520. fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar kemur saman til 520. fundar fimmtudaginn 5. október.

Fundurinn er haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og er öllum opinn. Einnig er hægt að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilaranum neðst á þessari síðu og á Youtube-rás Ísafjarðarbæjar.

Dagskrá

Almenn mál

1. Álagningarhlutfall útsvars 2024 - 2023090094
Tillaga frá 1256. fundi bæjarráðs, sem var haldinn 25. september 2023, um að bæjarstjórn samþykki óbreytt útsvar 2024 14,74%.

2. Gjaldskrár 2024 - 2023040034
Bæjarstjóri leggur fram til samþykktar gjaldskrár Ísafjarðarbæjar 2024, en um er að ræða eftirfarandi gjaldskrár:
- Söfn
- Skipulagsbreytingar og framkvæmdaleyfi
- Gatnagerðargjöld og byggingarleyfisgjöld
- Slökkvilið
- Leikskólar og dagforeldrar
- Skólamatur
- Dægradvöl
- Skíðasvæði
- Sundlaugar, líkamsrækt og íþróttahús
- Grunnskólar, leigu- og þjónustugjöld
- Skóla- og tómstundasvið, útseld vinna
- Fráveita
- Sorpgjöld
- Vatnsveita
- Dýrahald
- Áhaldahús
- Tjaldsvæði
- Skrúður
- Velferðarsvið
- Félagslegt húsnæði
- Hafnir

3. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2023 - viðauki 10 - 2023010091
Tillaga frá 1255. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 18. september 2023, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 10 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023, vegna greiðslu vegna notkunar skóla Ísafjarðarbæjar á Fab Lab smiðju árið 2022, alls að fjárhæð kr. 4.932.000. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0, en fjármunir verða nýttir vegna endurgreiðslu
lögfræðikostnaðar vegna Óbyggðanefndar á árinu 2023.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0. Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er 0,- og er því rekstrarafgangur óbreyttur í kr. 79.500.000
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0- og því rekstrarafgangur óbreyttur kr. 238.500.000

4. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2023 - viðauki 11 - 2023010091
Tillaga frá 1257. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 2. október 2023, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 11 við fjárhagsáætlun 2023 vegna framlengingar verkefnastjórastöðu á Flateyri, en áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er 5.000.000,- og lækkar því rekstrarafgangur í kr. 74.500.000.
Áhrif viðaukans á samantekinn A og B hluta er kr. 5.000.000- og lækkar því rekstrarafgangur í kr. 233.500.000.

5. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2023 - viðauki 12 - 2023010091
Tillaga frá 244. fundi hafnarstjórnar um að bæjarstjórn samþykki viðauka 12 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023, vegna lífeyrisskuldbindinga hafnarsjóðs.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er jákvæð kr. 4.700.000,- og hækkar því rekstrarafgangur í kr. 79.200.000.
Áhrif viðaukans á samantekinn A og B hluta er kr. 0- og lækkar því rekstrarafgangur og er óbreyttur í kr. 233.500.000,-

6. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2023 - viðauki 13 - 2023010091
Tillaga frá bæjarstjóra um að bæjarstjórn samþykki viðauka 13 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023, vegna tilfærslu á framkvæmdum ársins 2023, hvað varðar verkefnin gervigras á Torfnesi, innanhúslýsing íþróttahússins á Torfnesi, ofanflóðavarnir á Flateyri, framkvæmdir við gamla gæsló og hreystitækjagarð á Ísafirði, og breytingar á endurnýjum vatnslagna í Staðardal og
hreinsimannvirkja fráveitu á Flateyri og Suðureyri.
Áhrif viðaukans eru 0.

7. Endurskoðun á umgengnisreglum í íþróttamannvirkjum Ísafjarðabæjar - 2023010106
Tillaga frá 243. fundi íþrótta- og tómstundanefndar, sem haldinn var 6. september 2023, um að bæjarstjórn samþykki uppfærðar umgengnisreglur í íþróttamannvirkjum Ísafjarðarbæjar. Nefndin hvetur HSV til að kynna uppfærðar reglur vel fyrir íþróttafélögum.

