Stjórn skíðasvæðis - 11. fundur - 19. mars 2007

Á fundinn mættu: Steingrímur Einarsson, formaður, Arna Lára Jónsdóttir, Þórunn Pálsdóttir, Björgvin Sveinsson, forstöðumaður Skíðasvæðis og Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi.  Fundargerð ritaði Jón Björnsson


Þetta var gert:



1. Beiðni frá Skíðafélagi Ísfirðinga vegna unglingameistaramóts Íslands.


Lagt fram bréf frá Skíðafélagi Ísfirðinga þar sem óskað er eftir samstarfi vegna unglingameistaramóts Íslands á skíðum, sem haldið verður hér á Ísafirði dagana 23. ? 25. mars n.k.  Félagið óskar eftir því að skíðasvæðið verði unnið vel fyrir helgina, opnunartími verði aukinn meðan á undirbúningi fyrir mótið stendur svo og mótsdagana og bílaplön og aðkomuvegir verði greiðfærir.  Metnaður verði lagður í vel heppnað mót sem verði félaginu jafnt sem skíðasvæðinu til sóma. 


Stjórnin heimilar forstöðumanni skíðasvæðis, að auka tímabundið vinnu við skíðasvæðið enda er það vilji stjórnar að mótið gangi vel. 



2. Hlutverk Skíðasvæðis í skíðaviku.


Rætt um hlutverk Skíðasvæðisins í skíðavikunni.  Starfsmenn tryggja undirbúning svæðisins, brekkur, göngubrautir, aðkomuvegi og bílastæði. Skíðasvæðið mannar lyftur, troðara, stjórn á bílastæðum og við lyfturaðir. Starfsmenn aðstoði dagskrárhaldara eftir þörfum. 



3. Verð á Páskakortum.


Rætt um verð á Skíðasvæðið um Páskahelgina. Ákveðið var að helgardagkort fullorðinna verði kr. 1.500.- og barnakort kr. 750.- (Páskahelgin).  Þá verði seld skíðavikukort sem gilda frá Skírdegi til og með annars í páskum og kosta þau kr. 4.800.- fyrir fullorðna og kr. 2.400.- fyrir börn.



4. Opnunartímar um Páskana.


Opið verður á Skíðasvæðinu mánudag til miðvikudags í Dymbilviku frá klukkan 13:00 til 20:00.  Skírdag til og með annars í páskum verður opið frá klukkan 10:00 til 17:00.  Forstöðumaður hefur heimild til þess að lengja opnunartíma ef veður er gott og fjölmargir gestir í fjalli og/eða beiðni kemur þar að lútandi, s.s. um kvöldskíðun.



5. Önnur mál.


Skíðasvæðinu hafa borist gjafir frá ýmsum fyrirtækjum í sveitafélaginu í formi eldsneytisolíu á troðarana.  Rekstrarkostnaður troðaranna hefur lækkað sem því nemur og er aukið svigrúm til betri þjónustu við gesti svæðisins. 


Eru fyrirtækjunum færðar bestu þakkir. 


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 19:31.


Steingrímur Einarsson, formaður.


Arna Lára Jónsdóttir.     


Þórunn Pálsdóttir.


Björgvin Sveinsson, forstöðumaður.      


Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?