Skötuveisla björgunarsveitarinnar Bjargar
23. desember kl. 18:00
Viðburðir á norðanverðum Vestfjörðum
Fisherman, Suðureyri
Hin árlega skötuveisla björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri verður þann 23. des. klukkan 18:00 á kaffihúsinu hjá Fisherman. Hleypum jólunum þar inn með tilheyrandi ilm.
Að venju verðum við með skötu, nætursaltaðan þorsk, hnoðmör, hamsa og rúgbrauð. Endilega látið sjá ykkur... frítt að venju í boði Slorríks. ATH ekki verður seldur matur hjá Fisherman meðan á þessu stendur.
Fisherman mun selja öl til að bragðbæta skötuna.
Og að venju frítt inn og þú treður þig út af skötu...
Er hægt að bæta efnið á síðunni?