Skatturinn — Sérfræðingar á Ísafirði

Skatturinn leitar að góðum liðsfélögum til starfa í virðisaukaskattsdeild Skattsins á starfsstöð sinni á Ísafirði. Meginhlutverk virðisaukaskattsdeildar er að annast álagningu virðisaukaskatts á einstaklinga og lögaðila og sinna verkefnum sem því tengjast, þ.m.t. skráningu, þjónustu, eftirliti og afgreiðslu erinda og kæra. Gildi Skattsins eru fagmennska, framsækni og samvinna.

Helstu verkefni og ábyrgð

Um fjölbreytt verkefni er að ræða og má þar helst nefna skráningar á virðisaukaskattsskrá, afgreiðsla erinda og endurgreiðslna, yfirferð virðisaukaskattsskýrslna auk endurákvarðana.

Hæfniskröfur

  • Háskólapróf í lögfræði eða viðskiptafræði (lágmarksmenntun er bakkalár gráða, meistaragráða er kostur).

  • Þekking á reikningsskilum, málsmeðferðarreglum og almennri skattframkvæmd er æskileg.

  • Skipulögð, nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð.

  • Jákvæðni og rík þjónustulund.

  • Fáguð framkoma og lipurð í samskiptum.

  • Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli.

  • Frumkvæði og metnaður.

  • Geta til að vinna undir álagi.

  • Góð almenn tölvukunnátta.

  • Hreint sakavottorð.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Umsóknir skulu fylltar út á vefsíðu Skattsins, skatturinn.is eða á vefsíðu Starfatorgs, starfatorg.is. Til þess að umsókn teljist fullnægjandi þarf ferilskrá, auk kynningarbréfs, sem inniheldur ítarlegar upplýsingar m.a. um menntun, fyrri störf, umsagnaraðila og annað er máli skiptir að fylgja með. Umsækjendum um störf hjá Skattinum kann að vera gert að leysa verkefni í ráðningarferlinu sem kæmu, auk annarra þátta, heildstætt inn í mat á hæfni þeirra til viðkomandi starfa.

Skatturinn hvetur fólk af öllum kynjum til að sækja um störfin.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningar.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 26.09.2024

Nánari upplýsingar veitir

Stefán Skjaldarson, stefan.skjaldarson@skatturinn.is

Sími: 442-1000

Er hægt að bæta efnið á síðunni?