522. fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar kemur saman til 522. fundar fimmtudaginn 2. nóvember
Fundurinn er haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og er öllum opinn. Einnig er hægt að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilaranum neðst á þessari síðu eða á Youtube-rás Ísafjarðarbæjar.
Dagskrá
Almenn mál
1. Nefndarmenn 2022-2026 - íþrótta- og tómstundanefnd - 2022050135
Tillaga Kristjáns Þórs Kristjánssonar, oddvita B-lista Framsóknarflokks, um að Halldór Karl Valsson verði kosinn aðalmaður B-lista í íþrótta- og tómstundanefnd, í stað Þráins Ágústs Arnaldssonar, og að Kristján Þór Kristjánsson verði kostinn varamaður í stað Halldórs Karls í nefndinni.
2. Gjaldskrár 2024 - 2023040034
Tillaga frá 1261. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 30. október 2023, um að bæjarstjórn samþykki nýja gjaldskrá fráveitu fyrir árið 2024, á grundvelli minnisblaðs fjármálastjóra, á þann hátt að breytilegt gjald fráveitu verði 265 kr./m2, en fastagjald óbreytt kr. 8000.
3. Álagningarhlutfall fasteignagjalda 2024 - 2023090090
Tillaga frá 1261. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 30. október 2023, um að bæjarstjórn samþykki lækkun á álögum fasteignaskatta A-húsnæðis ársins 2024, og verði 0,54% af hús- og lóðamati. Lagt er til við bæjarstjórn að álögur á B- og C- húsnæðis verði áfram 1,65% af hús- og lóðamati, lóðarleiga verði 1,5% af lóðamati vegna íbúðarhúsnæðis, og 3% af lóðamati vegna annarra fasteigna.
4. Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2024 - 2023040037
Bæjarstjóri leggur fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2024 fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
5. Framkvæmdaáætlun 2024 til 2034 - 2023040035
Bæjarstjóri leggur framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árin 2024-2034 fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
6. Ósk um skipulagsbreytingar við Mjólká - 2022110031
Tillaga frá 618. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 26. október 2023, um að bæjarstjórn heimili kynningu á vinnslutillögu vegna breytingar á aðalskipulagi Ísafjarðabæjar 2008-2020 vegna „Mjólká - Stækkun virkjunar, afhending grænnar orku og ný bryggja“, í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Þá leggur skipulags- og mannvirkjanefnd til við bæjarstjórn að heimila samhliða fyrrgreindu, kynningu á vinnslutillögu vegna breytingar á deiliskipulagi Mjólkárvirkjunar samanber 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Að lokum leggur skipulags- og mannvirkjanefnd til við bæjarstjórn að samþykkja óverulega breytingu á deiliskipulaginu „Dýrafjarðargöng - Rauðsstaðir.“ Deiliskipulagsbreytingin mun taka gildi um leið og nýtt deiliskipulag Mjólkárvirkjunar tekur gildi.
7. Deiliskipulag við Hlíðargötu á Þingeyri - 2021100054
Tillaga frá 618. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 26. október 2023, um að bæjarstjórn samþykkja nýtt deiliskipulag vegna Hlíðargötu á Þingeyri.
8. Dagverðardalur, frístundahúsasvæði. Nýtt deiliskipulag - 2023100068
Tillaga frá 618. fundi skipulags- og mannvirkjanefnda, en fundur var haldinn 26. október 2023, um að bæjarstjórn heimila kynningu á vinnslutillögu vegna nýs deiliskipulags í Dagverðardal samanber 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fundargerðir til kynningar
9. Bæjarráð - 1261 - 2310025F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1261. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 30. október 2023.
Fundargerðin er í átta liðum.
10. Bæjarráð - 1260 - 2310023F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1260. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 23. október 2023.
Fundargerðin er í átta liðum.
11. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 618 - 2310014F
Lögð fram til kynningar fundargerð 618. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 26. október 2023.
Fundargerðin er í 17 liðum.