Stjórn skíðasvæðis - 7. fundur - 20. janúar 2007

Á fundinn mættu: Steingrímur Einarsson, formaður, Þórunn Pálsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Jón Páll Hreinsson, Margrét Halldórsdóttir, formaður Skíðafélags Ísfirðinga og Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi.


Þetta var gert:



1. Samstarf við Skíðafélag Ísfirðinga.


Rætt um kjör Skíðafélagsmanna.  Vetrarkort skíðabarna eru innifalin í æfingagjöldum og er styrkur til félagsins.  Þjálfarar fá einnig frí vetrarkort.  Rætt um samstarf Skíðafélagins og skíðasvæðisins varðandi aðkomu að markaðssetningu skíðasvæðisins.  Skíðafélagið hefur átt góð samskipti við starfsmenn og forstöðumann skíðasvæðis og verður svo áfram.  Ákveðið var að kalla formann Skíðafélagsins reglulega á fund nefndarinnar.  Margrét Halldórsdóttir vék af fundi.



2. Skíðadagur fjölskyldunnar.


Ákveðið að fresta skíðadegi fjölskyldunnar og halda hann í samráði við Skíðafélag Ísfirðinga og gera jafnframt meir úr honum. 



3. Markaðssetning Skíðasvæðis


Nauðsynlegt er að finna fleiri leiðir til þess að auka tekjur skíðasvæðisins.  Tæpast er hægt að komast hjá kostnaði vegna markaðssetningar.  Ákveðið að kalla Rúnar Óla Karlsson, ferðamálafulltrúa sveitarfélagsins og Sigríði Kristjánsdóttur á næsta fund nefndarinnar.  Ákveðið að senda skíðafélögum á landinu dreifibréf með upplýsingum um skíðasvæðið, afsláttarkjör, æfingaaðstöðu o.fl. 


Kynningarmál Skíðasvæðisins þarf að endurbæta.  Leggja þarf áherslu á ?fría? kynningu s.s. upplýsingar á heimasíðu, aðkomu að textavarpi, fjölmiðlum, símsvara o.fl. 


Ákveðið að nefndarmenn skoði þær upplýsingar sem þegar eru til staðar um skíðasvæðið og beri saman við önnur skíðasvæði.  Áframsendi síðan starfsmanni nefndarinnar ábendingar um endurbætur og hugmyndir að bættu upplýsingastreymi.  Starfsmanni falið að vinna umræddar endurbætur, dreifibréf, fríar kynningar o.fl. 


Jóni Páli falið að setja upp kynningaráætlun fyrir Skíðasvæðið og kostnað vegna hennar. 


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 12:12.


Steingrímur Einarsson, formaður.


Þórunn Pálsdóttir.    


Arna Lára Jónsdóttir. 


Jón Páll Hreinsson.    


Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi. 


Margrét Halldórsdóttir, form. Skíðafélags Ísfirðinga.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?