Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
447. fundur 05. desember 2019 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir varamaður
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Jónas Þór Birgisson varamaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir varamaður
  • Þórir Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
  • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

2.Fjárhagsáætlun 2020 - 2019030031

Bæjarstjóri leggur fram, til síðari umræðu, tillögu að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana og fyrirtækja fyrir árið 2020 ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2021 til 2023.


Bæjarráð lagði á 1085. fundi bæjarráðs til við bæjarstjórn að gert yrði ráð fyrir 2 m.kr. framlagi til Blábankans og að framlög yrðu tryggð í skapandi sumarstörf og stefnumótun í fjármálum sveitarfélagsins. Þegar hefur verið gert ráð fyrir 85 m.kr. í fráveitu í 4 ára fjárfestingaráætlun en fyrir mistök voru þær tölur ekki í gögnum við fyrri umræðu.
Til máls tóku: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti, Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, Arna Lára Jónsdóttir og Jónas Þór Birgisson.

Arna Lára Jónsdóttir, varaforseti tekur við stjórn fundarins kl. 17:09, á meðan Hafdís Gunnarsdóttir tekur til máls. Hafdís tekur aftur við stjórn fundarins kl. 17:11. Arna Lára tekur aftur við fund stjórnarins 17:58 á meðan Hafdís tekur til máls. Hafdís tók aftur við stjórn fundarins kl. 18:01.

Hafdís Gunnarsdóttir, leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks:
„Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leggja til að komið verði til móts við óskir bæjarfulltrúa Í-listans í fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2020 með eftirfarandi hætti:
-Settar verði auka 2 milljónir í Blábankann og verður upphæðin tekin af liðnum ófyrirséð.
-Verkefnið Skapandi sumarstörf þarf að útfæra áður en ljóst verður hvað það mun kosta. Verður útfærslan í höndum atvinnu- og menningarmálanefndar. Fjármagn verði tryggt í verkefnið þegar það hefur verið útfært.
-Framlag verður tryggt í stefnumótunarvinnu í fjármálum sveitarfélagsins um leið og Haraldur Líndal Haraldsson skilar sinni úttekt á rekstri sveitarfélagsins. Þá ætti að liggja fyrir skýrari mynd á þeirri upphæð sem setja þarf í verkefnið.
Varðandi fráveitumálin þá er gert ráð fyrir 85 milljónum í þann lið á næstu þremur árum og stóð það alltaf til. Hins vegar vantaði liðinn inn í gögnin sem fóru fyrir fyrri umræðu fjárhagsáætlunar og leiðréttist það hér með.
Er það von bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að með þessum aðgerðum muni fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2020 verða samþykkt af öllum bæjarfulltrúum.“

