Hönnunarstaðall, sniðmát kynninga og bréfsefni

Hönnunarstaðall

Allt efni sem Ísafjarðarbær sendir frá sér skal vera samkvæmt hönnunarstaðli. 

Í hönnunarstaðli má lesa um reglur og útfærslur á notkun merkis, leturgerðir og reglur um litaval í kynningarefni og merkingum. Þar eru merki og aðrir grafískir þættir á vektoraformi sem hægt er að sækja ef skjalið er opnað í Photoshop eða Photopea.

Sniðmát bréfsefnis og glærukynninga og merki Ísafjarðarbæjar

Sniðmát bréfsefnis
Sniðmát glærukynningar 4:3
Sniðmát glærukynningar 16:9

Skjaldarmerki Ísafjarðarbæjar sýnir bát á siglingu á sjávarfleti, til beggja handa eru há Vestfjarðafjöllin en úti fyrir firðinum er miðnætursólin að hníga til viðar.

Merkið var teiknað af Halldóri Péturssyni listmálara og tekið í notkun árið 1966, á 100 ára afmæli Ísafjarðarkaupstaðar. Það var uppfært af Pétri Halldórssyni myndlistarmanni árið 2011.

Reglur gilda um notkun merkisins, en þær má finna í hönnunarstaðli.

Tölvupóstur

Allt starfsfólk skal vera með samræmda undirskrift í tölvupósti. 

Leiðbeiningar fyrir undirskrift í tölvupóst

Sjálfgefin leturgerð í tölvupósti skal vera Arial í leturstærð 11. Sjálfgefin leturgerð er uppfærð með því að opna Outlook, smella á „Skrá“ og velja „Valkostir“ neðst til vinstri. Því næst smellir þú á „Póstur“ og þar velur þú „Bréfsefni og leturgerðir“. Veldu svo flipann „Einkabréfsefni“ og smelltu svo á „Leturgerð“ undir „Ný póstskeyti“. Stilltu á leturgerðina Arial og veldu stærð 11 og svo „Í lagi“. Gerðu það sama fyrir „Svar eða framsending skeyta“ og „Samsetning og lestur skeyta með ósniðnum texta“. Síðan ýtir þú á „Í lagi“ og aftur á „Í lagi“ í glugganum undir og þá ætti þetta að vera komið.