Stjórn skíðasvæðis - 32. fundur - 19. mars 2009
Á fundinn mættu: Steingrímur Einarsson, formaður, Þórunn Pálsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Margrét Halldórsdóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi, og forstöðumaður skíðasvæðis Úlfur Guðmundsson. Fundargerð ritaði Steingrímur Einarsson.
Þetta var gert.
1. Rætt um þau mál sem út af standa hjá stjórn félagsins.
Almennar umræður.
2. Skýrsla, framtíðarsýn og markmið skíðasvæða Ísafjarðarbæjar.
Skýrslunni er ekki lokið en formanni falið að taka saman þau gögn sem fyrir liggja og afhenda íþrótta- og tómstundafulltrúa Ísafjarðarbæjar.
3. Staða skíðasvæðanna.
Rætt um fjárhagstöðu og framkvæmdir á skíðsvæðunum.
4. Laun vegna nefndarstarfa.
Stjórn skíðasvæðis samþykkir að falla frá greiðslu launa vegna nefndarstarfa frá og með síðustu áramótum.
5. Fjölskyldudagurinn.
Stjórnin leggur til að stefnt skuli að sérstökum fjölskyldudegi laugardaginn 28. mars næstkomandi. Forstöðumanni er falið að vinna að þessu í samvinnu við stjórn Skíðafélags Ísfirðinga.
6. Önnur mál.
Þar sem allt útlit er fyrir, að þetta sé síðasti fundur stjórnar, langar okkur til að þakka Úlfi Guðmundssyni, forstöðumanni skíðasvæðis, fyrir góð störf og viðkynningu og óskum við honum alls hins besta í störfum sínum í framtíðinni.
Það er einlæg ósk okkar að starfssemi skíðasvæðanna verði áfram blómleg.
Fleira ekki gert, fundagerð lesin upp og samþykkt, fundi slitið kl. 11:30.
Steingrímur Einarsson, formaður.
Þórunn Pálsdóttir.
Arna Lára Jónsdóttir.
Úlfur Guðmundsson.
Margrét Halldórsdóttir.