Skipulags- og mannvirkjanefnd - 419. fundur - 25. september 2014
Dagskrá:
1. |
2014090020 - Ný reglugerð um starfsemi slökkviliða |
||||||||||||||||||
Tekið fyrir bréf frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu dags. 1. september 2014 þar sem óskað er eftir umsögn á tillögu að nýrri reglugerð um starfsemi slökkviliða. |
|||||||||||||||||||
Slökkviliðsstjóri fór yfir reglugerðina og hvaða áhrif reglugerðin mun hafa á sveitarfélagið. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
2. |
2014030045 - Leyfi til leitar og borunar eftir vatni fremst í Botnsdal |
||||||||||||||||||
Lagt fram bréf dags 3. september 2014 ásamt yfirlitsmynd af fyrirhuguðum borholum í Botnsdal. |
|||||||||||||||||||
Skipulags- og mannvirkjanefnd bendir á að efri holurnar tvær eru innan vatnsverndarsvæðis Ísafjarðarbæjar og því getur nefndin ekki fallist á borun á því svæði. Neðri holan er innan náttúruminjasvæðis. Nefndin felur sviðsstjóra að ræða við bréfritara um framhaldið. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
3. |
2014090023 - Framkvæmdaleyfi fyrir jarðstreng í Engidal |
||||||||||||||||||
Lagður fram tölvupóstar frá Halldóri Magnússyni fh. Orkubús Vestfjarða ohf. dags. 4. og 11 september 2014 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir 11 kV jarðstreng og fjarskiptarör frá enda Engidalslínu ofan Kapellu að Fossárvirkjun í Engidal, Ísafirði. |
|||||||||||||||||||
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir framkvæmdina enda er um að ræða óverulega framkvæmd sem ekki hefur áhrif á umhverfið sbr. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
4. |
2014090019 - Látrar í Aðalvík - ósk um niðurrif |
||||||||||||||||||
Lagt fram bréf dags. 26. ágúst 2014 frá Valdimar K Jónssyni, Borghildi Jónsdóttur og Helga Þorvarðssyni fh. Miðvíkur fasteignafélags ehf. þar sem þess er farið á leit að Ísafjarðarbær láti fjarlægja hús nr. 03 0101 á Látrum (fastanúmer 226-4555) í Aðalvík, Sléttuhreppi í Ísafjarðarsýslu. |
|||||||||||||||||||
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir minnisblaði frá bæjarlögmanni vegna málsins, jafnframt er óskað umsagnar Umhverfisstofnunar á erindinu í samræmi við "Samkomulag varðandi byggingarleyfi í friðlandinu á Hornströndum". |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
5. |
2014090031 - Aðalgata, Suðureyri, akstursstefna |
||||||||||||||||||
Tekinn fyrir tölvupóstur dags. 9. september 2014 frá Kristínu Hálfdánsdóttur fh. Landflutninga Samskips þar sem farið er þess á leit að Ísafjarðarbær greiði reikninga frá lögreglunni vegna lögreglufylgdar um Aðalgötu á Suðureyri. Jafnframt lagt fram minnisblað frá Jóhanni Birki Helgasyni sviðsstjóra varðandi málið. |
|||||||||||||||||||
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar að greiða reikninga þar sem bæjarfélagið óskaði ekki eftir þjónustunni. Nefndinni er ljós sá vandi sem stafar af einstefnu um Aðalgötu. Deiliskipulag af svæðinu gerir ráð fyrir að Eyrargatan verði framlengd til norð-vesturs. Með þeirri breytingu geta stærri bílar ekið út fyrir bæinn. Einnig má skoða breytingu á Aðalgötu í tvístefnu. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
6. |
2014080027 - Fjárhagsáætlun 2015 |
||||||||||||||||||
Tekið fyrir að nýju fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2015. |
|||||||||||||||||||
Nefndin frestar erindinu til næsta fundar. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
7. |
2013060014 - Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020 - breyting. |
||||||||||||||||||
Á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 18. september 2014 var afgreiðslu á skipulags- og matslýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 frestað. |
|||||||||||||||||||
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulags- og matslýsingin verði auglýst. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
8. |
2012110034 - Endurskoðuðun erindisbréfa |
||||||||||||||||||
Tekið fyrir að nýju erindisbréf skipulags- og mannvirkjanefndar. |
|||||||||||||||||||
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar erindisbréfinu með breytingum sem gerðar voru á fundinum til bæjarstjórnar. |
|||||||||||||||||||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45
Sigurður Jón Hreinsson |
|
Magni Hreinn Jónsson |
Sigurður Mar Óskarsson |
|
Gunnar Jónsson |
Jóhann Birkir Helgason |
|
Ralf Trylla |
Þorbjörn Jóhann Sveinsson |
|
Jón Sigmundsson |
|
|
|