Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
654. fundur 01. júlí 2025 kl. 13:30 - 15:07 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ólafsson varaformaður
  • Anton Helgi Guðjónsson aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Gauti Geirsson varamaður
    Aðalmaður: Jóhann Bæring Gunnarsson
Starfsmenn
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
  • Erla Margrét Gunnarsdóttir Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Miðbær Ísafjarðar. Deiliskipulag - 2023050086

Lagðar fram niðurstöður valkostagreiningar á skipulagi miðbæjar Ísafjarðar, unnið af Verkís ehf., dags. 22. maí 2025. Jafnframt eru lagðir fram minnispunktar af fundi bæjarstjórnar með ráðgjöfum hjá Verkís. Jafnframt er lögð fram Pollnefndarskýrsla, dags. apríl 2013.
Í niðurstöðum valkostagreininga sem unnin var af Verkís ehf. fyrir Ísafjarðarbæ vegna miðbæjar Ísafjarðar, kemur fram að tiltækt byggingarland í Skutulsfirði skv. aðalskipulag, með þéttingu, eru rúmlega 300 íbúðarlóðir.

Samkvæmt mannfjöldaspá húsnæðisáætlunar Ísafjarðarbæjar, miðspá, má gera ráð fyrir íbúðaþörf næstu 20 ára verði um 450 nýjar íbúðir í öllu sveitarfélaginu. Til viðbótar við gildandi aðalskipulag eru möguleikar á framtíðarbyggingarlandi á Hauganesi og í Tunguhverfi, án mikils tilkostnaðar.

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að horft verði á tillögu A í breytingu á aðalskipulagi varðandi þéttingu byggðar, að lega og framlenging á Pollgötu verði eins og sýnt er í valkosti B til að bæta umferðarstýringu frá Suðurtanga. Litið verði til möguleika á bryggjuhverfi við höfnina og uppfyllingu frá Edinborgarhúsi að Stjórnsýsluhúsi með möguleika á bryggju og göngutengingu við Silfurtorg.

Skipulags- og mannvirkjanefnd telur ekki þörf á íbúðabyggð á landfyllingu á þessu svæði, heldur að litið verði til Pollgötuskýrslunnar, þar sem aðgengi íbúa að Pollinum verði bætt.

2.Umsókn um skipulag við Héraðskólann á Núpi - 2024120077

Lagt fram erindi Silju Traustadóttur hjá EFLU f.h. landeigenda, með ósk um heimild til breytingar á skipulagi landeigna við Núp í Dýrafirði, L140979, áður skólabyggingar og lóðir Héraðsskólans, dags. 10. desember 2024. Óskað er eftir heimild til þess að fjölga íbúðum á skika ofan vegar í skólabyggingunum. Heimilt verði að skipta núverandi húsnæði upp í fleiri íbúðir og samtals verði heimilt að hafa allt að 30 íbúðir á landskikanum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd er jákvæð fyrir erindinu en sviðsstjóra er falið að taka saman minnisblað með kostnaðargreiningu sem lagt verður fyrir á næsta fundi nefndar.

3.Svæðisskipulag vestfirskra sveitarfélaga - 2022110080

Lögð fram til kynningar tilkynning úr Skipulagsgátt, dags. 6. júní 2025 vegna vinnslutillögu Svæðisskipulags Vestfjarða, 603. mál 2024.

Svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða samþykkti á fundi þann 26. maí 2025 vinnslutillögu Svæðisskipulags Vestfjarða 2026-2050 til kynningar.



Með vinnslutillögu er svæðisskipulagsnefndin að leggja fram tillögu um hvernig endanleg svæðisskipulagstillaga geti litið út á næsta ári, varðandi framtíðarsýn og sameiginlega stefnu sveitarfélaga á Vestfjörðum til ársins 2050 og óska eftir umsögnum um tillöguna á vinnslustigi. Einnig eru kynnt drög að fylgiriti tillögunnar, stöðumati, sem tekur saman helstu skipulagsforsendur, gögn og greiningar sem varða viðfangsefni svæðisskipulagsins.



Tillagan verður opin til umsagnar í Skipulagsgátt frá 6. júní til og með 19. ágúst 2025.
Lagt fram til kynningar.

4.Kvíslatunguvirkjun, Strandabyggð. Nýtt deiliskipulag - 2024090097

Lögð fram tilkynning úr skipulagsgátt, mál nr. 1134/2024, niðurstaða kynningarferils ásamt viðbrögðum við athugasemdum við tillögu að nýju deiliskipulagi Kíslatunguvirkjunar í Selárdal, Strandabyggð, dags. 23. júní 2025.
Lagt fram til kynningar.

5.Réttarholt í Engidal, Skutulsfirði. Stækkun og uppbygging kirkjugarðs - 2024030031

Lögð fram tillaga að breytingum á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna Réttarholtskirkjugarðs í Engidal, Skutulsfirði, greinargerð með uppdrætti, unnin af Verkís ehf. dags. 7. mars 2025.



Tillagan var auglýst frá og með 6. maí 2025 til og með 19. júní 2025. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Héraðslækni -Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Kirkjugarðaráði, Vegagerðinni og Veðurstofu Íslands. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna Réttarholtskirkjugarðs í Engidal, Skutulsfirði, greinargerð með uppdrætti, unnin af Verkís ehf. dags. 7. mars 2025.
Gauti Geirsson yfirgaf fund kl.14:23.

6.Sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi - Háafell - 2024020088

Lögð fram umsagnarbeiðni úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, dags. 13. júní 2025 (mál nr. 0166/2024), kynning umhverfismatsskýrslu, vegna áforma Háafells ehf. um aukinn hámarkslífmassa og breytinga á eldissvæðum Háafells í Ísafjarðardjúpi.



Háafell áformar frekari uppbyggingu sjókvíaeldis á laxi og regnbogasilungi í Ísafjarðardjúpi með því að auka hámarks lífmassa um 4.500 tonn, fækka eldissvæðum og stækka og breyta eldissvæðunum Ytra-Kofradýpi og Bæjahlíð. Hámarkslífmassi eldisins verður þá allt að 11.300 tonn á hverjum tíma. Í umhverfismatinu er lagt mat á áhrif breytinga á framkvæmdinni á vatnshlot, loftslag, nytjastofna sjávar, laxfiska, fugla, sjávarspendýr, ásýnd, áhrif á aðra atvinnustarfsemi og samfélag. Jafnframt er farið yfir umhverfisáhættu Háafells sem stafar af umhverfi, lífverum, skipulagi, regluverki og starfsemi annarra sjókvíaeldisfyrirtækja.



Frestur til athugasemda er til 24. júlí 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur sviðsstjóra að taka saman minnisblað og leggja fyrir á næsta fund nefndar.
Gauti Geirsson mætir aftur á fund kl.14:25.

7.Breytinga á deiliskipulagi inn af Langeyri í Álftafirði, hafnar- og iðnaðarsvæði - 2025060096

Lögð fram tilkynning úr Skipulagsgátt mál nr. 794/2025, umsagnarbeiðni Súðavíkurhrepps vegna breytinga á deiliskipulagi hafnar- og iðnaðarsvæðis inn af Langeyri í Álftafirði skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.



Breytingin er gerð vegna breyttrar lögunar landfyllingar og staðsetningar viðlegukants, auk endurbóta á hönnun mannvirkja á lóð 1. Áfram er gert ráð fyrir kalkþörungaverksmiðju innan lóðar nr. 1, þar sem vinna á allt að 120.000 m³ af kalkþörungaseti á ári úr Ísafjarðardjúpi. Framkvæmdin felur í sér viðlegukant, hráefnis- og setlón, grófgeymslusvæði, aðkomuveg og byggingu verksmiðju og skrifstofuhúsnæðis á landfyllingu innan Langeyrar. Einnig er gert ráð fyrir viðlegukanti og viðlegustað utan hráefnis- og setlón.



Umsagnarfrestur til og með 27. júlí 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða deiliskipulagsbreytingu.

8.Aðalskipulag Strandabyggðar 2021-2033 - 2024060005

Lögð fram tilkynning úr Skipulagsgátt, mál nr. 675/2024, vegna Aðalskipulags Strandabyggðar 2024-2036, dags. 12. júní 2025. Úrvinnslu er lokið að afstöðnu kynningarferli og liggja viðbrögð við athugasemdum og umsögnum nú fyrir. Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti Aðalskipulag Strandabyggðar 2024-2036 á fundi sínum 13. maí 2025.
Lagt fram til kynningar.

9.Skipulag skógræktar - leiðbeiningar um val á landi til skógræktar - 2025060094

Lagt fram erindi frá Sveini Runólfssyni hjá Vinum íslenskrar náttúru, dags. 4. júní 2025 með leiðbeiningum til sveitarstjórna sem fara með skipulagsvald vegna veitingu framkvæmdaleyfa til skógræktar ásamt ábendingum um það að ræktun skóga gerbreytir ásýnd lands og þeim vistkerfum sem fyrir eru.
Lagt fram til kynningar.

10.Ályktun um skipulagsmál skógræktar - 2025060174

Lögð fram ályktun frá aðalfundi Félags skógarbænda á Vestfjörðum þann sem var haldinn 14. júní 2025, þar sem félagið leggur áherslu á nauðsyn þess að sveitarfélög þrengi ekki að skógrækt með hertum reglum um stærðarmörk og með því að herða reglur um skipulag skógræktar í skipulagi sveitarfélaganna.
Lagt fram til kynningar.

11.Stekkjargata 4 - Umsókn um stækkun lóðar - 2018040061

Lagður fram tölvupóstur frá eiganda fasteignar við Stekkjargötu 4 í Hnífsdal, dags. 10. júní 2025 með ósk um stækkun lóðar. Jafnframt er lagt fram mæliblað tæknideildar, dags. 16. júní 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stækkun á lóð við Stekkjargötu 4 í Hnífsdal í samræmi við mæliblað tæknideildar dags. 16. júní 2025.

