Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
460. fundur 03. september 2020 kl. 17:00 - 18:17 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir forseti
  • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir varamaður
  • Sunna Einarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Bæjarstjórnarfundir 2020-2021 - 2020060061

Tillaga forseta bæjarstjórnar um dagsetningar bæjarstjórnarfunda 2020-2021, í samræmi við minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, bæjarritara, dags. 1. september 2020.
Til máls tóku: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti, og Sigurður Jón Hreinsson.

Lagt fram til kynningar.

2.Nefndarmenn 2018-2022 - íþrótta- og tómstundanefnd - 2018050091

Tillaga bæjarfulltrúa B-lista Framsóknarflokks um að Kristján Þór Kristjánsson verði kosinn aðalmaður í íþrótta- og tómstundanefnd, í stað Antons Helga Guðjónssonar, sem fulltrúi B-lista Framsóknarflokks.

Til máls tók: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

3.Nefndarmenn 2018-2022 - velferðarnefnd - 2018050091

Tillaga bæjarfulltrúa B-lista Framsóknarflokks um að Harpa Björnsdóttir verði kosin aðalmaður í velferðarnefnd, í stað Tinnu Hlynsdóttur, sem fulltrúi B-lista Framsóknarflokks.
Þá er gerð tillaga um að nýr formaður verði kosinn, Bragi Rúnar Axelsson, fulltrúi B-lista Framsóknarflokks.

Til máls tóku: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, og Daníel Jakobsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Nefndarmenn 2018-2022 - fræðslunefnd - 2018050091

Tillaga bæjarfulltrúa Í-lista um að bæjarstjórn kjósi Finney Rakel Árnadóttir sem varamann í fræðslunefnd, í stað Arnhildar Lilýar Karlsdóttur, sem fulltrúi Í-lista.

Til máls tók: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Endurskoðun bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar - 2012120018

Tillaga bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar um breytingar á Samþykktum um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, í samræmi við minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, bæjarritara, dags. 1. september 2020.
Til máls tóku: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, og Daníel Jakobsson.

Forseti leggur fram tillögu um að vísa málinu til seinni umræðu bæjarstjórnar.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Vestfjarðavegur (60) Búðavík um Meðalnes langleið að Mjólká - Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2020070066

Tillaga frá 542. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 26. ágúst 2020, um að bæjarstjórn heimili útgáfu framkvæmdaleyfis til byggingar hluta Vestfjarðavegar (60) frá Búðavík í Dynjandisvogi að Mjólká, vegarkafla um Meðalnes, sbr. 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2020.
Til máls tók: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

7.Olíutankurinn - Þingeyri - 2019040026

Tillaga frá 542. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 26. ágúst 2020, um að bæjarstjórn heimili breytingu á deiliskipulagi á lóð við Sjávargötu 16, Þingeyri.
Til máls tók: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

8.Líkamsrækt á Ísafirði - 2017050073

Mál sett á dagskrá að beiðni bæjarfulltrúa Í-lista í samræmi við 4. tl. 1. mgr. 10. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Til máls tóku: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Birgir Gunnarsson, Daníel Jakobsson og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Í-listans, lagði fram eftirfarandi bókun, f.h. Í-listans.

„Bæjarfulltrúar Í-listans beina þeim tilmælum til meirihluta bæjarstjórnar að gæta þess að brjóta ekki gegn stjórnsýslulögum við ákvörðun um samning um líkamsræktaraðstöðu. Fram kemur í bréfi Þrúðheima að þau telji að við meðferð málsins sé ekki gætt að 10., 11., 13. og 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Það þarf að fara vandlega ofan í saumana á því hvort sú fullyrðing standist og fylgja í hvívetna innkaupareglum Ísafjarðarbæjar áður en til ákvörðunar kemur.
Fulltrúi Í-listans í bæjarráði hefur þegar óskað eftir að fá afhentar þær tillögur sem bárust um líkamsræktaraðstöðu svo hægt sé að taka upplýsta ákvörðun með hag íbúa Ísafjarðarbæjar að leiðarljósi og að það sé tryggt að gætt sé að jafnræðisreglunni við meðferð málsins.“

Daníel Jakobsson, bæjarfulltrúi D-lista Sjálfstæðisflokks, lagði fram eftirfarandi bókun:

„Vegna umfjöllunar sl. daga á samfélagsmiðlum og umræðu hér í bæjarstjórn um líkamsræktarmál.

