hjá.

3.Fjárhagsáætlun 2019 - flotbryggjur - 2018030083

Tillaga 201. fundar hafnarstjórnar frá 12. nóvember sl. um að gert verði ráð fyrir flotbryggju á Flateyri sem brýn þörf er á og flotbryggju í skútuhöfn á Ísafirði við gerð fjárhagsáætlunar 2019.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti vísar málinu til vinnslu fjárhagsáætlunar 2019.

4.Fjárhagsáætlun 2019 - gjaldskrár - 2018030083

Bæjarstjóri leggur fram, til fyrri umræðu, tillögu að gjaldskrám Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2019.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri og Daníel Jakobsson.

Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa tillögu að gjaldskrám 2019 til síðari umræðu bæjarstjórnar.

5.Fjárhagsáætlun 2019 - 2018030083

Bæjarstjóri leggur fram, til fyrri umræðu, tillögu að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana og fyrirtækja fyrir árið 2019 auk þriggja ára fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar fyrir árin 2020-2022.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, Daníel Jakobsson, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Jónas Þór Birgisson, Kristján Þór Kristjánsson, Aron Guðmundsson og Marzellíus Sveinbjörnsson.

Arna Lára Jónasdóttir, bæjarfulltrúi Í-listans, leggur fram eftirfarandi breytingartillögu við fjárhagsáætlun 2019 til síðari umræðu:
„Í-listinn leggur til að uppbyggingu knattspyrnuhús verði frestað um eitt ár í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir um framkvæmdina. Í því samhengi er vísað til kostnaðar við jarðvegsframkvæmdir sem getur orðið umtalsverður. Jafnframt er bent á að byggingarnefnd knattspyrnuhússins hefur ekki lokið sinni undirbúningsvinnu eins og henni var falið skv. erindisbréfi. Gert er ráð fyrir heildarskipulagsvinnu á Torfnesi skv. fjárhagsáætlun 2019 og það er skynsamlegt að horfa til þeirrar vinnu áður en framkvæmdir hefjast. Það er mikilvægt að vanda til alls undirbúnings og lágmarka að einhverju leyti þann auka kostnað sem getur hlotist af stærri framkvæmdum. Það er kostnaðarsamt að flýta sér. Með frestun á knattspyrnuhúsi er hægt að fara í önnur mikilvæg verkefni til að auka lífsgæði bæjarbúa. Má þar nefna: hellulögn í Silfurgötu, nýja göngustíga, nýtt sjómoksturstæki, útipotta á Þingeyri, fé til hverfisráða, óskerta upphæð í uppbyggingarsamninga við íþróttafélög, þarfagreiningu fyrir nýja slökkvistöð, fjárfestingu í fráveitu og hægt er að halda áfram með verkefnið Ísland ljóstengt.

Með þessari ráðstöfun ætti skuldahlutfall bæjarins að halda áfram að lækka og sveitarfélagið betur í stakk búið að takast á við lakari horfur í efnahagslífinu.

Tillögu Í-lista að fjárfestingum ársins 2019 er að finna í fylgiskjali við bókun þessa með heitið "Tillaga fjárhagsáætlun 2019_Ílistinn".

Lagt er til að þessum tillögum verði vísað til síðari umræðu."

Nanný Arna Guðmundsdóttir, varaforseti, tekur við stjórn fundarins kl. 18:49. Kristján Þór tekur aftur við stjórn fundarins kl. 18:51.

Nanný Arna Guðmundsdóttir, varaforseti, tekur við stjórn fundarins kl. 18:59. Kristján Þór tekur aftur við stjórn fundarins kl. 19:00.

Nanný Arna Guðmundsdóttir, varaforseti, tekur við stjórn fundarins kl. 19:14. Kristján Þór tekur aftur við stjórn fundarins kl. 19:15.

Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa tillögu að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana og fyrirtækja fyrir árið 2019 auk þriggja ára fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar fyrir árin 2020-2022 til síðari umræðu.

6.Góuholt 13 - lóðaleigusamningur - 2018100085

Tillaga 508. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 7.nóvember. sl. um að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Góuholt 13.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

7.Umsókn um byggingarleyfi - Rómarstígur 5 - 2018030042

Tillaga 508. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 7.nóvember. sl. um að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Rómarstíg 5.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

8.Umsókn um byggingarleyfi - Rómarstígur 3 - 2018030041

Tillaga 508. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 7.nóvember. sl. um að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Rómarstíg 3.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

9.Seljalandsvegur 84a -stækkun lóðar - 2018110003

Tillaga 508. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 7.nóvember. sl. um að heimila stækkun lóðar að Seljalandsvegi 84a.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

10.Framtíðarskipulag útivistarsvæðis í Skutulsfirði - 2017030089

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að skipaður verði starfshópur um skipulag útivistarsvæða í Tungudal, Dagverðardal og Seljalandsdal. Starfshópinn skipi formaður umhverfis- og framkvæmdanefndar, byggingarfulltrúi, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs og aðili tilnefndur af sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Nanný Arna Guðmundsdóttir og Sif Huld Albertsdóttir.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0. Sif Huld Albertsdóttir gerir grein fyrir atkvæði sínu.

