Aðalskipulag: Vinnslutillaga vegna svæðis Í9 í Dagverðardal

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar birtir til kynningar vinnslutillögu breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málið varðar breytingu á landnotkun. Breytingin nær yfir íbúðarsvæðið Í9 í Dagverðardal í Skutulsfirði og teygir sig aðeins inn á opið svæði norðan svæðisins. Lagt er til að svæði Í9 og lítill hluti af opnu svæði verði frístundarbyggð og fái einnig landnotkunarflokkinn verslun og þjónusta til að koma til móts við eftirspurn ferðamanna á gistimöguleikum á svæðinu.

Vinnslutillaga, greinargerð með forsendum breytinga ásamt umhverfismati og uppdráttur sem er unnið af M11 arkitektum, dags. 21. ágúst 2023, eru aðgengileg í afgreiðslu á bæjarskrifstofum Ísafjarðarbæjar og hér fyrir neðan.

Uppdráttur
Greinargerð

Ábendingar varðandi tillögugerðina skulu vera skriflegar og berast í gegnum skipulagsgátt Skipulagstofnunar eða á skipulagsfulltrúa á skipulag@isafjordur.is

Þann 20. nóvember sl. var kynningatíminn lengdur til 8. desember 2023 og er hægt að senda inn umsagnir og athugasemdir innan þess tíma.

Hægt er að óska eftir nánari leiðbeiningum varðandi skipulagsgáttina gegnum netfangið skipulag@isafjordur.is.

Vakin er athygli á því að aðeins er um að ræða vinnslutillögu breytinga á aðalskipulagi en ekki formlega auglýsingu.

Skipulagsfulltrúi Ísafjarðarbæjar