Bæjarráð - 791. fundur - 15. apríl 2013
Þetta var gert:
1. Fundargerðir nefnda.
Atvinnumálanefnd 12/4. 116. fundur.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Hafnarstjórn 5/4. 165. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði 4/4. 26. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Umhverfisnefnd 10/4. 392. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2. Minnisblað bæjarritara. – Alþingiskosningar 27. apríl 2013. 2012-04-0014.
Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 10. apríl sl., þar sem greint er frá kjörskrá Ísafjarðarbæjar fyrir kosningar til Alþingis þann 27. apríl n.k. og skiptingu í kjördeildir.
Jafnframt er óskað eftir staðfestingu bæjarráðs/bæjarstjórnar á umboði til handa bæjarstjóra til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál, sem kunna að koma fram að kjördegi vegna Alþingiskosninganna 27. apríl n.k. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að bæjarstjóra verði veitt umboð til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál, sem kunna að koma fram að kjördegi vegna Alþingiskosninganna 27. apríl n.k. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.
3. Minnisblað bæjarritara. - Umsóknir um menningarstyrki frá Ísafjarðarbæ 2013. 2013-02-0049.
Lagt fram minnisblað bæjarritara þar sem tilgreindar eu þær umsóknir er borist hafa um menningarstyrki frá Ísafjarðarbæ. Auglýst var eftir umsóknum og rann fresturinn út þann 5. apríl sl. Eftirtaldir aðilar sóttu um menningarstyrki.
Act alone, Elvar Logi Hannesson, Ísafirði.
Anna Sigríður Ólafsdóttir, Ísafirði.
Edinborgarhúsið ehf., Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir, Ísafirði.
Fjölnir Már Baldursson, Ísafirði.
Gospelkór Vestfjarða, Auður Arna Höskuldsdóttir, Ísafirði.
Kvikmyndafélagið Gláma, Eyþór Jóvinsson, Flateyri.
Leikfélag Flateyrar, Berglind Dögg Thorarensen, Flateyri.
Leikskólinn Laufás, Elsa María Thompson, Þingeyri.
Litli leikklúbburinn Ísafirði, Steingrímur R. Guðmundsson, Ísafirði.
Við Djúpið, Greipur Gíslason, Reykjavík.
Bæjarráð frestar ákvarðanatöku um úthlutanir til næsta fundar bæjarráðs.
4. Bréf Starfsendurhæfingar Vestfjarða. - Boðun ársfundar. 2012-04-0031.
Lagt fram bréf frá Starfsendurhæfingu Vestfjarða dagsett 8. apríl sl., þar sem boðað er til ársfundar þriðjudaginn 23. apríl n.k. á Hótel Ísafirði. Fundurinn er boðaður með dagskrá.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúi frá fjölskyldusviði Ísafjarðarbæjar mæti á fundinn.
5. Hjúkrunarheimili á Ísafirði. - Mat á áhrifum á fjárhag sveitarfélagsins. 2011-12-0009.
Lögð fram álitsgerð unnin af Haraldi L. Haraldssyni, hagfræðingi, er nefnist Hjúkrunarheimili - Mat á áhrifum á fjárhag sveitarfélagsins Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram til kynningar í bæjarráði.
6. Fjórðungssamband Vestfirðinga. - Fundargerð stjórnar frá 4. apríl sl.
Lögð fram fundargerð stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá fundi er haldinn var þann 4. apríl sl.
Lagt fram til kynningar í bæjarráði.
7. Skýrsla bæjarstjóra. - Skatttekjur og laun í janúar-mars 2013. 2012-02-0032.
Lögð fram skýrsla frá Daníel Jakobssyni, bæjarstjóra, yfir skatttekjur og laun hjá Ísafjarðarbæ mánuðina janúar - mars 2013.
Lagt fram til kynningar í bæjarráði.
8. Bréf Byggðasafns Vestfjarða. - Safn Jóns Sigurðssonar, Hrafnseyri. 2012-05-0001.
Lagt fram bréf frá Byggðasafni Vestfjarða dagsett 4. apríl sl. og undirritað af Jóni Sigurpálssyni, forstöðumanni. Bréfið fjallar um kynningu á hugmyndum stjórnar Byggðasafns Vestfjarða á yfirtöku Safns Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri.
