Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Reglur Ísafjarðarbæjar um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa - 2025070039
Lagðar fram reglur Ísafjarðarbæjar um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa, ásamt minnisblaði Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 9. júlí 2025, en óskað er eftir afstöðu til reglnanna og hlutfalls þóknunar til frekari vinnslu málsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að uppfæra reglurnar með hliðsjón af umræðum á fundinum og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.
2.Erindisbréf yfirkjörstjórnar og undirkjörstjórna 2025 - 2025070040
Lagt fram til samþykkar erindisbréf yfirkjörstjórnar og undirkjörstjórna Ísafjarðarbæjar, ásamt minnisblaði Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 10. júlí 2025, vegna málsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að uppfæra erindisbréf með hliðsjón af umræðum á fundinum og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.
3.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - lög um almannavarnir - 2025010004
Lagt fram til kynningar erindi frá samráðsgátt stjórnvalda, dags. 8. júlí 2025, þar sem Dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 114/2025, "Frumvarp til laga um almannavarnir". Umsagnarfrestur er til og með 8. ágúst 2025.
Jafnframt lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 11. júlí 2025, vegna málsins.
Jafnframt lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 11. júlí 2025, vegna málsins.
Bæjarráð bókaði eftirfarandi samhljóða:
"Í lögunum er kveðið á um að lögregluumdæmi séu að öðru jöfnu einnig umdæmi almannavarnanefnda. Bæjarráð telur að í tilviki Vestfjarða geti það verið áhugaverð nálgun og þurfi ekki endilega að ganga gegn grenndarreglunni sem kynnt er til sögunnar í 2. gr. frumvarpsins, enda komi aðrir kostir á móti eins og skilvirkni og aukin sérhæfing. Í þessu samhengi má búast við því að eðlilegt sé að skoða mörk heilbrigðisumdæma til samræmis."
"Í lögunum er kveðið á um að lögregluumdæmi séu að öðru jöfnu einnig umdæmi almannavarnanefnda. Bæjarráð telur að í tilviki Vestfjarða geti það verið áhugaverð nálgun og þurfi ekki endilega að ganga gegn grenndarreglunni sem kynnt er til sögunnar í 2. gr. frumvarpsins, enda komi aðrir kostir á móti eins og skilvirkni og aukin sérhæfing. Í þessu samhengi má búast við því að eðlilegt sé að skoða mörk heilbrigðisumdæma til samræmis."
4.Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - fundargerðir og ýmis erindi 2025 - 2025040016
Lögð fram til kynningar yfirlýsing stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga dags. 7. júlí 2025 vegna frumvarps um hækkun veiðigjalda.
Lagt fram til kynningar.
5.Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum - fundargerðir og fleira 2025 - 2025010311
Lögð fram til kynningar fundargerð 82. stjórnarfundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, en fundur var haldinn 2. júlí 2025.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:20.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?