Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
85. fundur 30. júní 2025 kl. 08:00 - 16:00 í fundarsal á 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján S Kristjánsson byggingarfulltrúi
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Hermann G Hermannsson Slökkvilið Ísafjarðarbæjar
Fundargerð ritaði: Kristján Svan Kristjánsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Seljalandsvegur 2 L138544; umsókn um byggingarleyfi - Flokkur 2 - 2025060062

Lögð er fram umsókn Samúels Orra Stefánssonar um byggingarheimild vegna viðbyggingar við Seljalandsveg 2.

Jafnframt er lagður fram aðaluppdráttur frá Eflu ásamt skráningu byggingarstjóra
Byggingarheimild veitt. Byggingarheimild veitt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Séruppdrættir skulu skilast til leyfisveitanda fyrir lokaúttekt.

2.Æðartangi 9 - Umfangsflokkur 2 - 2025060060

Lögð er fram umsókn Shruthi Basappa um byggingarleyfi f.h Vestfirskra Verktaka á geymslu/iðnaðarhúsnæði að Æðartanga 9.

Jafnframt er lagður fram aðaluppdráttur frá Seistudio
Byggingaráform samþykkt með fyrirvara um uppfærða aðaluppdrætti hönnuðar sem og skráningartöflu.
Að öðru leiti samræmist umsóknin lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

3.Dagverðardalur 28 - Umsókn um byggingarleyfi - 2025060165

Lögð er fram umsókn Hugrúnar Þorsteinsdóttur f.h Fjallasýn ehf. um byggingarleyfi. Sótt er um að byggja frístundahús til útleigu.

Jafnframt er lagður fram aðaluppdráttur frá M11 arkitektum.
Byggingaráform samþykkt með fyrirvara um stofnun lóðar og að lóðarblöð séu í samræmi við afstöðumynd.
Að öðru leiti samræmist umsóknin lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

4.Dagverðardalur lóð 20 - Umsókn um byggingarleyfi - 2025060163

Lögð er fram umsókn Hugrúnar Þorsteinsdóttur f.h Fjallasýn ehf. um byggingarleyfi. Sótt er um að byggja frístundahús til útleigu.

Jafnframt er lagður fram aðaluppdráttur frá M11 arkitektum.
Byggingaráform samþykkt með fyrirvara um stofnun lóðar og að lóðarblöð séu í samræmi við afstöðumynd.
Að öðru leiti samræmist umsóknin lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

5.Dagverðardalur 13 - Umsókn um byggingarleyfi - 2025060164

Lögð er fram umsókn Hugrúnar Þorsteinsdóttur f.h Fjallasýn ehf. um byggingarleyfi. Sótt er um að byggja frístundahús til útleigu.

Jafnframt er lagður fram aðaluppdráttur frá M11 arkitektum.
Byggingaráform samþykkt með fyrirvara um stofnun lóðar og að lóðarblöð séu í samræmi við afstöðumynd. Eins er fyrirvari á því að aðaluppdrættir skilist lagfærðir m.v í skoðunarskýrslu.
Að öðru leiti samræmist umsóknin lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

6.Selakirkjuból 1 141048 - Umsókn um byggingarheimild - 2025060172

Lögð er fram umsókn Hallgríms Inga Jónssonar f.h Fjallaból ehf. um byggingarheimild. Sótt er um að byggja vélageymslu á landi Selakirkjubóls.

Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Stoð ehf.
Byggingarheimild veitt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Séruppdrættir skulu skilast til leyfisveitanda fyrir lokaúttekt.

7.Hafnarstræti 1 - Umfangsflokkur 3 - 2025060059

Lögð er fram umsókn Jóns Hrafns Hlöðverssonar f.h Framkvæmdarsýslunni - Ríkiseignum vegna breytinga innra rými lögreglustöðvarinnar ásamt því að bæta við nýju anddyri.

Jafnframt er lagður fram aðaluppdráttur frá Mansard teiknistofu.
Erindi frestað með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa.

8.Túngata 19 - Umfangsflokkur 1 - 2025040130

Lögð er fram umsókn Shruthi Basappa um byggingarleyfi f.h Dóra Hlín Gísladóttur. Sótt er um leyfi til þess að bæta við tveimur gluggum á norðurhlið hússins.
Erindi samþykkt með fyrirvara á að staðfestingu burðarþolshönnuðar á því að aðgerðin rýri ekki burð útveggjarins.

9.Vallargata 1A - Umfangsflokkur 2 - 2025050120

Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 84 og var málinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar vegna notkunar á bílastæðum í landi sveitarfélagsins. Á fundi nefndarinnar nr. 653 var tekið jákvætt í erindið og starfsmanni nefndarinnar falið að útbúa samkomulag við lóðarhafa.

Lagður er nú fram uppfærður aðaluppdráttur frá Tripoli arkitektum.
Erindi samþykkt Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 byggingarreglugerðar verður uppfyllt.

10.Suðurtangi, Ísafirði Umsókn um stöðuleyfi gáms undir kayaka - 2025060035

Lögð er fram umsókn Guðna Páls Viktorssonar um stöðuleyfi f.h Sea Kayak Iceland ehf.

Jafnframt eru lögð fram gögn er sýna fram á staðsetningu gáms.
Þar sem umræddur gámur er staðsettur í bæjarlandi Ísafjarðarbæjar er málinu vísað til skipulags-og mannvirkjanefndar til umfjöllunar.

11.Geymslugámur við Æðartanga. Umsókn um stöðuleyfi - 2025060153

Lögð er fram umsókn GSF. verktaka um stöðuleyfi fyrir gám við lóð Æðartanga 12. Engin fylgigögn fylgja umsókn.
Erindi frestað. Umsækjanda er bent á að skila inn fylgiskjölum sem vísað er til á umsóknareyðublaði.

12.Söluaðstöðugámur, Mávagarði á Ísafirði. Umsókn um stöðuleyfi - 2025050145

Erindið var tekið fyrir á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 653 og var tekið jákvætt í veitingu stöðuleyfis.
Erindi samþykkt. Stöðuleyfi veitt til 12 mánaða.

13.Þingeyrarhöfn. Umsókn um stöðuleyfi - 2025060139

Lögð er fram umsókn Tómasar Rúnars Sölvasonar um stöðuleyfi f.h Arctic Protain ehf. Sótt er um stöðuleyfi fyrir meltutank á Þingeyrarhöfn sem ætlaður er til móttöku á dauðum laxi úr sjókvíum fyrirtækisins.

Jafnframt er lögð fram loftmynd af staðsetningu ásamt ljósmynd af tankinum.

Erindi hafnað. Ekki er um stöðuleyfisskylt mál að ræða m.v í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Ekki er veitt frekari heimild til að hafa tankinn á þeim stað sem hann er nú.
Ef vilji þess er óskað að hafa tankinn enn í sveitarfélaginu er umsækjanda er bent á að óska eftir varanlegri lausn er kemur að staðsetningu tanksins. Staðsetning skal ákvörðuð í samvinnu við skipulagsfulltrúa, hverfisráð Ísafjarðarbæjar á Þingeyri og hafnarstjóra.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?