Aðalfundur 20. september 2017

Gunnukaffi 20 september 2017

 

Mættir: Ívar, Valdemar, Soffía, Bryndís og Hrefna

 

Tillögur af fólki í nefnd:

-     Gunna

-     Jóhann Ingi

-     Benni í dal

 

Hugmyndir til að eyða peningnum í:

 

-     Nota hluta af þessum pening til að kaupa nýtt hljóðkerfi.

-     Byggja svið í minningargarðinn.

-     Veislutjald.

-     Fleiri bekki/borð. (Peningurinn frá Kvennfélaginu)

 

19:00 - 20:00

 

Aðalfundur Hverfaráðs Önundarfjarðar

 

Þórdís er kosin fundarstjóri

 

Við eigum 1.500.000 kr eftir frá peningnum.

Við eigum 80 þús eftir frá Kvennfélaginu.

 

Stjórn 2017

 

Ívar - formaður

Hrefna

Soffía

Valdemar

Gunna

Jóhann

Benni

 

Tilögur frá hópnum.

Peningurinn frá Kvennfélaginu sé notaður í bekki.

Vatnsaðsta fyrir börn og fullorðna í minningargarðinn.

Sjósundaðstaða? (Taka mynd af varnagarðinum og senda með tillögunni til Brynjars).

Að nota peninginn sem ætti að nýtast í laun fyrir starfsfólk sem á að sjá um garðyrkju á Flateyri og borga fólki á Flateyri sem myndu vilja vinna þessa vinnu.

Hvort leikskólinn eða grunnskólinn vanti eitthvað og gefa þeim það.

Hoppukastali

Græjur í samkomuhúsið (Betri eldhúsaðstaða).

Göngustígar, t.d. í kringum lónið.

 

Spurning eða athugasemdir frá sal:

Hvort það sé á dagskrá að gera eitthvað við Brimnesveg, ganga almennilega frá honum.

Milli malbiksins og sjóvarnagarðsins.

Kerfillinn er að taka yfir, það þarf að gera eitthvað í því.

Hverfaráðið setur sig í samband við leikfélagið til að sjá hvort einhver peningur sé til, til dæmis til að eyða í félagsheimilið.

 

Setja kosningarpóst á Facebooksíðu Önfirðinga með tillögur af hlutum til að eyða pening í og hvað þeir gætu kostað.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?