11.Úthlutunarlíkan og samstarfssamningur - 2013120028

Tillaga 397. fundar fræðslunefndar frá 1. nóvember sl., um viðbætur við samstarfssamninga Ísafjarðarbæjar við Tónlistarfélag Ísafjarðarbæjar og Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar. Lagt er til að bætt verði inn í 6. grein samninganna að þeir endurnýist sjálfkrafa árlega, nema einhverjar athugasemdir komi fram.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

12.Beiðni um samþykki Ísafjarðarbæjar vegna umsóknar HSV um unglingalandsmóts UMFÍ árið 2021 - 2018110009

Tillaga 189. fundar íþrótta- og tómstundanefndar frá 7. nóvember sl., um að samþykkja að Héraðssamband Vestfirðinga sæki um að halda unglingalandsmót UMFÍ árið 2021.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Sif Huld Albertsdóttir, Kristján Þór Kristjánsson og Aron Guðmundsson.

Nanný Arna Guðmundsdóttir, varaforseti, tekur við fundarstjórn kl. 19:25. Kristján Þór tekur við stjórn fundarins kl. 19:26.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

13.Nýting á húsnæði Ísafjarðarbæjar, Engi, Seljalandsvegur 102 - 2015030069

Bæjarstjóri leggur við bæjarstjórn að taka ákvörðun um hvort tilboðum í Seljalandsveg 102, Ísafirði, verið tekið og feli bæjarstjóra að ganga frá sölu eignarinnar eftir atvikum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, Marzellíus Sveinbjörnsson, Daníel Jakobsson, Arna Lára Jónsdóttir, Kristján Þór Kristjánsson, Sigurður Jón Hreinsson, Jónas Þór Birgisson, Nanný Arna Guðmundsdóttir og Sif Huld Albertsdóttir.

Forseti leggur til að málið verði rætt fyrir luktum dyrum þar sem um viðskiptamál sé að ræða sem æskilegt sé, vegna hagsmuna sveitarfélagsins, að rædd verði fyrir luktum dyrum.

Forseti ber upp tillögu að töku þess tilboðs sem gengur lengra, þ.e. tilboði Stefáns Dan Óskarssonar.

Tillagan samþykkt 5-2. Tveir sitja hjá.

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Í-listans, leggur fram eftirfarandi bókun f.h. bæjarfulltrúa Í-listans vegna atkvæðagreiðslu málsins:
„Undiritaðir bæjarfulltrúar Í-listans telja meira virði fyrir samfélagið að ganga að lægra tilboðinu í Engi og tryggja núverandi starfsemi í húsinu. Í greinargerð sem fylgir með kauptilboði Arts Iceland er vel skilgeint hvaða hlutverki húsið á að gegna í rekstri Arts-Iceland. Fjöldi listamanna hafa dvalið á Engi síðustu ár í lengri eða skemmri tíma, hafa stutt við lista og menningalíf í sveitarfélaginu ásamt því að grunnskólabörn hafa fengið kynningar frá listamönnum og haft tækifæri til að sækja listsýningar. List og skapandi starf skapar verðmæti sem ekki endilega er talið í beinhörðum peningum til bæjarsjóðs. Ekki er hægt að telja allt sem telur og ekki telur allt sem hægt er að telja.“

Daníel Jakobsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, leggur fram eftirfarandi bókun, f.h. bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, vegna atkvæðagreiðslu málsins:
„Fulltrúar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins telja að taka verði hæsta tilboði í umrædda eign. Vilji okkar stendur hinsvegar til þess að koma að s.k. listamannaíbúðum. Þar væri heppilegt að sú eign gæti verið opin allt árið fyrir listamönnum en ekki bundin takmörkunum á búsetu líkt og er með þessa eign.“

14.Húsnæðisáætlun Ísafjarðarbæjar - 2018020026

Lögð fram húsnæðisáætlun Ísafjarðarbæjar til kynningar í bæjarstjórn.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Sigurður Jón Hreinsson, Arna Lára Jónsdóttir,

Sigurður Jón Hreinsson, bæjarfulltrúi Í-listans, leggur fram eftirfarandi bókun fyrir bæjarfulltrúa Í-listans:

„Undirritaðir bæjarfulltrúar í-listans lýsa yfir mikilli ánægju með þá vinnu sem lögð hefur verið í skýrsluna; Húsnæðisáætlun Ísafjarðarbæjar. Mikilvægt er að þetta plagg verði nýtt í stefnumótun og framtíðarsýn fyrir sveitarfélagið og stutt verði við þá framtíðarsýn með ráði og dáð.