Arna Lára Jónsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd bæjarfulltrúa Í-listans:
„Við bæjarfulltrúar Í-listans í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar getum ekki samþykkt fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun og munum sitja hjá við afgreiðslu hennar og þrátt fyrir að mikið hafi áunnist í vinnubrögðum miðað við fjárhagsáætlunina frá því í fyrra, má gera enn betur.
Það eru jákvæðir þættir í fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 og samráð við minnihlutann hefur verið viðhaft. Í-listinn fagnar því sérstaklega að tillögur hans um aukið framlag til Blábankans hafi verið samþykkt, og að fjármagni verði veitt í skapandi sumarstörf og stefnumótun í fjármálum bæjarins.
Vissulega er jákvætt að áætlunin gerir ráð fyrir að A-hlutinn verði rekinn með afgangi á næsta ári en benda verður á að líkt og reynsla þessa árs sýnir, þá hefur meirihlutinn tilhneigingu til að ofmeta tekjur en vanmeta gjöld. Ánægjulegt er að farið sé að ábendingum bæjarfulltrúa Í-listans frá því í vor um hvernig standa megi að lækkun álaga á fasteignaeigendur og því ætti lækkunin ekki að hafa áhrif á tekjur frá jöfnunarsjóði.
Jafnframt er ánægjulegt að gert sé ráð fyrir framlagi til Edinborgarhússins, áframhaldandi uppbyggingu göngustíga, í Tankinn á Þingeyri svo eitthvað sé nefnt.
Gert er ráð fyrir að framlög til hverfisráða lækki en umræða hefur verið um breytingu á fyrirkomulagi en það hefur ekki verið útfært frekar.
Rekstur Ísafjarðarbæjar er viðkvæmur og lítið má út af bera. Veltufé frá rekstri er að dragast saman um 125.mkr. milli ára sem er áhyggjuefni. Þó að áætlanir geri ráð fyrir að A-hlutinn verði jákvæður er ljóst að allt þarf að ganga upp svo það megi verða en það krefst mikils aðhalds og aga í rekstri. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur hefur einnig lýst yfir áhyggjum af A-hluta sveitasjóðs svo að vandasamt verk er fyrir höndum.
Í-listinn gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð við þriggja ára áætlun fyrir árin 2021-2023. Það getur ekki talist ásættanlegt að áætlunin fái enga umfjöllun í bæjarráði eða í öðrum nefndum bæjarins áður en hún er samþykkt af bæjarstjórn. Í umræðum um fjárhagsáætlun fyrir ári síðan komu líka fram ábendingar um hvað má betur fara í vinnu við þriggja ára áætlun en ekki hefur verið brugðist við þeim.
Það er margt gagnrýnivert í fjárfestingaráætlun 2020-2023. Mörg verkefni eru þar án umræðu og undirbúnings en þar birtist ákveðið stefnuleysi meirihlutans. Ekki er gert ráð fyrir líkamsræktaraðstöðu næstu árin né bættri aðstöðu til sundiðkunar. Það er því afar mikilvægt að farið verði í stefnumótunarvinnu til lengri tíma.
Í-listinn harmar að fallið hafi verið frá áformum um Hornstrandastofu en það verkefni er hluti af áfangastaðaáætlun Vestfjarða.“

Tillagan samþykkt 5-0. Fulltrúar Í-listans sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

3.Hafnarstræti 9, Flateyri. Endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2019110014

Tillaga 530. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 27. nóv. sl., um að heimila endurnýjun lóðarleigusamnings vegna fasteignar að Hafnarstræti 9, Flateyri.
Til máls tók: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Freyjugata 1. Umsókn um lóð við A-stíg - 2019110060

Tillaga frá 530. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 27. nóv. sl., um að Nostalgía ehf., fái lóð við A-götu 1 Suðureyri, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Til máls tók: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Austurvegur 13. Endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2019110017

Tillaga 530. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 27. nóv. sl., um að heimila endurnýjun lóðarleigusamnings vegna fasteignar að Austurvegi 13, Ísafirði.
Til máls tók: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Nefndarmenn 2018-2022 - 2018050091

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til við bæjarstjórn að gera eftirfarandi breytingar í bæjarráði:

Hafdís Gunnarsdóttir verði varamaður í bæjarráði og
Daníel Jakobsson taki hennar stað og verði formaður bæjarráðs.
Til máls tóku: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti, Gunnhildur B. Elíasdóttir og Arna Lára Jónsdóttir.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

7.Bæjarráð - 1084 - 1911017F

Fundargerð 1084. fundar bæjarráðs sem haldinn var 25. nóvember sl. Fundargerðin er í 9 liðum.
Til máls tók: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Bæjarráð - 1085 - 1911025F

Fundargerð 1085. fundar bæjarráðs sem haldinn var 2. desember sl. Fundargerðin er í 12 liðum.
Til máls tók: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Íþrótta- og tómstundanefnd - 201 - 1911012F

Fundargerð 201. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 20. nóvember sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tók: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 530 - 1911018F

Fundargerð 530. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 27. nóvember sl. Fundargerðin er í 13 liðum.
Til máls tók: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 91 - 1911021F

Fundargerð 91. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 26. nóvember sl. Fundargerðin er í 3 liðum.
Til máls tók: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?