Bæjarráð samþykkir að fresta málinu að sinni.
9. Bréf Byggðasafns Vestfjarða. - Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri. 2012-09-0037.
Lagt fram bréf frá Byggðasafni Vestfjarða dagsett 4. apríl sl. og undirritað af Jóni Sigurpálssyni, forstöðumanni. Bréfið fjallar um kynningu á hugmyndum stjórnar Byggðasafns Vestfjarða á yfirtöku Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn, að unnið verði samkvæmt hugmyndum í bréfi Byggðasafns Vestfjarða að þessu máli.
10. Bréf Kerecis. - Stuðningur við frumkvöðlastarf í Ísafjarðarbæ. 2013-03-0020.
Lagt fram bréf frá Kerecis dagsett 8. mars sl., er fjallar um stuðning Ísafjarðarbæjar við frumkvöðlastarf í Ísafjarðarbæ og beiðni um niðurfellingu fasteigna- gjalda vegna starfsemi fyrirtækisins.
Bæjarráð vísar erindinu til frekari skoðunar í atvinnumálefnd.
Bæjarráð samþykkir að frestur til umsókna um stuðning við frumkvöðla í Ísafjarðarbæ verði framlengdur til 1. maí n.k.
11. Minnisblað íþróttafulltrúa. - Sundlaugin á Suðureyri. 2013-04-0023.
Lagt fram minnisblað Patreks Súna R. Jenssonar, íþróttafulltrúa Ísafjarðarbæjar, dagsett 11. apríl sl., þar sem greint er frá ástandi sundlaugarinnar á Suðureyri og því er þarf að framkvæma svo rekstur laugarinnar megi teljast eðlilegur. Bréfinu fylgir greinargerð um vandamálin og úrbætur.
Lagt fram til kynningar í bæjarráði, er vísar erindinu til frekari skoðunar á umhverfis- og eignasviði í samráði við skóla- og tómstundasvið.
12. Minnisblað formanns stjórnar Byggðasafns Vestfjarða. - Hornstrandastofa. 2013-04-0037.
Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, sem jafnframt er formaður stjórnar Byggðasafns Vestfjarða dagsett 12. apríl sl. Minnisblaðið fjallar um Hornstrandastofu og m.a. viðræður þær er verið hafa á milli Umhverfisstofnunar og Byggðasafns Vestfjarða um byggingu húsnæðis á grunni lóðar Byggðasafnsins ofl.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að unnið verði að byggingu umrædds húss í takti við þær tillögur sem lagðar eru fram í minnisblaði bæjarstjóra. Í því felst að gengið verði út frá því í hönnunarvinnu, að Upplýsingamiðstöð Vestfjarða verði flutt í húsnæði Byggðasafns Vestfjarða í Neðstakaupstað og að stjórn safnsins fái heimild til að vinna málið áfram.
13. Ársreikningur Ísafjarðarbæjar og stofnana 2012, til umræðu í bæjarráði. 2013-03-0037.
Lögð fram drög að ársreikningi Ísafjarðarbæjar og stofnana fyrir starfsárið 2012. Til fundar við bæjarráð erum mættir Jón Oddsson, fjármálastjóri Ísafjarðarbæjar og Jón Þorgeir Einarsson, löggiltur endurskoðandi hjá Endurskoðun Vestfjarða ehf.
Bæjarráð samþykkir ársreikning Ísafjarðarbæjar og stofnana fyrir starfsárið 2012 til endurskoðunar með þeim breytingum er ræddar voru á fundinum.
Bæjarráð samþykkir jafnframt að ársreikningurinn verði lagður fyrir fund bæjarstjórnar þann 18. apríl n.k. til fyrri umræðu.
14. Trúnaðarmál.
Lagt fram trúnaðarmál og rætt í bæjarráði. Málið fært til bókar í trúnaðarmálabók bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11:00.
Þorleifur Pálsson, bæjarritari.
Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.
Albertína F. Elíasdóttir.
Arna Lára Jónsdóttir.
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.