Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1332. fundur 07. júlí 2025 kl. 08:10 - 09:08 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Gylfi Ólafsson
  • Kristján Þór Kristjánsson varaformaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Jóhann Birkir Helgason
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Arndís Dögg Jónsdóttir skjalastjóri
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Arndís Dögg Jónsdóttir skjalastjóri
Dagskrá
Bryndís Ósk Jónsdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs situr fundinn í gegnum fjarfundabúnað.

1.Sólborg - endurnýjun lóðar 2025 - 2025050196

Lagt fram minnisblað Eyþórs Guðmundssonar, deildarstjóra á umhverfis- og eignasviði, dags. 26. júní 2025, vegna endurnýjunar lóðar við leikskólann Sólborg og niðurstöður útboðs. Bæjarráð samþykkti á 1328. fundi sínum, þann 2. júní 2025, að ráðast í verkið á grundvelli fyrirliggjandi hönnunar og kostnaðaráætlunar. Nú liggja fyrir niðurstöður útboðsins og er bæjarráði falið að taka afstöðu til þess hvort samþykkja skuli tilboð sem bárust eða hafna þeim, sbr. minnisblað.
Bæjarráð samþykkir að hafna báðum tilboðum og fresta framkvæmdum við leikskólalóð Sólborgar og felur bæjarstjóra að gera ráð fyrir framkvæmdum á fjárfestingaráætlun Ísafjarðarbæjar 2026, þannig að hægt verði að bjóða verkið út að nýju í upphafi árs 2026. Innkaupum á leiktækjum verður jafnframt frestað í samræmi við beiðni leikskólastjóra, sem hefur óskað eftir að nýta haustið til að rýna val á búnaði.

Breytingum á framkvæmdaáætlun er vísað til viðauka 14 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025.

Gestir

  • Eyþór Guðmundsson, deildarstjóri - mæting: 08:10

2.Nemendaþing 2025 - aparólur Þingeyri og Suðureyri - 2025070019

Lagt fram minnisblað Eyþórs Guðmundssonar, deildarstjóra á umhverfis- og eignasviði, dags. 3. júlí 2025, þar sem lagt er til við bæjarráð að samþykkja að setja upp aparólur á Þingeyri og Suðureyri og færa verkefnið inn á framkvæmdaáætlun 2025, í samræmi við viðauka nr. 14.
Bæjarráð samþykkir að setja upp aparólur á Þingeyri og á Suðureyri árið 2025, í samræmi við minnisblað.

Breytingum á framkvæmdaáætlun er vísað til viðauka 14 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025.

3.Hreystivöllur við Hlíf - 2020090088

Lagt fram minnisblað Eyþórs Guðmundssonar, deildarstjóra á umhverfis- og eignasviði, dags. 2. júlí 2025, vegna framkvæmda við uppsetningu á hreystitækjum á Ísafirði.



Óskað er heimildar bæjarráðs til að leita að verktaka og hefja undirbúning framkvæmda sem fyrst, með það að markmiði að nýta þau tæki sem þegar eru í eigu sveitarfélagsins og virkja svæðið til útivistar og hreyfingar fyrir íbúa. Lagt er til við bæjarráð að heimila uppsetningu á þeim hreystitækjum sem sveitarfélagið á nú þegar, sbr. og viðauka 14 með fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025.



Samhliða minnisblaði eru lögð fram hönnunargögn, útboðsgögn og kostnaðaráætlun frá Verkís frá árinu 2023, til þess að bæjarráð geti kynnt sér heildarsamhengi verkefnisins og gert sér grein fyrir þeim frágangi sem eftir stendur, utan þessa fyrsta áfanga.
Bæjarráð samþykkir að hafinn verði undirbúningur að framkvæmdum varðandi uppsetningu hreystitækja á Ísafirði, með það að markmiði að nýta þau tæki sem þegar eru í eigu sveitarfélagsins.

Breytingum á framkvæmdaáætlun er vísað til viðauka 14 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025.