12.Norðurvegur 2, Ísafirði. Umsókn um stækkun lóðar - 2025040094

Lögð fram umsókn um stækkun lóðar frá eiganda að Norðurvegi 2 á Ísafirði, dags. 9. apríl 2025, ásamt afstöðumynd.

Jafnframt er lagt fram mæliblað tæknideildar, dags. 9. apríl 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stækkun lóðar við Norðurveg 2 á Ísafirði í samræmi við mæliblað tæknideildar.

13.Hjallavegur 1, Suðureyri. Umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings - 2025050170

Lögð fram umsókn frá þinglýstum eiganda að Hjallavegi 1 á Suðureyri, dags. 22. maí 2025 um endurnýjun á lóðarleigusamningi. Jafnframt lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 16. júní 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja endurnýjun lóðarleigusamnings við Hjallaveg 1 á Suðureyri í samræmi við mæliblað tæknideildar.

14.Smiðjugata 11a, Ísafirði. Lóðarmörk og innkeyrsla - 2025060098

Lagður fram tölvupóstur frá eiganda fasteignar við Smiðjugötu 11a á Ísafirði, dags. 2. júní 2025 varðandi lóðarmörk og innkeyrslu að bílskúr aftast á lóð. Jafnframt er lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 16. júní 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila afnot af lóð við Smiðjugötu 11a vegna innkeyrslu að bílskúr í samræmi við mæliblað tæknideildar, svæði í tímabundið fóstur. Tæknideild er falið að finna lóðarmörk eigna á svæðinu.

15.Hafnarstræti 1, Ísafirði. Tímabundin afnot af bílastæðum - 2025060114

Lagður fram tölvupóstur dags. 11. júní 2025 frá Helga Jenssyni, lögreglustjóranum á Vestfjörðum með ósk um tímabundin afnot fimm bílastæða við Hafnarstræti 1 á Ísafirði vegna framkvæmda innanhúss í Stjórnsýsluhúsinu, til að stytta útkallstíma lögreglunnar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir ekki tímabundin afnot Lögreglunnar á Vestfjörðum á fimm bílastæðum við Hafnarstræti 1 á Ísafirði til að stytta útkallstíma.
Götulokun fyrir gangandi vegfarendur og forgangsakstur fer illa saman.

Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa að finna betri lausn að tímabundnum stæðum með umsækjanda.

16.Afnot af gangstéttum Ísafjarðar undir litaleið Litlu netagerðarinnar - 2025060128

Lagður fram tölvupóstur frá Guðrúnu Birgisdóttur hjá Litlu netagerðinni, dags. 23. júní 2025, með beiðni um afnot af gangstéttum og götum á Ísafirði undir götumálningu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar afnot af almannarýmum Ísafjarðar vegna götumálningar, sumarið 2025 vegna innsetningar Litlu netagerðarinnar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd minnir þó á að leyfi fyrir framkvæmdum þarf að liggja fyrir áður en framkvæmdir hefjast.

17.Brekkugata 7, Þingeyri. Grenndarkynning - 2025050001

Á 651. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var samþykkt að grenndarkynna áform við Brekkugötu 7 á Þingeyri fyrir eigendum fasteigna við Brekkugötu 5, 6 og 8, ásamt Fjarðargötu 10a, skv.2. mgr. 44.gr. skipulagslaga. Frestur til athugasemda var frá 5. maí 2025 til og með 5. júní 2025. Skriflegt samþykki bárust frá eigendum við Brekkugötu 5 og 6 og Fjarðargötu 10a. Engar athugasemdir bárust frá eigendum Brekkugötu 8.
Byggingarfulltrúa er falið að vinna málið áfram.

18.Umsókn um stöðuleyfi - 2025030135

Á 649. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar þann 27. mars 2025 var fjallað um erindi Erlu Sighvatsdóttur um stöðuleyfi geymslugáms inni á víkingasvæðinu á Þingeyrarodda. Nefndin óskaði eftir umsögn hverfisráðs og Blábankans á Þingeyri. Nú er lögð fram umsögn hverfisráðs/Blábanka, dags. 24. apríl 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur undir umsögn hverfisráðs um að "gámurinn og frágangur hans verði ekki stórt lýti á svæðinu þessa 12 mánuði og fái varanlegt útlit í stíl við Víkingabyggingarnar á svæðinu eins fljótt og unnt er".

Byggingarfulltrúa er falið að vinna málið áfram.

19.Leiðbeiningar við 9. hluta byggingarreglugerðar - 2025060122

Lagður fram til kynningar, tölvupóstur frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, dags. 19. júní 2025 þar sem vakin er athygli á opnu umsagnarferli, drög að leiðbeiningum við 9. hluta byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

Athugasemdafrestur er til og með 17. júlí 2025.
Lagt fram til kynningar.

20.Eyrarkláfur á Ísafirði. Skipulags- og matslýsing - 2025010156

Vinnslutillögugögn á skipulagi vegna fyrirhugaðs Eyrarkláfs, unnið af EFLU dags. 19. júní 2025, kynnt fyrir Skipulags- og mannvirkjanefnd.
Frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 15:07.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?