Það má taka undir það að það hefur dregist að fá niðurstöðu í umrætt mál. Betra hefði verið að fá niðurstöðu í það miklu fyrr þannig að ekki hefði þurft að framlengja núverandi samninga eins og gert hefur verið.

Meirihlutinn áréttar að allar ákvarðanir og umræða um þetta mál hafa verið lögð fyrir bæjarráð og málið unnið í samvinnu allra framboða í bæjarstjórn og þeim gefin kostur á að gera athugasemdir við málsmeðferðina og haft áhrif á niðurstöðuna.

Það eina sem vakir fyrir okkur í þessari vegferð er að geta boðið bæjarbúum upp á betri líkamsræktaraðstöðu öllum bæjarbúum til hagsbóta. Sú tillaga sem nú hefur verið gengið til samninga um er talin best til þess fallin með hliðsjón af kostnaði og þeirri aðstöðu sem á að bjóða upp á.“

9.Niðurlagning starfa - 2020070058

Mál sett á dagskrá að beiðni bæjarfulltrúa Í-lista í samræmi við 4. tl. 1. mgr. 10. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Til máls tóku: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Arna Lára Jónsóttir, Daníel Jakobsson og Sigurður Jón Hreinsson.

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Í-listans, lagði fram eftirfarandi bókun, f.h. Í-listans.

„Bæjarfulltrúar Í-listans harma þann trúnaðarbrest sem hefur orðið á milli minnihluta og meirihluta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar við það, er virðist, einhliða ákvörðun bæjarstjóra að leggja niður tvö störf á umhverfis- og eignasviði og þar með segja upp tveimur starfsmönnum. Þetta var gert án nokkurs samráðs við minnihluta bæjarstjórnar.

Á fundi með Haraldi Líndal þann 8. maí sl. þar sem tillögur um breytingar á rekstri voru kynntar og þar á meðal breytingar á skipuriti umhverfis og eignasviðs, voru bæjarfulltrúar sammála um að ekki kæmi til uppsagna. Skýrslan hefir ekki verið lögð fram með formlegum hætti og hafa bæjarfulltrúar ekki haft tækifæri til að ræða hana sína á milli.
Bæjarfulltrúar Í-listans telja að bæjarstjóri hafi farið fram úr valdheimildum sínum með því að leggja niður þessi sem eiga sér stoð í skipuriti sveitarfélagsins og vísum við þar í sveitastjórnarlög nr. 138/2011 og í fjórðu greina bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar.
Annar hlutaðeigandi málsins hefur leitað til lögfræðings og bréfi frá honum dagsett 31. ágúst 2020 til formanns bæjarráðs, bæjarstjóra og fulltrúa Í-listans í bæjarráði kemur fram að hann telji einnig um að um brot á stjórnsýslulögum sé að ræða.

Bæjarfulltrúar Í-listans hafa verið að óska eftir upplýsingum um þennan gjörning.

Í svari bæjarstjóra við fyrirspurn Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa Í-listans varðandi niðurlagningu starfa sem bárust þann 12. ágúst sl,. er fátt um svör og eru ófullnægjandi með öllu.

En er ósvarað þeim fyrirspurnum sem beint er til meirihluta bæjarstjórnar varðandi stefnu og sýn í umhverfismálum, og enn er fullkomlega óljóst hvernig meirihlutinn sér fyrir sér nýtt skipurit umhverfis- og eignsviðs. Gögn varðandi fullyrðingar bæjarstjóra um að annar starfsmaðurinn hafi sjálfur óskað eftir starfslokum ekki verið birt bæjarfulltrúa og af því drögum við þá ályktun að þessi gögn séu ekki til og að fullyrðing bæjarstjóra standist ekki skoðun.

Bæjarfulltrúar Í-listans fara fram á að skýrsla HLH ráðgjafar verði lögð fram til umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.“

Daníel Jakobsson, bæjarfulltrúi D-lista Sjálfstæðisflokks, lagði fram eftirfarandi bókun, f.h. Sjálfsstæðisflokks og Framsóknarflokks:

„Eðli máls samkvæmt er erfitt og í raun óheimilt út frá persónuvernd að fjalla um málefni einstaka starfsmanna og því ekki mögulegt að ræða starfsmannamál á opnum fundi í bæjarstjórn nema með almennum hætti.

