Skipulags- og mannvirkjanefnd - 289. fundur - 15. maí 2008
Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Albertína Elíasdóttir, Sæmundur Kr. Þorvaldsson, Benedikt Bjarnason og Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs sem var ritari fundarins.
Sigurður Mar Óskarsson mætti ekki og enginn í hans stað.
1. Ráðning í starf umhverfisfulltrúa Ísafjarðarbæjar. (2008-03-0048)
Gerður Eðvarsdóttir, mannauðsstjóri Ísafjarðarbæjar, gerði grein fyrir umsóknum vegna ráðningar í starf umhverfisfulltrúa Ísafjarðarbæjar.
Umhverfisnefnd lagði til við bæjarstjórn á 288. fundi sínum þann 14. maí sl. að Kristjana Einarsdóttir yrði ráðin í starfið, hún hefur nú dregið umsóknina til baka.
Meirihluti umhverfisnefndar leggur til við bæjarstjórn að Ralf Trilla verði ráðinn í starf umhverfisfulltrúa að fenginni umsögn frá mannauðsstjóra.
Umhverfisnefnd hvetur bæjarstjórn til að flýta vinnu við endurskoðun á bæjarmálasamþykkt varðandi mannaráðningar.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 8:40.
Svanlaug Guðnadóttir, formaður.
Albertína Elíasdóttir.
Sæmundur Kr. Þorvaldsson.
Benedikt Bjarnason.
Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.