Veglegar gjafir frá útskriftarárgangi GÍ
03.07.2025
Grunnskólar

Árgangur 2009 við útskriftina úr GÍ.
Nýútskrifaðir 10. bekkingar við Grunnskólann á Ísafirði afhentu skólanum veglegar gjafir nú á dögunum. Meðal annars fimm sófa fyrir næstu kynslóðir unglinga til að hanga í, spil og útileikföng fyrir yngri árgangana. Gjafirnar eru keyptar fyrir fjármuni sem voru afgangs úr útskriftarsjóði árgangsins. Hluti sjóðsins rann einnig í útskriftarsjóð nemenda sem eru að byrja í 10. bekk í haust.
2009 árgangurinn vill koma á framfæri þakklæti til starfsfólks Grunnskólans á Ísafirði fyrir samveruna síðustu 10 ár og bæjarbúa sem tóku þeim vel í öllum fjáröflunum, eins og pizzadeigssölu og jólatorgsmarkaði.
Hluti af gjöfunum á leiðinni í hús.