4.Útsýnispallur við Brimnesveg, Flateyri. - 2016080025

Lagt fram minnisblað Eyþórs Guðmundssonar, deildarstjóra á umhverfis- og eignasviði, dags. 2. júlí 2025, vegna framkvæmda við útsýnispall við Brimnesveg á Flateyri. Framkvæmdin er hluti af verkefni sem hlotið hefur styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, og er viðaukinn lagður fram til að mæta mótframlagi Ísafjarðarbæjar samkvæmt skilyrðum styrkveitingarinnar. Verkefnið var ekki á framkvæmdaáætlun ársins 2025 og er því jafnframt lagt fram að samþykktur verði viðauki 14 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025.



Jafnframt er lagður fram samningur við Framkvæmdasjóð ferðamannastaða þar sem fram koma nánari forsendur styrksins og skuldbindingar sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir að framkvæmdir hefjist við útsýnispall við Brimnesveg á Flateyri, í samræmi við styrkforsendur og samning við Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.

Breytingum á framkvæmdaáætlun er vísað til viðauka 14 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025.

5.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025 - viðauki 14 - 2025020006

Lagður fram til samþykktar viðauki 14 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025, vegna tilfærslu á framkvæmdum Eignasjóðs, sbr. mál nr. 2025050196 - Sólborg endurnýjun lóðar, nr. 2025070019 - Aparólur Þingeyri og Suðureyri, nr. 2020090088 - Hreystivöllur við Hlíf og nr. 2016080025 - Útsýnispallur við Brimnesveg.



Áhrif viðaukans á rekstur Ísafjarðarbæjar er kr. 0.

Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma kr. 214.000.000.

Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma í kr. 986.000.000.
Bæjarráð samþykkir viðauka 14 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025, vegna tilfærslu á framkvæmdum Eignasjóðs, sbr. mál nr. 2025050196 - Sólborg endurnýjun lóðar, nr. 2025070019 - Aparólur Þingeyri og Suðureyri, nr. 2020090088 - Hreystivöllur við Hlíf og nr. 2016080025 - Útsýnispallur við Brimnesveg.

Áhrif viðaukans á rekstur Ísafjarðarbæjar er kr. 0.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma kr. 214.000.000.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma í kr. 986.000.000.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Eyþór yfirgaf fund kl. 08:26.

6.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025 - viðauki 13 - 2025020006

Lagður fram til samþykktar viðauki 13 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025, vegna aukningu á viðhaldi Skíðasvæðis, sbr. bókun á 1330. fundi bæjarráðs, þar sem bæjarstjóra var falið að undirbúa viðauka vegna endurbóta og viðhalds á skíðasvæði og leggja fram á fundi bæjarráðs.



Áhrif viðaukans á rekstur Ísafjarðarbæjar er aukinn kostnaður um kr. 9.000.000.

Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 9.000.000,- eða lækkuð afkoma í kr. 214.000.000.

Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 9.000.000,- eða lækkuð afkoma í kr. 986.000.000.
Bæjarráð samþykkir viðauka 13 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025, vegna aukningu á viðhaldi Skíðasvæðis, sbr. bókun á 1330. fundi bæjarráðs, þar sem bæjarstjóra var falið að undirbúa viðauka vegna endurbóta og viðhalds á skíðasvæði og leggja fram á fundi bæjarráðs.

Áhrif viðaukans á rekstur Ísafjarðarbæjar er aukinn kostnaður um kr. 9.000.000.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 9.000.000,- eða lækkuð afkoma í kr. 214.000.000.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 9.000.000,- eða lækkuð afkoma í kr. 986.000.000.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

7.Hjúkrunarheimilið Eyri - afnotasamningur við HVEST - 2025070024

Lögð fram drög að nýjum afnotasamningi Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á húsnæði hjúkrunarheimilisins Eyrar á Ísafirði, en fyrri samningur rann út 31. desember 2016.