Hjá Ísafjarðarbæ starfa á fjórða hundrað starfsmanna. Laun eru langstærsti útgjaldaliður bæjarins en um 60% af útgjöldum bæjarins er launakostnaður, hátt á þriðja milljarð króna árlega. Það gefur því augaleið að það er mikilvægt að mönnun sé rétt á hverjum tíma þannig að launskostnaður fari ekki úr böndunum og nýtist þar sem þörfin er hverju sinni.

Breytingar í starfsmannahaldi eru til meðferðar nánast alla daga ársins. Störf eru stofnuð, þeim er breytt og þau eru lögð niður. Fram að þessu hefur það verið í höndum starfsmanna bæjarins að sjá um að manna þau verkefni sem eru til staðar, innan ramma fjárhagsáætlunar.

Nú bregður svo við að í þessum ákveðna máli að Í-listinn vill fara nýjar leiðir og virðist ætla að í þessu tilviki sé það bæjarstjórnar að ákveða hvernig vinnutilhögun sé. Vísar þar til þess að þær mannabreytingar sem hér um ræðir séu stefnumarkandi. Svo er ekki. Verkefnin verða unnin áfram en það er mat yfirmanna bæjarins að hægt sé að vinna þau með öðrum og hagkvæmari hætti og því ekki um neina stefnumarkandi ákvörðun að ræða. Hafa ber í huga að talið er að sparnarður af þessari aðgerð sé hátt í á þriðja tug milljóna árlega þegar að þær eru gengnar í gegn. Þess vegna var þessi aðgerð skynsamleg.

Engu að síður er að sjálfsögðu alltaf eftirsjá í starfsfólki. Sérstaklega þegar að það hefur unnið lengi hjá bænum. Þá er mikilvægt að komið sé til móts við það eins vel og hægt er þannig að allir geti við unað. Ekki fæst annað séð en að þess hafi verið gætt í umræddu máli.

Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokk í bæjarstjórn.
Daníel Jakobsson, Marzellíus Sveinbjörnsson, Hafdís Gunnarsdóttir, Kristján Þór Kristjánsson og Sif Huld Albertsdóttir.“

10.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 542 - 2007013F

Fundargerð 542. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 26. ágúst 2020 lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í 15 liðum.
Til máls tók: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Bæjarráð - 1119 - 2008017F

Fundargerð 1119. fundar bæjarráðs sem haldinn var 31. ágúst 2020 lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í tíu liðum.
Til máls tók: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Bæjarráð - 1118 - 2008011F

Fundargerð 1118. fundar bæjarráðs sem haldinn var 24. ágúst 2020 lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í 13 liðum.
Til máls tók: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Bæjarráð - 1117 - 2008006F

Fundargerð 1117. fundar bæjarráðs sem haldinn var 17. ágúst 2020 lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í níu liðum.
Til máls tóku: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir og Daníel Jakobsson.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Bæjarráð - 1116 - 2008003F

Fundargerð 1116. fundar bæjarráðs sem haldinn var 10. ágúst 2020 lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í 11 liðum.
Til máls tók: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Bæjarráð - 1115 - 2007011F

Fundargerð 1115. fundar bæjarráðs sem haldinn var 20. júlí 2020 lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í sex liðum.
Til máls tók: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Bæjarráð - 1114 - 2007007F

Fundargerð 1114. fundar bæjarráðs sem haldinn var 13. júlí 2020 lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í 13 liðum.
Til máls tók: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Bæjarráð - 1113 - 2007002F

Fundargerð 1113. fundar bæjarráðs sem haldinn var 6. júlí 2020 lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í tíu liðum.
Til máls tók: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

18.Bæjarráð - 1112 - 2006018F

Fundargerð 1112. fundar bæjarráðs sem haldinn var 29. júní 2020 lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í 20 liðum.
Til máls tók: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

19.Bæjarráð - 1111 - 2006014F

Fundargerð 1111. fundar bæjarráðs sem haldinn var 22. júní 2020 lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í 12 liðum.
Til máls tók: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:17.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?