Bæjarstjórn - 395. fundur - 2. mars 2017

 

 

Dagskrá:

1.  

Æðartangi 6-8-10 - Umsókn um lóðir - 2017020157

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Kerecis ehf., fái lóðir við Æðartanga 6-8-10, Ísafirði skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Sigurður Jón Hreinsson.

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, leggur fram eftirfarandi breytingatillögu:
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar með þeirri breytingu að með vísan í úthlutunarreglur Ísafjarðarbæjar, lið 3.8, verði lóðinni úthlutað til 24 mánaða, með þeim ákvæðum sem gilda samkvæmt lið 3.8.

„Samkv. úthlutunarreglum, liður 3.8:
Í sérstökum tilfellum er heimilt að sækja um lóðir án þess að fyrirhugað sé að byggja á lóðinni í náinni framtíð. Þetta á sérstaklega við á athafnasvæðum þar sem fyrirtæki í örum vexti hyggst tryggja sér stækkunarmöguleika. Greiða skal 50% af áætluðu gatnagerðagjaldi sem fæst endurgreitt m.v. byggingavísitölu ef ekki verður af byggingu á lóðinni. Slík úthlutun gildir að hámarki til þriggja ára“

Forseti ber breytingatillögu bæjarstjóra upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

Forseti ber tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar, með breytingum samkvæmt breytingatillögu bæjarstjóra, upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

2.  

Æðartangi 12 - Umsókn um lóð - 2017020155

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Gamla Spýtan, fái lóð Við Æðartanga nr.12 Ísafirði skv. umsókn með og þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

 

Til máls tóku Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

3.  

Æðartangi 14 - Umsókn um lóð - 2017020156

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Sólberg efh. fái lóð við Æðartanga nr.14 Ísafirði skv. umsókn og með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

4.  

Dýrafjarðargöng - Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2016120021

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis, vegna Dýrafjarðarganga á grundvelli þeirra gagna sem fyrir liggja og samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Sigurður Jón Hreinsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

5.  

Sameining sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum - 2017020048

 

Tillaga frá 965. fundi bæjarráðs, 27. febrúar 2017.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn eftirfarandi ályktun:
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar óskar eftir samstarfi við Súðavíkurhrepp um að kannaðir verði kostir og gallar á sameiningu og hvernig þróa megi ríkara samstarf sveitarfélaganna sbr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga og sótt verði um fjárframlag frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til framkvæmdar þeirrar könnunar.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Jónas Þór Birgisson, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Daníel Jakobsson, Kristín Hálfdánsdóttir, Marzellíus Sveinbjörnsson, Kristján Andri Guðjónsson og Sigurður Jón Hreinsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0.

Kristín Hálfdánsdóttir situr hjá.

Jónas Þór Birgisson gerir grein fyrir atkvæði sínu.

Greinargerð:
Á árunum 2009-2010 var skipuð svokölluð Hundraðdaganefnd um fýsileika þess að sameina sveitarfélögin Ísafjarðarbæ, Bolungarvíkurkaupstað og Súðavíkurhrepp. Niðurstöður voru blendnar og leiddu ekki til frekari úrvinnslu. Samkvæmt niðurstöðum var helsti kostur sameiningar að sameinað sveitarfélag yrði öflugri stjórnsýslueining og hefði forsendur til að veita sérhæfðari þjónustu. Helsti gallinn var talinn hættan á að sameining leiddi til þess að drægi úr fjölbreytni atvinnulífs í smærri samfélögum.
Nokkur tími er liðinn frá skýrslu Hundraðdaganefndar og hefur efnahagsumhverfi breyst og framtíðarhorfur eru allt aðrar en var árið 2010. Fyrirsjáanleg er mikil uppbygging í fiskeldi og ferðaþjónustu sem kallar á aukinn styrk sveitarfélaganna til að takast á við verkefni í skipulagi, stefnumótun og annarri þjónustu. Jafnframt hafa kröfur á sveitarfélög aukist verulega á undaförnum árum vegna laga, reglna, flutnings verkefna og aukinna krafna í þjóðfélaginu. Ástæða er til að íhuga vandlega þann samfélagslega og hagræna ávinning sem gæti falist í sameiningu sveitarfélaganna.
Óformlegar viðræður sveitarstjórnarfólks í sveitarfélögunum á norðanverðum Vestfjörðum hafa farið fram og þar kom fram að vilji til frekari skoðunar þessara mála er til staðar hjá Súðavíkurhreppi og Ísafjarðarbæ.

