Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 1. fundur - 21. ágúst 2014

Dagskrá:

1.

2012110034 - Endurskoðun erindisbréfa nefnda

 

Lagt fram erindisbréf nefndar um umhverfis- og framkvæmdamál.

 

Nefndin gerir breytingar á drögunum en frestar fullnaðarafgreiðslu til næsta fundar.

 

   

2.

2014080038 - Árlegur fundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda/umhverfisnefnda sveitarfélaga

 

Lagður fram tölvupóstur dags. 15. ágúst 2014 frá Magneu I Kristinsdóttur fh. Umhverfisstofnunar þar sem óskað er eftir upplýsingum um þá sem eiga sæti í náttúruverndarnefndum/umhverfisnefndum sveitarfélaga ásamt kynningu á árlegum fundi Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda/umhverfisnefnda sveitarfélaga.

 

Nefndin felur upplýsingafulltrúa að senda umbeðnar upplýsingar til Umhverfisstofnunar.

 

   

3.

2012090004 - Leyfissvæði og rannsóknarleyfi fyrir Íslenska kalkþörungafélagið í Arnarfirði og Ísafjarðardjúpi

 

Lagt fram fréf Orkustofnunar dags. 2. ágúst 2014 er varðar umsögn um umsókn Íslenska Kalkþörungafélagsins ehf. um viðbætur við leyfi til leitar og rannsókna á kalkþörungaseti á hafsbotni í Önundarfirði og Ísafjarðardjúpi, að meðtöldum Jökulfjörðum.

 

Nefndin fagnar því að fram fari rannsóknir sem styrkt geta atvinnulíf á svæðinu, en óskar eftir því að haft verði samband við sveitarfélagið um tímasetningu rannsóknanna. Að öðru leyti eru ekki gerðar athugasemdir við umsóknina.

 

   

4.

2014050096 - Upplýsingar um notkun almenningssamgangna Ísafjarðarbæjar

 

Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar 18. ágúst sl. fól bæjarráð nefnd um umhverfis- og framkvæmdamál að endurskoða almenningssamgöngur í Ísafjarðarbæ.

 

Nefndin óskar eftir kostnaðargreiningu og öðrum gögnum fyrir næsta fund.

 

   

5.

2014080034 - Afmæli rækjuiðnaðar á Ísafirði

 

Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar 18. ágúst sl. var erindi Jónu Símoníu Bjarnadóttur, forstöðumanns gamla skjúkrahússins - Safnahúsinu, dags. 11. ágúst 2014, með tillögum um hvernig væri hægt að minnast afmælis rækjuiðnaðarins árið 2016 vísað til nefndar um umhverfis- og framkvæmdamál.

 

Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur umhverfisfulltrúa að vera í sambandi við bréfritara.

 

   

6.

2011070061 - Umhverfisvottaðir Vestfirðir

 

Lína Björg Tryggvadóttir vekefnastjóri kynnti stöðu umhverfisvottunar sveitarfélaga á Vestfjörðum ásamt tillögum varðandi verkefnið Plastpokalausir Vestfirðir sem áætlað er að setja á 5 ára framkvæmdaáætlun.

 

Nefndin þakkar kynninguna.

 

   

7.

2014080039 - Jarðgerð á heimilissorpi

 

Lagt fram bréf dags. 18. ágúst 2014 frá Kristínu Hálfdánsdóttir og Jónasi Birgissyni þar sem þau leggja til að hafinn verði undirbúningur við jarðgerð lífræns sorps í Ísafjarðarbæ.

 

Nefndin hvetur til þess að hafinn verði undirbúningur við jarðgerð lífræns sorps og felur umhverfisfulltrúa að kanna málið frekar.

 

   

 

8. Önnur Mál.

„Full nauðsyn er á að skerpa á reglum, viðurlögum og eftirfylgni varðandi stöðuleyfi fyrir gáma, kör og aðrar hirslur á víðavangi á atvinnusvæðum í Ísafjarðarbæ. Lýst er yfir fullum stuðningi við tæknideild bæjarins í þeirri viðleitni að koma þessum málum í rétt horf og óskað er eftir nýjustu gögnum sem hafa verið unnin.“

Undir bókunina rita Jónas Þór Birgisson, Kristín Hálfdánsdóttir, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Lína Björg Tryggvadóttir og Gunnar Jónsson.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19.03

 

Nanný Arna Guðmundsdóttir, formaður

Lína Björg Tryggvadóttir, varaformaður

Gunnar Jónsson, aðalmaður

Kristín Hálfdánsdóttir, aðalmaður

Jónas Þór Birgisson, varamaður

Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri

Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, upplýsingafulltrúi

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?