Jafnframt lagt fram vinnuskjal Árna Árnasonar, lögmanns sveitarfélagsins og Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 4. júlí 2025, varðandi samninginn, en þar koma fram þær breytingar sem fjármála- og heilbrigðisráðuneytin hafa óskað eftir að gerðar verði á fyrri drögum að afnotasamningi frá janúar 2025, hvað varðar viðhaldsþáttinn.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið frekar og leggja aftur fyrir bæjarráð til samþykktar.

8.Rekstrarleyfi, tækifærisleyfi og aðrar leyfisveitingar 2025 - Bubbly breyting - 2025010152

Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsett 19. júní 2025, vegna umsóknar Odds Andra Thomassonar, f.h. Vaikee ehf., um breytingu á gildandi rekstrarleyfi veitingastaðarins Bubbly að Austurvegi 1 á Ísafirði, en óskað er eftir útiveitingaleyfi.



Meðfylgjandi er jákvæð umsögn Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar, dags. 20. júní 2025, og skipulagsfulltrúa, dags. 3. júlí 2025.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við samþykkt breytinga á rekstrarleyfi Vaikee ehf. í samræmi við gögn málsins.

9.Rekstrarleyfi, tækifærisleyfi og aðrar leyfisveitingar 2025 - Dýrafjarðardagar - 2025010152

Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsett 1. júlí 2025, vegna umsóknar Dýrafjarðardaga félagasamtaka, um tækifærisleyfi til áfengisveitinga í félagsheimilinu á Þingeyri vegna dansleiks 12. júlí 2025.



Jafnframt lögð fram jákvæð umsögn Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar, þar sem fallist er á að veitt verði leyfi fyrir 150 manns.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis til handa Dýrafjarðardögum félagasamtökum, vegna tækifærisleyfis til áfengisveitinga í félagsheimilinu á Þingeyri vegna dansleiks.

10.Skráning lögheimilis í frístundabyggð - vinnustofa - 2025070003

Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 1. júlí 2025 þar sem boðið er á vinnustofu um skráningu lögheimilis í frístundabyggð.
Lagt fram til kynningar.

11.Forsendur fjárhagsáætlana 2026-2029 - Sambandið - 2025070025

Lagt fram til kynningar minnisblað frá Þórdísi Sveinsdóttur, sviðsstjóra þróunarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 4. júlí 2025, þar sem farið er yfir forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2026-2029.
Lagt fram til kynningar.

12.Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - fundargerðir og ýmis erindi 2025 - 2025040016

Lögð fram til kynningar eru fundargerð 90. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem haldinn var 19. júní 2025.
Lagt fram til kynningar.

13.Hjallavegur 1, Suðureyri. Umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings - 2025050170

Tillaga frá 654. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 1. júlí 2025, um að bæjarstjórn samþykki endurnýjun lóðarleigusamnings við Hjallaveg 1 á Suðureyri í samræmi við mæliblað tæknideildar.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar um endurnýjun lóðarleigusamnings við Hjallaveg 1 á Suðureyri í samræmi við mæliblað tæknideildar.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

14.Norðurvegur 2, Ísafirði. Umsókn um stækkun lóðar - 2025040094

Tillaga frá 654. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 1. júlí 2025, um að bæjarstjórn samþykki að heimila stækkun lóðar við Norðurveg 2 á Ísafirði í samræmi við mæliblað tæknideildar.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar um að heimila stækkun lóðar við Norðurveg 2 á Ísafirði í samræmi við mæliblað tæknideildar.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

15.Stekkjargata 4 - Umsókn um stækkun lóðar - 2018040061

Tillaga frá 654. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 1. júlí 2025, um að bæjarstjórn samþykki stækkun á lóð við Stekkjargötu 4 í Hnífsdal í samræmi við mæliblað tæknideildar dags. 16. júní 2025.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar um að heimila stækkun á lóð við Stekkjargötu 4 í Hnífsdal í samræmi við mæliblað tæknideildar dags. 16. júní 2025.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

