Aðalfundur 17. ágúst 2023
Aðalfundur Hverfaráðs Önundarfjarðar 17. ágúst 2023
Dagskrá:
- Kosningar fundarstjóra og ritara
- Kosning stjórnar
- Venjuleg aðalfundastörf
- Önnur mál
Fundargerð:
Hrönn kosinn fundarstjóri og Sigga Anna ritari.
Kosning stjórnar
Sunna býður sig fram sem formaður - samþykkt með lófaklappi (Kristbjörg Sunna Reynisd.)
Ívar Kristjánsson
Sigríður Anna Emilsd.
Hrefna Valdemarsd.
Sigurður G. Jökulsson
Varamenn í stjórn eru;
Steinunn Ása Sigurðard. og Gumbi (Guðmundur R.)
Venjuleg aðalfundastörf
Hrönn fráfarandi formaður fór yfir hvað hefur verið gert. Hverfaráðið var beðið um tillögur að fegrun þorpsins stjórnin kom með tillögur, Hrönn talaði við Sighvat garðyrkjustjóra um hreinsun gangstétta og gróðurs, sést ekki í tré né blóm fyrir arfa og grasi. Hann hefur ekki mannskap. Fókus á blettinn við Hafnarstræti og minningargarðinn. Hrönn talaði við áhaldahús um nýjar ruslatunnur á ljósastaurana en þeir segjast ekki skipta um nema þær séu ónýtar.
Önnur mál:
Það eru númerslausir bílar fyrir utan nokkur hús, ekki hægt að gera neitt þegar þeir eru innan lóðar.
Bílagarður í Ólafstúni en þar eru tveir komnir við enda götunnar hjá kirkjugarðinum og þar með komnir út fyrir lóð. Verkefnastjóri og Hverfaráð munu senda á Heilbrigðiseftirlitið vegna þessa.
Vantar afgirt læst svæði á Ísafirði til að geyma bíla.
Net úr kvíum á bryggjunni eru orsök þess að vond lykt liggur yfir bæinn, búið að tala við hafnarstjóra og Gísla eiganda netanna á þriðjudaginn s.l. en lyktin er ennþá.
Viðhald gatna- það þarf að fylla í holur. Malbikun Eyravegs er hafin.
Kindur-þarf að laga hlið útfrá eftir framkvæmdir s.l sumar en sagt var að það tók því ekki að laga vegna framkvæmda við snjóflóðavarnir. Nú hefur dregist að framkvæmdir hefjist og kindur komnar í þorpið.
Ný skólphreinsistöð niðri á Odda. Það vantar aðstöðu fyrir húsbíla að losa sitt skólp.
Opnunartímar í sundlauginni- Við viljum hafa opið alla daga vikunnar. Helen til í að vinna auka. morgunopnun einu sinni í viku frá kl. 7? Ath opnunartíma um helgar á veturna því það er of seint að opna kl. 13, Hrönn mun heyra í Grétari með það.
Tæki í salnum hjá sundlaug – Tækin eru keypt með styrkjum en Ísafjarðarbær rukkar aðgang? Af hverju gildir ekki sundkort inn í tækjasalinn?
Öryggisatriði: Gólfið í sundlauginni mjög sleipt, rennihurðin varasöm. Motturnar sem eru á gólfinu eru ekki nógu góðar.
Útsýnispallur á varnargarði (hjá sundlaug) Hjörleifur sótti um styrk hjá framkvæmdasjóð ferðamanna. búið að fá styrk fyrir hönnun, þarf að sækja um styrk fyrir framkvæmd sem Hrönn mun gera í haust.
Tjaldstæðið- verður það lokað þegar varnaframkvæmdir hefjast? Framkvæmdir eiga ekki að raska starfseminni a.m.k næstu fimm árin. Vantar betri hreinlætisaðstöðu wc og sturtur, heitt vatn.
Góð umgengni í bænum um Verslunarmannahelgina. Margir gestir komu og gengu vel um þorpið.
Eru reglur um hversu lengi má vera að spila körfubolta og vera á ærslabelg? Á að vera komin ró á miðnætti.
Sandkastalakeppni, vantar fólk til að sjá um hana eða fólk fari bara sjálft. Hugmynd: Grettir og Hverfaráð sjá um skipulagningu í kringum verslunarmannahelgina, auglýsa það sem er um að vera í Önundarfirði
Dagskrá yfir veturinn, hvað verður gert? Vagninn sennilega opinn á laugardögum, fólk þarf að mæta. Leikfélagið sennilega með sýningu næsta haust en ekki núna.
Ef það er áhugi á félagsvist/kínaskák er hugsanlegt að Bryggjukaffi opni.
Úthlutun úr Flateyrarsjóði í janúar, sennilega byrjað að auglýsa í nóv.
Viðburðir og það sem er um að vera fer stundum fram hjá fólki, spurning um sérstaka fréttaveitu, Hverfisráðssíðan fyrir þá sem búa í Önundarfirði
Ljóti báturinn við smábátahöfnina, á að gera eitthvað við hann? Ekki vitað
Fundi slitið kl 19:05