Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
54. fundur 17. maí 2022 kl. 08:00 - 16:00 í fundarherbergi 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Kristján S Kristjánsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Kristján Svan Kristjánsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Vallargata 31 á Þingeyri. Umsókn um byggingarleyfi bílskúrs og sólskála - 2022030163

Lögð er fram umsókn Hugrúnar Þorsteinsdóttur f.h Ólafs Kristins Skúlasonar um byggingarleyfi vegna byggingar á bílskúr og sólskála.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá M11 arkitektum dags: 29.03.2022 ásamt skriflegu samþykki nágranna fyrir framkvæmdunum.
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.

2.Hafnarstræti 29 - Umsókn um byggingarleyfi vegna nemendagarða - 2021120081

Erindið var tekið fyrir á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 572 og var lagt til að erindið skyldi grenndarkynnt. Erindið var grenndarkynnt fyrir húseigendum að Grundarstíg 18, Grundarstíg 22, Grundarstíg 27A og Ránargötu 1. Tvær athugasemdir bárust.
Nú eru til viðbótar við áður framlögð gögn, lagðir fram uppfærðir aðaluppdrættir frá Yrki arkitektum dags: 22.03.2022
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.

3.Fjarðargata 45 - byggingarleyfi - 2022030127

Lögð er fram umsókn Kjartans Árnasonar f.h Anne Tison um byggingarheimild vegna viðbyggingar úr timbri ásamt niðurrifi á eldri viðbyggingu.
Málið var tekið fyrir á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 582 og var skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna erindið. Engar athugasemdir bárust.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Kjartani Árnasyni dags: 24.03.2022 ásamt gátlista aðaluppdrátta og skráningartöflu
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Byggingarheimild verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.
Óskað er eftir starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða vegna niðurrifs á eldri viðbyggingu.

4.Silfurtorg 2, umsókn um byggingarleyfi. Hótel Ísafjörður - 2020020040

Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 50 og var var veitt takmarkað byggingarleyfi vegna eftirfarandi verkhluta: Sökklar.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram uppfærðir séruppdrættir burðarþols og neysluvatns frá Tækniþjónustu Vestjarða ásamt gátlistum hönnuðar.
Samþykkt með fyrirvara um samræmingu hönnunargagna með vísan í gr. 4.1.2 byggingarreglugerðar 112/2012. Annars samræmist umsóknin ofangreindri reglugerð sem og lögum um mannvirki nr. 160/2010.
Óskað er eftir undirrituðum uppdráttum hönnuða.

5.Fífutunga 6 - Umsókn um byggingarleyfi - 2022030008

Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 52 var erindið tekið fyrir og byggingaráform samþykkt.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru lagðir fram séruppdrættir frárennslis ásamt burðarþolsuppdráttum sökkuls frá Eflu dags. 24.04.2022.
Beiðni um skráningu á byggingarstjóra ásamt iðnmeisturum.
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Veitt er takmarkað byggingarleyfi til að reisa sökkul og plötu skv. samþykktum séruppdráttum.

6.Daltunga 6 - Umsókn um byggingarleyfi - 2022040047

Erindi var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 53 og voru byggingaráform samþykkt.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram séruppdrættir burðarvirkis og lagna frá Verkís dags. 10.04.2022
Raflagnauppdrættir frá Fruma ehf. dags. 09.05.2022
Samþykkt umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 ásamt byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
Óskað er eftir undirrituðum uppdráttum hönnuða.

7.Brekkustígur 5 - Umsókn um byggingarleyfi - 2022050008

Lögð er fram umsókn Einars Ólafssonar f.h Elíasar Guðmundssonar um byggingarleyfi vegna byggingar á einbýlishúsi og bílskúr.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir Arkiteo ásamt gátlista dags: 28.04.2022
Erindi frestað með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa.

8.Hafnarstræti 2, Ísafirði. Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi - 2022050045

Lögð er fram tilkynning Raben ehf. um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi er snúa að breytingum innanhúss. Stigi skal fjarlægður úr rými ásamt því að útbúin er starfsmannaaðstaða.
Jafnframt eru lagðir fram uppdrættir frá Eflu dags: 06.04.2022
Samþykkt. Umsóknin samræmist byggingarreglugerð nr. 112/2012 gr. 2.3.6

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?