Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 5. fundur - 6. nóvember 2014
Dagskrá:
1. |
2014080027 - Fjárhagsáætlun 2015 |
|
Tekin fyrir að nýju fjárfestingaráætlun fyrir árin 2015-2019 ásamt rekstraráætlun fyrir málaflokka 10, 11 og 33. |
||
Jóhann Birkir Helgason bæjartæknifræðingur fór yfir fjárfestingaráætlun og rekstraráætlun með nefndinni. |
||
|
||
2. |
2014100017 - Ályktun af aðalfundi Skógræktarfélags Íslands 2014 |
|
Lagt fram bréf Skógræktarfélags Íslands, dags. 6. október sl., um landgræðsluskóga í lúpínubreiðum. |
||
Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur umhverfisfulltrúa að hafa samband við skógræktarfélög á svæðinu. |
||
|
||
3. |
2014020082 - Grenjavinnsla 2014 |
|
Tekið fyrir erindi Umhverfisstofnunar ódagsett, er varðar endurgreiðslur til sveitarfélaga vegna refaveiða. Jafnframt liggur fyrir samningur við Ísafjarðarbæ um refaveiðar fyrir árin 2014-2016 dags. 3.10.2014 |
||
Nefndin bendir á að framlag ríkisins hefur á fáum árum lækkað úr 50% niður í 10% og telur það hlutfall algjörlega óviðunandi og getur ekki mælt með að samið verði á þeim forsendum. |
||
|
||
4. |
2011030002 - Hverfisráð Ísafjarðarbæ |
|
Lögð er fram til kynningar fundargerð hverfisráðs Holta- og Tunguhverfis frá 20. október sl. og Eyrar og efri bæjar frá 21. október 2014. |
||
Lagt fram til kynningar. Nefndin bendir á að í deiliskipulagi Tunguhverfis er gert ráð fyrir leiksvæði. |
||
|
||
5. |
2014110002 - Umhverfismatsdagurinn 2014 |
|
Skipulagsstofnun vill vekja athygli á því að glærur frá Umhverfismatsdeginum 2014 eru nú aðgengilegar á heimasíðu Skipulagsstofnunar |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
6. |
2014100066 - Verndar- og stjórnunaráætlun fyrir náttúruvættið Dynjanda í Arnarfirði |
|
Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar, dagsett 27. október sl., þar sem óskað er eftir að Ísafjarðarbær tilnefni fulltrúa í samstarfsnefnd um gerð verndar- og stjórnunaráætlunar fyrir náttúruvættið Dynjanda í Arnarfirði. |
||
Nefndin leggur til að Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi, verði fulltrúi Ísafjarðarbæjar. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:31
Lína Björg Tryggvadóttir |
|
Gunnar Jónsson |
Kristín Hálfdánsdóttir |
|
Óðinn Gestsson |
Jóna Símonía Bjarnadóttir |
|
Helga Dóra Kristjánsdóttir |
Jóhann Birkir Helgason |
|
Hálfdán Bjarki Hálfdánsson |
|
|
|