Námskeið fyrir nýja sem reynda starfsmenn Ísafjarðarbæjar - Fimmtudaginn 3. október 2019

Á næstunni er fyrirhugað námskeið fyrir nýja sem reynda starfsmenn hjá Ísafjarðarbæ. Námskeiðið verður haldið fimmtudaginn 3. október 2019 í fundarsal á 4. hæð stjórnsýsluhússins.  Starfsmenn geta valið eftir hentugleika hvort þeir mæti annað hvort kl. 08.30 eða kl. 13.30. Námskeiðið stendur yfir í 2,5 klukkustund.

Á námskeiðinu verður stiklað á stóru varðandi ýmsa þætti í starfsemi Ísafjarðarbæjar, s.s. hlutverk starfsmanna og skyldur, skipurit, starfsmannastefnuna, samskipti á vinnustað, Vinnustund o.fl.  

Allir nýir starfsmenn og aðrir áhugasamir skrá sig til þátttöku með því að senda póst á baldurjo@isafjordur.is.  

Með von um góða þátttöku,

Baldur Ingi Jónasson,

mannauðsstjóri

Er hægt að bæta efnið á síðunni?