Þjónustumiðstöð (áhaldahús)

Áhaldahús Ísafjarðarbæjar er á Stakkanesi á Ísafirði. Þar geta bæjarbúar sótt sér salt eða sand til að nota sem hálkuvörn. 

Áhaldahúsið er opið:

Mánudaga-fimmtudaga: 7:30-16:45
Föstudaga: 7:30-12:00

Starfsfólk áhaldahússins sinnir fjölbreyttum verkefnum fyrir sveitarfélagið og íbúa þess, meðal annars að hálkuverja götur og gangstéttar auk þess að eiga í samskiptum við verktaka í snjómokstri.

Hægt er að hafa samband við áhaldahúsið vegna:

  • Stíflu í göturæsum (að lóðarmörkum).
  • Bilunar í kalda vatninu, sprunginnar lagnar o.fl., svo fremi sem það er í þeim hluta lagnakerfis sem tilheyrir dreifikerfi vatnsveitu Ísafjarðarbæjar (inn fyrir vegg að fyrsta krana). 

Leiga fánastanga

Frístandandi fánastangir fást leigðar hjá áhaldahúsinu og eru þær pantaðar í gegnum síma eða með því að senda póst á ahaldahus@isafjordur.is. Leigugjöld eru tiltekin í gjaldskrá en við uppsetningu um helgar bætist við álagning vegna útkalls starfsmanns.


Hafa samband:
Stakkanesi
400 Ísafjörður
Sími: 450 8240 / 620 7634
ahaldahus@isafjordur.is

Er hægt að bæta efnið á síðunni?