Kosningar 2024
Boðað hefur verið til Alþingiskosninga laugardaginn 30. nóvember 2024.
Í Ísafjarðarbæ eru sex kjördeildir.
Sérstök athygli er vakin á því að kjörstaðir verða opnir skemur en í fyrri kosningum.
1.-3. kjördeild er í Menntaskólanum á Ísafirði (sjá á korti)
Opið frá 9:00-21:00.
4. kjördeild er í Grunnskólanum á Suðureyri (sjá á korti)
Opið frá 9:00-18:00.
5. kjördeild er í Grunnskóla Önundarfjarðar á Flateyri (sjá á korti)
Opið frá 9:00-18:00.
6. kjördeild er í Grunnskólanum á Þingeyri (sjá á korti)
Opið frá 9:00-18:00.
Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eiga skráð lögheimili á viðmiðunardegi. Kjósendur geta kannað hvar þeir eiga að kjósa á vef Þjóðskrár.
Listi yfir frambjóðendur
Yfirkjörstjórn
Yfirkjörstjórn skal kosin á fyrsta fundi nýkjörinnar sveitarstjórnar til fjögurra ára í senn. Yfirkjörstjórnir skulu jafnan vera reiðubúnar til þess að mæta fyrirvaralaust á fundi á kjördegi til ákvarðana og úrskurða í sambandi við kosninguna ef með þarf.
Yfirkjörstjórn Ísafjarðarbæjar:
Kristín Þóra Henrysdóttir, kristinhenrysd@gmail.com, s. 823 2078.
Jóhanna Oddsdóttir, granigardur@hotmail.com, s. 848 0915
Guðný Stefanía Stefánsdóttir, gudnystef@simnet.is, s. 861 1072
Tímalína
18. október
Kjördagur auglýstur
29. október
Viðmiðunardagur kjörskrár
Á kjörskrá eru þau sem uppfylla skilyrði til að kjósa í kosningum. Viðmiðunardagur kjörskrár er klukkan 12:00 þann 29. október.
31. október
Framboðsfrestur rennur út
Framboðsfrestur rennur út klukkan 12:00 fimmtudaginn 31. október.
31. október
Kjörskrá auglýst
Hægt verður að fletta upp hvort einstaklingur sé á kjörskrá eftir þennan dag.
3. nóvember
Landskjörstjórn tilkynnir um gild framboð
7. nóvember
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst
Hægt er að kjósa m.a. hjá sýslumönnum, í sendiráðum og hjá ræðismönnum erlendis.
Kjósendur sem kjósa utan síns kjördæmis þurfa sjálfir að taka atkvæðisbréfið sitt og skila því til kjörstjórnar í því sveitarfélagi sem þeir tilheyra. Sveitarfélagið skal varðveita atkvæðisbréfið á öruggum stað í innsigluðum kassa þar til kjördagur kemur. Ef kjósandi kýs hjá kjörstjóra á kjördegi, ber honum að sjá sjálfur um að skila atkvæðisbréfinu.
Hjá Ísafjarðarbæ er tekið á móti atkvæðisbréfum á bæjarskrifstofunum að Hafnarstærti 1, 2. hæð. Opnunartími er kl. 10-12 og 12.30 -15 alla virka daga.
29. nóvember
Kosningu utan kjörfundar erlendis lýkur
30. nóvember
Kjördagur
Kosið verður til Alþingis
Kosið utan kjörfundar
Hægt er að kjósa utan kjörfundar á skrifstofu sýslumanns.
Kosið utan kjördæmis
Hægt er að kjósa utan kjördæmis hjá sýslumönnum, í sendiráðum og hjá ræðismönnum erlendis.
Upplýsingar um atkvæðagreiðslu hjá sýslumannsembættum
Listi yfir íslensk sendiráð og ræðismenn
Ef kjósandi er í vafa um hvar og hvernig eigi að kjósa erlendis er best að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í gegnum hjalp@utn.is eða í síma +354 5459900.
Kjósendur sem kjósa utan síns kjördæmis þurfa sjálfir að taka atkvæðisbréfið sitt og skila því til kjörstjórnar í því sveitarfélagi sem þeir tilheyra. Sveitarfélagið skal varðveita atkvæðisbréfið á öruggum stað í innsigluðum kassa þar til kjördagur kemur. Ef kjósandi kýs hjá kjörstjóra á kjördegi, ber honum að sjá sjálfur um að skila atkvæðisbréfinu.
Hjá Ísafjarðarbæ er tekið á móti atkvæðisbréfum á bæjarskrifstofunum að Hafnarstærti 1, 2. hæð. Opnunartími er kl. 10-12 og 12.30 -15 alla virka daga.
Hæfi kjörstjórnarmanna
Hæfisreglum kosningalaga var breytt 1. september 2023, eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar, vegna of strangra hæfisreglna sem olli vandkvæðum við mönnun undirkjörstjórna.
Í 18. gr. laganna segir:
Kjörstjórnarmaður, sbr. 15. gr., og fulltrúi í landskjörstjórn skal víkja sæti ef til úrskurðar er mál:
a. er varðar maka hans eða sambúðarmaka, enda sé sambúðin skráð í þjóðskrá, eða þann sem er skyldur honum eða mægður í beinan legg eða að öðrum lið til hliðar eða tengdur honum með sama hætti við ættleiðingu, eða
b. ef að öðru leyti en greinir í a-lið eru fyrir hendi þær aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu.
Ágreiningi um hæfi kjörstjórnarmanns og fulltrúa í landskjörstjórn til að úrskurða í máli má skjóta til úrskurðarnefndar kosningamála skv. 22. gr.
Með öðrum orðum þýðir þetta að kjörstjórnarmaður er vanhæfur EF hann er tengdur frambjóðanda með eftirfarandi hætti OG verið er að úrskurða um mál þar sem vensl eru eftirfarandi:
- Er eða hefur verið maki frambjóðanda.
- Er eða hefur verið í skráðri sambúð með frambjóðanda.
- Er skyldur í beinan legg: Afi, amma, mamma, pabbi, barn eða barnabarn er frambjóðandi.
- Er skyldur í öðrum lið til hliðar: Systkini, frændsystkini, föður- eða móðursystkini er frambjóðandi.
- Mægður frambjóðanda í beinan legg eða að öðrum lið til hliðar. Með mægðun er hér átt við tengsl sem stofnast gegnum hjúskap. Veldur það þá vanhæfni ef maki þinn er skyldur frambjóðanda sem segir í 3 og 4 lið.
- Skyldleiki samkvæmt 3. 4. og 5 lið gilda einnig um ættleiðingar.
Ef vafi leikur á um hæfi er kjörstjórnarmönnum bent á að hafa samband við yfirkjörstjórn.