Þjónustustefna Ísafjarðarbæjar: Kynning og íbúafundir

Ísafjarðarbær vinnur að gerð þjónustustefnu um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærsta byggðarkjarna sveitarfélagsins, í samræmi við sveitarstjórnarlög.
Stefnan verður mótuð og samþykkt samhliða fjárhagsáætlun fyrir komandi ár og næstu þrjú ár þar á eftir.
Drög að stefnunni hafa verið útbúin og næsta skref er kynning fyrir íbúa, þar sem þeim gefst kostur á að koma með athugasemdir við stefnuna.
Íbúafundir verða haldnir á Þingeyri, Suðureyri og Flateyri:
26. maí: Félagsheimilið á Þingeyri, kl. 17:30-19:00.
27. maí: Félagsheimilið á Suðureyri, kl. 17:30-19:00.
28. maí: Félagsheimilið á Flateyri, kl. 17:30-19:00.
Fundarstjóri er Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu.
Einnig er hægt að senda inn athugasemdir við stefnuna rafrænt í gegnum vefinn Betra Ísland.
Mikilvægt er að kynna sér stefnuna vel áður en athugasemdir eru sendar inn.