16.Réttarholt í Engidal, Skutulsfirði. Stækkun og uppbygging kirkjugarðs - 2024030031

Tillaga frá 654. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 1. júlí 2025, um að bæjarstjórn samþykki breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna Réttarholtskirkjugarðs í Engidal, Skutulsfirði, greinargerð með uppdrætti, unnin af Verkís ehf. dags. 7. mars 2025.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar um breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna Réttarholtskirkjugarðs í Engidal, Skutulsfirði, greinargerð með uppdrætti, unnin af Verkís ehf. dags. 7. mars 2025.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

17.Smiðjugata 11a, Ísafirði. Lóðarmörk og innkeyrsla - 2025060098

Tillaga frá 654. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 1. júlí 2025, um að bæjarstjórn samþykki að heimila afnot af lóð við Smiðjugötu 11a vegna innkeyrslu að bílskúr í samræmi við mæliblað tæknideildar, svæði í tímabundið fóstur. Tæknideild er falið að finna lóðarmörk eigna á svæðinu.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar um að heimila afnot af lóð við Smiðjugötu 11a vegna innkeyrslu að bílskúr í samræmi við mæliblað tæknideildar, svæði í tímabundið fóstur. Tæknideild er falið að finna lóðarmörk eigna á svæðinu.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

18.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 654 - 2506024F

Lögð fram til kynningar fundargerð 654. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 1. júlí 2025.



Fundargerðin er í 20 liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 654 Í niðurstöðum valkostagreininga sem unnin var af Verkís ehf. fyrir Ísafjarðarbæ vegna miðbæjar Ísafjarðar, kemur fram að tiltækt byggingarland í Skutulsfirði skv. aðalskipulag, með þéttingu, eru rúmlega 300 íbúðarlóðir.

    Samkvæmt mannfjöldaspá húsnæðisáætlunar Ísafjarðarbæjar, miðspá, má gera ráð fyrir íbúðaþörf næstu 20 ára verði um 450 nýjar íbúðir í öllu sveitarfélaginu. Til viðbótar við gildandi aðalskipulag eru möguleikar á framtíðarbyggingarlandi á Hauganesi og í Tunguhverfi, án mikils tilkostnaðar.

    Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að horft verði á tillögu A í breytingu á aðalskipulagi varðandi þéttingu byggðar, að lega og framlenging á Pollgötu verði eins og sýnt er í valkosti B til að bæta umferðarstýringu frá Suðurtanga. Litið verði til möguleika á bryggjuhverfi við höfnina og uppfyllingu frá Edinborgarhúsi að Stjórnsýsluhúsi með möguleika á bryggju og göngutengingu við Silfurtorg.

    Skipulags- og mannvirkjanefnd telur ekki þörf á íbúðabyggð á landfyllingu á þessu svæði, heldur að litið verði til Pollgötuskýrslunnar, þar sem aðgengi íbúa að Pollinum verði bætt.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 654 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna Réttarholtskirkjugarðs í Engidal, Skutulsfirði, greinargerð með uppdrætti, unnin af Verkís ehf. dags. 7. mars 2025.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 654 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stækkun á lóð við Stekkjargötu 4 í Hnífsdal í samræmi við mæliblað tæknideildar dags. 16. júní 2025.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 654 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stækkun lóðar við Norðurveg 2 á Ísafirði í samræmi við mæliblað tæknideildar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 654 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja endurnýjun lóðarleigusamnings við Hjallaveg 1 á Suðureyri í samræmi við mæliblað tæknideildar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 654 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila afnot af lóð við Smiðjugötu 11a vegna innkeyrslu að bílskúr í samræmi við mæliblað tæknideildar, svæði í tímabundið fóstur. Tæknideild er falið að finna lóðarmörk eigna á svæðinu.

19.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 158 - 2506020F

Lögð fram til kynningar fundargerð 158. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 2. júlí 2025.



Fundargerðin er í 10 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:08.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?