Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 19. fundur - 29. september 2015
Dagskrá:
1. |
Jarðskriðuhætta og lúpína - 2015080083 |
|
Lagt fram minnisblað frá umhverfisfulltrúa um áhrif lúpínugróðurs á jarðskriðu- og snjóflóðahættu. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
2. |
Ágengar plöntur 2016 - 2015080042 |
|
Lögð fram tillaga um átak gegn útbreiðslu lúpínu og skógarkerfils, unnin af Matthildi Ástu Hauksdóttur garðyrkjustjóra og Ralf Trylla umhverfisfulltrúa dags. 24.9.2015 með meðfylgjandi teikningum. |
||
Nefndin tekur vel í hugmyndir umhverfisfulltrúa og garðyrkjufulltrúa og felur þeim að útfæra þær nánar og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar. |
||
|
||
3. |
Tjaldsvæði í Ísafjarðarbæ 2016 - 2015080043 |
|
Fyrirkomulag reksturs tjaldsvæða í Ísafjarðarbæ á komandi sumri. |
||
Það er sérstök staða að sveitarfélag taki jafn ríkan þátt í rekstri salerna fyrir umferð alls ferðafólks um jafn vinsælan áningarstað og Dynjandisvog. Kostnaður Ísafjarðarbæjar vegna reksturs salerna er langt umfram tekjur af tjaldsvæðinu. Í ljósi þessa leggur umhverfis- og framkvæmdanefnd til við bæjarstjórn að Ísafjarðarbær hætti rekstri tjaldsvæðis við Dynjanda í óbreyttu formi og skoði aðrar leiðir. |
||
|
||
4. |
Fjárhagsáætlun 2016 - 2015030048 |
|
Lagt fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, dags. 21.9.2015 um gjaldskrár Ísafjarðarbæjar 2016. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
5. |
Gjald á einstaklinga vegna sorpförgunar í móttökustöð Funa - 2015080054 |
|
Lagt fram minnisblað umhverfisfulltrúa um meðhöndlun óvirks úrgangs. |
||
Rætt um möguleika þess að hætta gjaldtöku fyrir förgun óvirks úrgangs. |
||
|
||
6. |
Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2015 - 2015020078 |
|
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendi til umsagnar frumvarp til laga um |
||
Nefndin felur varaformanni að skila inn athugasemdum. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30
Lína Björg Tryggvadóttir |
|
Kristín Hálfdánsdóttir |
Jónas Þór Birgisson |
|
Jón Reynir Sigurðsson |
Hálfdán Bjarki Hálfdánsson |
|
Ralf Trylla |