8. Endurskoðun innkaupareglna Ísafjarðarbæjar - 2017050075
Tillaga frá 1255. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 18. september 2023, um að bæjarastjórn samþykki uppfærðar innkaupareglur Ísafjarðarbæjar, með innkaupastefnu Ísafjarðarbæjar frá 2020.

9. Uppfærðar reglur um notkun byggðarmerkis Ísafjarðarbæjar - 2023060145
Tillaga frá 169. fundi menningarmálanefndar, sem haldinn var 18. september 2023, um að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykki uppfærðar reglur um notkun byggðarmerkis Ísafjarðarbæjar.

10. Aðgerðaáætlun menningarstefnu Ísafjarðarbæjar - 2022100090
Tillaga frá 169. fundi menningarmálanefndar, þann 18. september 2023, um að bæjarstjórn samþykki aðgerðaáætlun menningarmála fyrir árið 2024, byggt á menningarstefnu Ísafjarðarbæjar. Nefndin leggur sérstaklega áherslu á að setja þurfi á fót stöðugildi menningarfulltrúa eigi aðgerðaráætlunin að ganga eftir, en gert er ráð fyrir 50%. stöðugildi.

11. Hlaupahátíð á Vestfjörðum 2023 - 2023060040
Tillaga frá 1257. fundi bæjarráðs, þann 2. október 2023, um að bæjarstjórn samþykki styrktarsamning við Riddara Rósu vegna Hlaupahátíðar Vestfjarða til áranna 2024-2026.

12. Ból Ísafjarðarbæ. Nýtt deiliskipuag - 2022110039
Tillaga frá 616. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 28. september 2023, um að bæjarstjórn heimili auglýsingu deiliskipuags fyrir Selakirkjuból I í samræmi við ákvæði 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

13. Stefnisgata 6 og Smiðjustígur 2, Suðureyri. Umsókn um lóðir - 2023070098
Tillaga frá 616. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 28. september 2023, um að bæjarstjórn heimili breytingu á deiliskipulagi Suðureyrarmala, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, en nefndin telur ekki þörf á grenndarkynningu enda breyting óveruleg.

Fundargerðir til kynningar

14. Bæjarráð - 1257 - 2309029F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1257. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 3. október 2023.
Fundargerðin er í 16 liðum.

15. Bæjarráð - 1256 - 2309027F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1256. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 25. september 2023.
Fundargerðin er í 13 liðum.

16. Bæjarráð - 1255 - 2309015F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1255. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 18. september 2023.
Fundargerðin er í 13 liðum.

17. Fræðslunefnd - 458 - 2309025F
Lögð fram til kynningar fundargerð 458. fundar fræðslunnefndar, en fundur var haldinn 28. september 2023.
Fundargerðin er í fjórum liðum.

18. Fræðslunefnd - 457 - 2309016F
Lögð fram til kynningar fundargerð 458. fundar fræðslunnefndar, en fundur var haldinn 21. september 2023.
Fundargerðin er í þremur liðum.

19. Hafnarstjórn - 244 - 2309030F
Lögð fram til kynningar fundargerð 244. fundar fræðslunefndar, en fundur var haldinn 28. september 2023.
Fundargerðin er í fjórum liðum.

20. Íþrótta- og tómstundanefnd - 245 - 2309028F
Lögð fram til kynningar fundargerð 245. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 27. september 2023.
Fundargerðin er í einum lið.

21. Íþrótta- og tómstundanefnd - 244 - 2309007F
Lögð fram til kynningar fundargerð 244. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 20. september 2023.
Fundargerðin er í þremur liðum.

22. Menningarmálanefnd - 169 - 2309018F
Lögð fram til kynningar fundargerð 169. fundar menningarmálanefndar, en fundur var haldinn 18. september 2023.
Fundargerðin er í átta liðum.

23. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 616 - 2309021F
Lögð fram til kynningar fundargerð 616. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 28. september 2023.
Fundargerðin er í sjö liðum.

24. Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 137 - 2309024F
Lögð fram til kynningar fundargerð 137. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 29. september 2023.
Fundargerðin er í fjórum liðum.

25. Velferðarnefnd - 473 - 2309022F
Lögð fram til kynningar fundargerð 473. fundar velferðarnefndar, en fundur var haldinn 27. september 2023.
Fundargerðin er í fimm liðum.