Fræðslunefnd - 273. fundur - 20. maí 2008
Mætt voru: Einar Pétursson formaður, Elías Oddsson, Gylfi Þór Gíslason, Kristín Oddsdóttir, Sigurlína Jónasdóttir leikskólafulltrúi og Kristín Ósk Jónasdóttir grunnskólafulltrúi. Kristín Hálfdánsdóttir tilkynnti forföll og mætti enginn í hennar stað.
Fundarritari: Sigurlína Jónasdóttir.
Leikskólamál.
Mættur áheyrnarfulltrúi: Jóna Lind Karlsdóttir f.h. leikskólastjóra.
1. Skóladagatöl leikskólanna.
Lögð voru fram skóladagatöl fyrir Sólborg, Grænagarð, Bakkaskjól, Laufás og Eyrarskjól.
Lagt fram til kynningar.
2. Ósk um fjölgun á starfsdögum.
Lagt fram bréf, dagsett 13. maí 2008, frá leikskólastjórum leikskólanna í Ísafjarðarbæ. Í bréfinu er farið fram á að halda inni þriðja starfsdeginum sem samþykkt var á síðasta skólaári. Fræðslunefnd samþykkir að halda deginum inni.
Grunnskólamál.
Mættir áheyrnarfulltrúar: Þórdís Jensdóttir f.h. foreldra, Ellert Örn Erlingsson f.h. skólastjóra, Sigríður Steinunn Axelsdóttir og Sigurður Hafberg fyrir hönd kennara.
3. Skóladagatöl grunnskólanna.
Lögð fram drög að skóladagatölum grunnskólanna.
Lagt fram til kynningar
4. Fundarboð kennara við Grunnskólann á Þingeyri. 2008-05-0033
Lagt fram bréf frá kennurum Grunnskólans á Þingeyri, dagsett 8. maí sl. Kennararnir vilja boða fræðslunefnd á fund til sín þann 22. maí klukkan 14:30.
Fræðslunefnd tekur boðinu um að funda með kennurum.
5. Dagsetningar samræmdra prófa. 2008-01-0087
Lagt fram bréf, dagsett 21. apríl 2008, frá Menntamálaráðuneytinu. Þar kemur fram að ef fyrirhugað frumvarp til laga um grunnskóla verður samþykkt, verði samræmd könnunarpróf hjá 10. bekk haldin 7. ? 11. maí 2009. Prófin verði þrjú, íslenska, stærðfræði og enska.
Lagt fram til kynnningar.
6. Beiðni um styrk vegna þróunarverkefnis.
Lagt fram bréf, dagsett 8. maí 2008, frá Sveinfríði Olgu Veturliðadóttur, skólastjóra GÍ. Þar kemur fram að skólinn hefur fengið úthlutað styrk frá Þróunarsjóði grunnskóla upp á kr. 500.000. Sótt var um rúmlega 2.000.000 kr. styrk. Til að hægt sé að framkvæma verkefnið vantar töluvert upp á og fer því skólinn fram á aukafjárveitingu til að skólinn geti farið af stað með verkefnið.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarráð að lagt verði til aukið fjármagn til þessa verkefnis
7. Rannsóknarstofa um skóla án aðgreiningar. 2008-04-0125
Lagt fram bréf, dagsett 23. apríl sl. frá forsvarsmönnum Rannsóknarstofu um skóla án aðgreiningar, undirritað af Dr. Dóru S. Bjarnason og Hermínu Gunnþórsdóttur. Verið er að stofna fyrrnefnda rannsóknarstofu við Kennaraháskóla Íslands þann 2. júní næstkomandi. Er þess farið á leit við Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar að gerður verði samstarfssamningur við Rannsóknarstofuna um ákveðið framlag til starfsemi hennar í upphafi. Farið er fram á 300.000 kr. framlag.
Fræðslunefnd hafnar erindinu.
8. Ráðning skólastjóra við Grunnskólann á Þingeyri
Umsóknarfrestur um stöðu skólastjóra rann út 1. maí sl. Þrjár umsóknir bárust, en þær voru frá Boga Ragnarssyni, Reykjavík, Finni M. Gunnlaugssyni, Flateyri og Sonju E. Thompson, Þingeyri.
Fræðslunefnd leggur til að Bogi Ragnarsson verði ráðinn í starf skólastjóra við Grunnskólann á Þingeyri.
Önnur mál
9. Samstarf grunnskólanna við Menntaskólann á Ísafirði
Menntaskólinn á Ísafirði hefur boðið skólunum upp á valgreinar fyrir 9. og 10. bekk næsta skólaár.
Lagt fram til kynningar
10. Skólasýning í Grunnskólanum á Suðureyri
Í tilefni af 100 ára afmæli skólans er fræðslunefnd boðið á skólasýningu sunnudaginn 25. maí kl. 14.
11. Flísar á vegg kaupfélagshússins
Fræðslunefnd lýsir yfir áhyggjum yfir ástandi veggjarins og hættu sem getur skapast af lausum flísum á veggnum
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.20
Einar Pétursson, formaður
Óðinn Gestsson
Gylfi Þór Gíslason
Elías Oddsson
Kristín Oddsdóttir
Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi
Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi