Stjórn skíðasvæðis - 24. fundur - 4. janúar 2008
Árið 2008, klukkan 15:00 föstudaginn 4. janúar hélt stjórn Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar fund að Á fundinn mættu: Steingrímur Einarsson, formaður, Arna Lára Jónsdóttur, Þórunn Pálsdóttir og forstöðumaður skíðasvæðis Úlfur Guðmundsson.
Fundargerð ritaði Steingrímur Einarsson.
Þetta var gert.
1. Starfslýsing forstöðumanns
Farið yfir starfslýsingu forstöðumanns, hún lagfærð og samþykkt samhljóða af stjórn Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar.
2. Ráðning vélamanns á Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar.
Lagt til að Björgvin Sveinsson verði ráðin sem vélamaður á skíðasvæðið og Úlfi Guðmundssyni, forstöðumanni, falið að ganga frá ráðningu.
3. Verðlagning.
Lagt til að gjaldfrítt verði fyrir börn fædd á árinu 2000 og síðar, að öðru leiti gildir fyrri samþykkt um gjaldskrá.
Fleira ekki gert, fundagerð upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:09.
Steingrímur Einarsson, formaður.
Arna Lára Jónsdóttir.
Þórunn Pálsdóttir.
Úlfur Guðmundsson, forstöðumaður.