Stjórn skíðasvæðis - 6. fundur - 11. janúar 2007

Á fundinn mættu: Jón Björnsson íþrótta- og tómstundafulltrúi og Björgvin Sveinsson umsjónarmaður Skíðasvæðis. Steingrímur Einarsson, formaður, boðaði forföll og mætti Jón Páll Hreinsson í hans stað, Haraldur Tryggvason boðaði forföll og mætti Arna Lára Jónsdóttir í hans stað. Þórunn Pálsdóttir boðaði forföll.  Engin mætti í hennar stað.


Fundargerð ritaði Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi.


Þetta var gert:



1. Rætt um afslætti á árskortum og dagskortum í janúar 2007. 


Lagt til að gefin verði afsláttur á vetrarkortum í janúarmánuði.  Verð kortanna verði kr. 12.000.- fyrir fullorðna og kr. 5.000.- fyrir börn.  Ætlunin er að fjölga notendum á Skíðasvæðinu með þessum afslætti.  Einnig er lagt til að afsláttur verði gefin af dagskortum allt að 20% út janúarmánuð.


Nefndin leggur til eftirtalin afsláttarverð í janúar 2007.


     


     Dagskort fullorðnir, virkir dagar: kr. 1.000.- 


     Dagskort fullorðnir, helgar: kr. 1.200.-


     Dagskort börn, virkir dagar: kr. 400.-


     Dagskort börn, helgar: kr. 550.-


     Vetrarkort fullorðnir    kr. 12.000.-


     Vetrarkort börn     kr.   5.000.-



2. Skíðadagur fjölskyldunnar. 


Rætt um að halda skíðadag fjölskyldunnar 27. og 28. janúar n.k.  Frítt verði á skíðasvæðið þá helgi og kannað verði hvort Skíðafélagið geti komið að deginum t.d. með skíðakennslu.  Ákveðið að kalla formann Skíðafélagsins á næsta fund nefndarinnar vegna umrædds máls.   



3. Opnunartími Skíðasvæðis í janúar.


Lagt til breytingar á opnunartíma.  Lokað verði fyrr á mánudögum og föstudögum         samkvæmt tillögu frá umsjónarmanni og íþrótta- og tómstundafulltrúa.  Umsjónarmaður hefur þó heimild til þess að lengja opnunartíma þá daga sem þörf er á, enda hafi hann samráð við íþrótta- og tómstundafulltrúa vegna þess.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 13:20.


Jón Páll Hreinsson, varaformaður.


Arna Lára Jónsdóttir.    


Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi. 


Björgvin Sveinsson, umsjónarmaður Skíðasvæðis.


 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?