 

   

6.  

Gjaldskrá tjaldsvæða 2017 - 2016020047

 

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að breytt gjaldskrá fyrir tjaldsvæði 2017 verði samþykkt.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Daníel Jakobsson.

Verðið tekur breytingum með gistináttaskatti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0

 

   

7.  

Gjaldskrá fráveitu 2017 - 2016020047

 

Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn á 965. fundi sínum, 27. febrúar sl., að samþykkja nýja gjaldskrá fráveitu fyrir árið 2017.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

Daníel Jakobsson víkur af fundi kl 18:00, undir þessum lið.

8.  

Uppbyggingasamningur við Skíðafélag Ísfirðinga, Seljalandsdalur - 2017020028

 

Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn á 965. fundi sínum, 27. febrúar sl., að samþykkja fyrirliggjandi uppbyggingasamning við Skíðafélag Ísfirðinga vegna uppbyggingar á Seljalandsdal, þar sem lagt er til að framlag Ísafjarðarbæjar verði 3 milljónir króna á árinu 2017 í samræmi við tillögu íþrótta- og tómstundanefndar frá 175. fundi nefndarinnar.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Daníel Jakobsson, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Sigurður Jón Hreinsson og Kristján Andri Guðjónsson.

Daníel Jakobsson tilkynnir að hann víki af fundi undir þessum lið, þar sem málið er honum skylt.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0.


Daníel Jakobsson kemur aftur inn á fundinn kl 18:11.

 

   

Kristín Hálfdánsdóttir víkur af fundi kl. 18:15, undir þessum lið.

9.  

Uppbyggingasamningur við Golfklúbb Ísafjarðar - 2017020028

 

Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn á 965. fundi sínum, 27. febrúar sl., að samþykkja fyrirliggjandi uppbyggingasamning við Golfklúbb Ísafjarðar, þar sem lagt er til að framlag Ísafjarðarbæjar verði 3 milljónir króna á árinu 2017 í samræmi við tillögu íþrótta- og tómstundanefndar frá 175. fundi nefndarinnar.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Kristín Hálfdánsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson og Sigurður Jón Hreinsson.

Áður en umræður um þennan lið hefjast kynnir Kristín Hálfdánsdóttir starfsemi Golfklúbbsins, og tilkynnir því næst að hún víki af fundi undir þessum lið, þar sem málið er henni skylt.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0.


Kristín Hálfdánsdóttir kemur aftur inn á fundinn kl. 18:17.

 

   

10.  

Uppbyggingasamningur við Skotíþróttafélag Ísafjarðar - 2017020028

 

Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn á 965. fundi sínum, 27. febrúar sl., að samþykkja fyrirliggjandi uppbyggingasamning við Skotíþróttafélag Ísafjarðar, þar sem lagt er til að framlag Ísafjarðarbæjar verði 3 milljónir króna á árinu 2017 í samræmi við tillögu íþrótta- og tómstundanefndar frá 175. fundi nefndarinnar.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Gunnhildur Björk Elíasdóttir og Sigurður Jón Hreinsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

11.  

Hestamannafélagið Hending - kröfugerð vegna reiðvallar - 2016050078

 

Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn á 965. fundi sínum, 27. febrúar sl., að samningur við Hestamannafélagið Hendingu yrði samþykktur.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Daníel Jakobsson, Marzellíus Sveinbjörnsson, Kristján Andri Guðjónsson, Gunnhildur Björk Elíasdóttir, Kristín Hálfdánsdóttir, Sigurður Jón Hreinsson og Jónas Þór Birgisson.

