Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
521. fundur 17. október 2023 kl. 17:00 - 17:17 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Þorbjörn Halldór Jóhannesson varamaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir aðalmaður
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Forseti lagði fram tillögu þess efnis að samþykkt verði að taka fimm mál inn á dagskrá bæjarstjórnar með afbrigðum, með heimild í 16. gr. bæjarmálasamþykktar. Um er að ræða fjögur mál vegna viðauka nr. 15, 16, 17 og 18 við fjárhagsáætlun 2023 og verða það þá mál nr. 1-4 á dagskrá bæjarstjórnar, auk þess sem fundargerð bæjarráðs frá 16. október 2023 yrði mál nr. 12.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Samþykkt 9-0.

1.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2023 - viðauki 15 - 2023010091

Tillaga frá 1259. fundi bæjarráðs, haldinn 16. október 2023, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 15 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023, vegna breytinga á þjónustu velferðarsviðs. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Gylfi Ólafsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

2.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2023 - viðauki 16 - 2023010091

Tillaga frá 1259. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 16. október 2023, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 16 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023, vegna kaupa á eldhúsofnum í mötuneyti Grunnskólans á Ísafirði. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

3.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2023 - viðauki 17 - 2023010091

Tillaga frá 1259. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 16. október 2023, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 17 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023, vegna samlagsverkefna B hluta stofnana.

Áhrif viðaukans á rekstrarreikning 2023 verður sú að aðrar tekjur A hluta aukast um 352,5 m.kr. og aðrar tekjur A-og B hluta um 552 m.kr. Jafnframt eykst rekstrarkostnaður A hluta um 352 m.kr. og rekstrarkostnaður A og B hluta um 553 m.kr. Viðaukinn hefur engin áhrif á A hluta en lækkun um 1,4 m.kr. á A og B hluta.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2023 - viðauki 18 - 2023010091

Tillaga frá 1259. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 16. október 2023, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 18 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023, vegna skuldabréfabreytinga og verðbólgu ársins.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er jákvæð upp á 66.500.000,- Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er neikvæð um kr. 19.200.000,- og lækkar því rekstrarafgangur í kr. 60.000.000,-
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er jákvæð kr. 66.500.000,- og hækkar rekstrarafgangur því í kr. 300.000.000,-
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2023 - viðauki 14 - 2023010091

Tillaga frá 1258. fundi bæjarráðs um að bæjarstjórn samþykki viðauka 14 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023, vegna tilfærslu Leikskólans Tanga, sem sérstök deild, aðgreint frá Sólborg. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Seljaland 23, Ísafirði - umsókn um niðurfellingu gatnagerðargjalda - 2023100008

Tillaga frá 1258. fundi bæjarráðs, þann 9. október 2023, um að bæjarstjórn samþykki beiðni Rakelar S. Björnsdóttur um niðurfellingu gatnagerðargjalda við Seljaland 23 á Ísafirði, með vísan til tímabundinnar niðurfellingarheimildar um niðurfellingu gjalda við þegar byggðar götur í sveitarfélaginu.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

7.Líkamsræktaraðstaða á Ísafirði frá 2023 - 2023080046

Tillaga frá 1258. fundi bæjarráðs, frá 9. október 2023, um að bæjarstjórn samþykki tilboð Ísófit ehf. um rekstur líkamsræktar á Ísafirði og geymslu og umsjón tækja Ísafjarðarbæjar frá 1. nóvember 2023 til 31. október 2026.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir og Gylfi Ólafsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

8.Hvítisandur, Önundarfirði. Nýtt deiliskipulag í landi Þórustaða fyrir baðstað. - 2023080049

Tillaga frá 617. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 12. október 2023, um að bæjarstjórn heimili auglýsingu á skipulagslýsingu í samræmi við 7. og 8. kafla skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

9.Brekka á Ingjaldssandi. Umsókn um stofnun lóðar -Fornusel - 2023100047

Tillaga frá 617. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 12. október 2023, um að bæjarstjórn heimili stofnun lóðar í landi Brekku á Ingjaldssandi.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

10.Endurskoðun á reglum fyrir val á íþróttamanni ársins í Ísafjarðarbæ - 2023010105

Tillaga frá 244. fundi íþrótta- og tómstundanefndar, sem haldinn var 20. september 2023, um að bæjarstjórn samþykki endurskoðaðar reglur um val á íþróttamanni ársins í Ísafjarðarbæ.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Kristján Þór Kristjánsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

11.Bæjarráð - 1258 - 2310009F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1258. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 9. október 2023.

Fundargerðin er í 17 liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.
Mál tekið inn með afbrigðum.

12.Bæjarráð - 1259 - 2310013F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1259. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 16. október 2023.

Fundargerðin er í átta liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

13.Íþrótta- og tómstundanefnd - 246 - 2310003F

Lögð fram til kynningar fundargerð 246. fundar íþrótta- og tómstundanefndar en fundur var haldinn 4. október 2023.

Fundargerðin er í tveimur liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

14.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 617 - 2310010F

Lögð fram til kynningar fundargerð 617. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 12. október 2023.

Fundargerðin er í 13 liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

15.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 138 - 2310002F

Lögð fram til kynningar fundargerð 138. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 5. október 2023.

Fundargerðin er í einum lið.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:17.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?