Stjórn Þróunar- og starfsmenntunarsjóðs Ísafjarðarbæjar - 25. fundur - 27. apríl 2009

Til fundarins voru mætt Gerður Eðvarsdóttir mannauðsstjóri, sem ritaði fundargerð, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs, Jón Halldór Oddsson, fjármálastjóri, Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri skóla- og fjölskyldusviðs og Þorleifur Pálsson, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.



Eftirfarandi gert:



1. Ákveðinn hámarksstyrkur vegna skólaársins 2008-2009.  2008-10-0045.


Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2009 var samþykkt að framlag til Þróunar- og starfsmenntunarsjóðs lækkaði úr kr. 3.644.000,- í kr. 2.000.000,- vegna erfiðrar fjárhagsstöðu og samdráttar í rekstri sveitarfélagsins. Í samræmi við þá ákvörðun ákvað stjórn sjóðsins að lækka hámarksstyrkupphæð til einstakra umsækjenda vegna skólaársins 2008-2009, úr kr. 100.000,- í kr. 60.000,-.



2. Afgreiðsla umsókna um styrki úr Þróunar- og starfsmenntunarsjóði 2008-2009 sem frestað var á síðasta fundi.  2008-10-0045.


Á 24. fundi Þróunar- og starfsmenntunarsjóðs sem haldinn var 20. apríl sl. var mannauðsstjóra falið að kanna kostnað sveitarfélagsins vegna fjarveru þeirra umsækjenda sem um ræðir.


Um er að ræða 8 umsóknir um launaða fjarveru frá eftirtöldum aðilum vegna skólaársins 2008-2009.


Bryndís Gunnarsdóttir  kt. 310775-3399, nám í leikskólakennarafræðum við HÍ.


Erna Björk Jónsdóttir kt. 050576-4349, nám í leikskólakennarafræðum við HÍ.


Guðlaug Jónsdóttir kt. 070566-4359, nám í kennslufræðum við HÍ.


Indíana Einarsdóttir kt. 210488-5559, nám í grunnskólakennarafræðum við HÍ.


Lilja Debora Ólafsdóttir kt. 040576-3989, nám í leikskólakennarafræðum við HÍ.


Nína Dís Ólafsdóttir kt. 250385-3829, nám í leikskólakennarafræðum við HÍ.


Sigrún Arna Elvarsdóttir kt. 070475-5539, nám í sérkennslufræðum við HÍ.


Sæunn Sigríður Sigurjónsdóttir kt. 211177-5519, nám í leikskólakennarafræðum við HÍ.


Við skoðun á kostnaði við fjarveru viðkomandi starfsmanna kom í ljós að ekki var ráðin afleysing fyrir þessa starfsmenn meðan á fjarveru þeirra stóð og var því ekki um að ræða aukakostnað vegna fjarveru þeirra. Með hliðsjón af því samþykkti stjórn sjóðsins að viðkomandi umsækjendur haldi launum í fjarveru sinni vegna námsins, þó aldrei lengra tímabil en fjórar vikur en í reglum Þróunar- og starfsmenntunarsjóðs segir m.a. í grein 9:


Velji umsækjandi að halda launum í fjarveru getur slíkur styrkur aldrei numið lengra tímabili en fjórum vikum á ársgrundvelli og þarf skrifleg heimild viðkomandi forstöðumanns að liggja fyrir þegar sótt er um slíkan styrk, enda þarf viðkomandi stofnun að taka á sig kostnað umfram mótframlag Þróunar- og starfsmenntunarsjóðs þ.e. hámarks fjárhæð styrks á viðkomandi ári (nú kr. 60.000,-).


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:30.


Gerður Eðvarsdóttir.


Halldór Halldórsson.


Jóhann B. Helgason.


Jón H. Oddsson.


Margrét Geirsdóttir.


Þorleifur Pálsson.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?