Lögð fram breytingatillaga bæjarstjóra, með nýrri útfærslu á 3. grein samningsins.

Daníel Jakobsson leggur fram eftirfarandi breytingatillögu.
Ísafjarðarbær samþykkir að gera samkomulag um byggingu reiðskemmu með Hestamannafélaginu Hendingu og leggja til verksins 30.000.000 kr. auk jarðefnis undir bygginguna. Til viðbótar komi framlag Vegagerðarinnar vegna bóta fyrir skerðingu á aðstöðu félagsins í Hnífsdal að upphæð 20.000.000 kr. Í tengslum við þetta samkomulag falli Hestamannafélagið Hending frá kröfum á Ísafjarðarbæ og Vegagerðina um bætur vegna þeirrar aðstöðu sem var í Hnífsdal.
Skipuð verði byggingarnefnd sem í sitja tveir aðilar frá hestamönnum og einn frá umhverfis- og eignasviði Ísafjarðarbæjar, sem mun vinna að samningi um skiptingu kostnaðar og eignarhald þegar að skilalýsing og kostnaðaráætlun liggur fyrir.
Nefndin taki að sér að gera þarfagreiningu og skilalýsingu fyrir bygginguna og nákvæma kostnaðaráætlun með magntölum, ákvörðun um endanlega staðsetningu, stærð og efnisvali. Hvaða búnaður og innréttingar þurfa að vera í húsinu, t.d. hvað verði upphitað, salerni og félagsaðstaða, áhorfendur o.s.frv.
Byggingarnefnd kemur sér saman um verkframgang og áfangskiptingu í útboðsverkum sem er algjör forsenda svona framkvæmda.
Jafnframt gerir byggingarnefnd tillögu um það hvenær og að loknum hvaða verkþáttum greiðslur bæjarins eru inntar af hendi.
Nefndin skoði hvað sé heppilegasta eignarhald á byggingunni með tilliti til rekstrarkostnaðar.
Við undirritun samkomulags á grundvelli þessarar yfirlýsingar bæjarstjórnar verði Hendingu greiddar 20.000.000 kr. framlag Vegagerðarinnar.

Forseti ber breytingatillögu Daníels Jakobssonar upp til atkvæða.

Tillagan felld af meirihluta 5-3.
Daníel Jakobsson situr hjá við atkvæðagreiðsluna.

Forseti ber breytingatillögu bæjarstjóra upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt af meirihluta 5-3.
Daníel Jakobsson situr hjá við atkvæðagreiðsluna.

Forseti ber tillöguna, ásamt breytingum bæjarstjóra, í heild sinni upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt af meirihluta 5-3.
Marzellíus Sveinbjörnsson situr hjá við atkvæðagreiðsluna.

 

   

12.  

Bæjarráð - 964 - 1702018F

 

Lögð er fram fundargerð 964. fundar bæjarráðs sem haldinn var 20. febrúar sl., fundargerðin er í 15 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

13.  

Bæjarráð - 965 - 1702022F

 

Lögð er fram fundargerð 965. fundar bæjarráðs sem haldinn var 27. febrúar sl., fundargerðin er í 16 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

14.  

Fræðslunefnd - 377 - 1702014F

 

Lögð er fram fundargerð 377. fundar fræðslunefnar sem haldinn var 23. febrúar sl., fundargerðin er í 4 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

15.  

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 472 - 1702021F

 

Lögð er fram fundargerð 472. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 24. febrúar sl., fundargerðin er í 8 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

16.  

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 42 - 1702017F

 

Lögð er fram fundargerð 42. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 21. febrúar sl., fundargerðin er í 3 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:21

 

Nanný Arna Guðmundsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Jónas Þór Birgisson

 

Daníel Jakobsson

Marzellíus Sveinbjörnsson

 

Sigurður Jón Hreinsson

Kristín Hálfdánsdóttir

 

Gunnhildur Björk Elíasdóttir

Erla Rún Sigurjónsdóttir

 

Gísli Halldór Halldórsson

Hjördís Þráinsdóttir

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?