Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
53. fundur 12. apríl 2022 kl. 08:00 - 16:00 í fundarherbergi 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Hermann G Hermannsson Slökkvilið Ísafjarðarbæjar
  • Kristján S Kristjánsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Kristján Svan Kristjánsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Tangagata 24 - byggingarleyfi - 2022030129

Lögð er fram umsókn Hrafnhildar Hrannar Ólafsdóttur um byggingarheimild venga viðbyggingar og breyttri notkun á hluta húsnæðis.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Kjartani Árnasyni arkitekt ásamt gátlista og skráningartöflu.
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Byggingarheimild verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.

2.Aðalstræti 29, umsókn um byggingarleyfi - 2021010135

Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 50 málið tekið fyrir og því vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar. Á fundi þeirrar nefndar 553. var málið tekið fyrir og var skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna byggingaráform fyrir húseigendum Aðalstrætis 25,26,29 og 31
Engar athugasemdir bárust vegna grenndarkynningar.
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.

3.Grundarstígur 15, Flateyri. Viðbygging - 2021110001

Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 51 og var því frestað.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram uppfærðir aðaluppdrættir frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags. 16.03.2022 ásamt skráningartöflu
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.

4.Seljalandsvegur 44 - Tilkynning um framkvæmd - 2022040048

Lögð er fram tilkynning Jóhanns Birkis Helgasonar um framkvæmdir á ytra byrði húsnæðis er snúa að klæðningu, svölum og tröppum. Jafnframt eru lagðir fram útlitsuppdrættir og byggingarlýsing frá Verkís dags. 30.03.2022
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

5.Daltunga 6 - Umsókn um byggingarleyfi - 2022040047

Lögð er fram umsókn Ásmundar Ragnars Sveinssonar um byggingarleyfi vegna einbýlishúss.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Verkís dags. 03.04.2022 ásamt skráningartöflu og gátlista.
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.

6.Daltunga 8 - Umsókn um byggingarleyfi - 2022040049

Lögð er fram umsókn Emils Þórs Guðmundssonar f.h Ævars Valgeirssonar um byggingarleyfi vegna einbýlishúss.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Emil Þór Guðmundssyni dags. 19.09.2021 ásamt skráningartöflu.
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.

7.Hokinsdalur_Tjaldanes - Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna lagfæringar á ljósleiðarastreng - 2022040023

Lögð er fram umsókn Ingimars Ólafssonar f.h Mílu ehf. um framkvæmdarleyfi vegna jarðvinnu tengdri endurlagningu ljósleiðarastrengs er slitnaði í Arnarfirði.
Jafnframt er lagt fram samþykki þinglýstra landeigenda Hokinsdals og Tjaldaness fyrir framkvæmdunum.
Samþykkt. Umsóknin samræmist skipulagslögum nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdarleyfi nr. 772/2012

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?