Stjórn Þróunar- og starfsmenntunarsjóðs Ísafjarðarbæjar - 24. fundur - 20. apríl 2009
Til fundarins voru mætt Gerður Eðvarsdóttir mannauðsstjóri, sem ritaði fundargerð, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs, Jón Halldór Oddsson, fjármálastjóri, Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri skóla- og fjölskyldusviðs og Þorleifur Pálsson, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.
Eftirfarandi gert:
1. Afgreiðsla umsókna um styrki úr Þróunar- og starfsmenntunarsjóði 2008-2009. 2008-10-0045.
Lagt fram yfirlit styrkumsókna sem borist hafa sjóðnum. Alls hafa borist 10 umsóknir um styrki úr sjóðnum vegna skólaársins 2008-2009.
Umsóknir bárust frá eftirtöldum aðilum:
Bryndís Gunnarsdóttir kt. 310775-3399, nám í leikskólakennarafræðum við HÍ.
Erna Björk Jónsdóttir kt. 050576-4349, nám í leikskólakennarafræðum við HÍ.
Guðlaug Jónsdóttir kt. 070566-4359, nám í kennslufræðum við HÍ.
Indíana Einarsdóttir kt. 210488-5559, nám í grunnskólakennarafræðum við HÍ.
Lilja Debora Ólafsdóttir kt. 040576-3989, nám í leikskólakennarafræðum við HÍ.
Margrét Halldórsdóttir kt. 200869-5759, vettvangsferð til Austurríkis og Ítalíu á alþjólega sýningu fyrir skíðasvæði.
Nína Dís Ólafsdóttir kt. 250385-3829, nám í leikskólakennarafræðum við HÍ.
Ralf Trylla kt. 210375-2799, íslenska fyrir útlendinga á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða.
Sigrún Arna Elvarsdóttir kt. 070475-5539, nám í sérkennslufræðum við HÍ.
Sæunn Sigríður Sigurjónsdóttir kt. 211177-5519, nám í leikskólakennarafr. við HÍ.
Stjórn sjóðsins samþykkir að styrkja eftirfarandi umsækjendur:
Ralf Trylla, vegna íslenskunáms, kr. 9.000,-.
Margrét Halldórsdóttir vegna vettvangsferðar til Austurríkis og Ítalíu, upphæð verði ákveðin þegar upplýsingar um kostnað liggja fyrir.
Aðrar umsóknir voru umsóknir um launaða fjarveru vegna náms og var afgreiðslu þeirra frestað til næsta fundar og mannauðsstjóra falið að skoða frekar kostnað á bak við fjarveru einstaka umsækjanda. Næsti fundur ákveðinn að viku liðinni og að á þeim fundi verði afgreiddar þessar umsóknir.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:00
Gerður Eðvarsdóttir
Halldór Halldórsson
Jóhann B. Helgason
Jón H. Oddsson
Margrét Geirsdóttir
Þorleifur Pálsson