Ljóst er við lestur þessarar skýrslu, að sú framtíð í íbúafjölda sem við blasir nú er harla ólík þeirri sem blasað hefur við íbúum sveitarfélagsins undanfarna áratugi. Viðsnúningur varð í íbúaþróun í sveitarfélaginu á síðasta kjörtímabili og því ljóst að áskoranir næstu margra ára eru meðal annars að tryggja að ákveðinn lágmarksfjöldi íbúða komi nýjar á markað á hverju ári.

Í væntanlegri aðalskipulagsvinnu, sem framundan er, þarf að tryggja að til staðar verði svæði sem henti til að deiliskipuleggja ný íbúðarhverfi. Tryggja þarf jafnframt að í gildandi deiliskipulögum á hverjum tíma, sé nægjanlegt af eftirsóknarverðum lóðum fyrir nýtt íbúðarhúsnæði, bæði í sérbýli sem og í sambýli.

Jafnframt hvetjum við til að kannaður verði ýtarlega sá möguleiki, fyrir seinni umræðu fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2019, að bæjarfélagið leggi til ákveðið fjármagn árlega í nokkur ár, sem hafi þann tilgang að stuðla að nýbyggingu íbúðarhúsnæðis. Í því samhengi mætti taka upp viðræður við verklýðshreyfinguna eða aðra áhugasama aðila um stofnun félags sem brúi það bil sem virðist stöðva nýframkvæmdir, en augljós skortur er á tilbúnu íbúðarhúsnæði.“

15.Fiskeldismál - 2018090024

Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd allra bæjarfulltrúa:
„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hvetur stjórnendur MAST til að endurskoða auglýsingu um starf sérfræðings fiskeldismála sem auglýst er á heimasíðu stjórnarráðsins þannig að starfið verði auglýst með staðsetningu á Vestfjörðum.
MAST auglýsir starf sérfræðings í fiskeldismálum á heimasíðu stjórnarráðsins. Í auglýsingu kemur fram að starfið skuli vera við aðalstöðvar MAST á Selfossi. Helstu verkefni eru nefnd m.a. eftirlit með búnaði og rekstri fiskeldisstöðva, þróun eftirlitsaðferða, þróun og uppsetning gæðaskjala, útgáfa rekstrarleyfa og úrlausn fyrirspurna.
Fiskeldi er að langmestu leiti að byggjast upp á Vestfjörðum og það hlýtur því að vera rökrétt að eftirlit og þróun á vegum ríkisstofnanna sé í nálægð við helstu starfstöðvar.
Eitt af markmiðum stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024 sem samþykkt var á Alþingi 11. júní 2018, er að fjölga auglýstum störfum ráðuneyta og stofnana þeirra án staðsetningar, það gæti einnig átt við í þessu tilviki.“

Forseti ber bókunina upp til samþykktar.

Bókun samþykkt 9-0.

16.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 160 - 1810029F

Fundargerð 160. fundar barnaverndarnefndar sem haldinn var 1. nóvember sl. Fundargerðin er í 2 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Bæjarráð - 1037 - 1810031F

Fundargerð 1037. fundar bæjarráðs sem haldinn var 5. nóvember sl. Fundargerðin er í 11 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

18.Bæjarráð - 1038 - 1811007F

Fundargerð 1038. fundar bæjarráðs sem haldinn var 12. nóvember sl. Fundargerðin er í 18 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

19.Fræðslunefnd - 397 - 1810024F

Fundargerð 397. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 1. nóvember sl. Fundargerðin er í 6 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

20.Hafnarstjórn - 201 - 1811008F

Fundargerð 201. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 12. nóvember sl. Fundargerðin er í 3 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

21.Íþrótta- og tómstundanefnd - 189 - 1811004F

Fundargerð 189. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 7. nóvember sl. Fundargerðin er í 3 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

22.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 508 - 1810030F

Fundargerð 508. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 7. nóvember sl. Fundargerðin er í 8 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

23.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 73 - 1810015F

Fundargerð 73. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 31. október sl. Fundargerðin er í 3 liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Sigurður Jón Hreinsson.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

24.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 74 - 1811002F

Fundargerð 74. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 6.nóvember sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

25.Velferðarnefnd - 432 - 1810016F

Fundargerð 432. fundar velferðarnefndar sem haldinn var 30. október sl. Fundargerðin er í 6 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

26.Velferðarnefnd - 433 - 1811003F

Fundargerð 433. fundar velferðarnefndar sem haldinn var 5. nóvember sl. Fundargerðin er í 3 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:12.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?