Workplace leiðbeiningar fyrir starfsfólk
Starfsfólk Ísafjarðarbæjar notast við Workplace til að eiga í samskiptum hvert við annað. Workplace er ekki síst hugsað til að auðvelda samskipti milli starfstöðva auk þess sem þar má deila fréttum, viðburðum og öðrum tilkynningum og gerast meðlimur í hópum fyrir sérstök málefni eða starfsstöðvar.
Með því að nýta tæki og tól Workplace er hægt að efla samstarf, bæta verkferla í sameiginlegum verkefnum innan starfseininga Ísafjarðarbæjar og milli þeirra. Auk þess er hægt að draga úr magni hefðbundinna tölvupósta, símtala og funda.
Allt starfsfólk með @isafjordur.is netfang getur skráð sig á www.isafjordur.workplace.com. Starfsfólk sem ekki er með @isafjordur.is netfang getur sent línu á upplysingafulltrui@isafjordur.is til að fá aðgang.
Hér má finna kynningu sem var sett saman þegar Workplace var tekið í notkun.
Kynning á Workplace
Og hér eru skilmálar um notkun starfsfólks Ísafjarðarbæjar á samskiptamiðlinum.
Skilmálar um notkun Workplace