Nefnd um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu - 3. fundur - 27. október 2014
Dagskrá:
1. |
2014080062 - Ungmennaráð Ísafjarðarbæjar |
|
Viðræður við ungt fólk í Ísafjarðarbæ vegna hugsanlegs hlutverks ungmennaráðs. |
||
Til fundarins mættu Hekla Hallgrímsdóttir, Pétur Ernir Svavarsson og Melkorka Ýr Magnúsdóttir, fulltrúar ungmenna Ísafjarðarbæjar á fundinum. Umræður fóru fram um hvernig þau sæju fyrir sér aðkomu ungmennaráðs að stjórnsýslu sveitarfélagsins. Lögðu þau til að aðkoma þeirra myndi vera með þrennum hætti: |
||
|
||
2. |
2011030002 - Hverfisráð Ísafjarðarbæ |
|
Undirbúningur að stofnun hverfisráðs í Súgandafirði. Skipulagning aðkomu hverfisráða að ákvörðunum Ísafjarðarbæjar. |
||
Stefnt er að því að halda stofnfund hverfisráðs í Súgandafirði mánudaginn 10. nóvember n.k. kl. 17:00. Starfsmanni nefndarinnar var falið að setja auglýsingu þess efnis á heimasíðu og facebook síðu Ísafjarðarbæjar. Enn fremur var rætt um að heyra í þeim aðilum sem eru í forsvari fyrir hópa um hverfisráð/íbúasamtök á Flateyri og Hnífsdal. |
||
|
||
3. |
2014060094 - Áheyrnarfulltrúar framsóknarflokks í nefndum |
|
Á 845. fundi bæjarráðs sem haldinn var 30. júní sl.,var lagt fram bréf Marzellíusar Sveinbjörnssonar, oddvita Framsóknarflokksins á Ísafirði, þar sem þess var farið á leit að flokkurinn fengi áheyrnarfulltrúa með tillögurétt í nefndum Ísafjarðarbæjar. |
||
Starfsmanni nefndarinnar var falið að kanna hvernig málum væri háttað í öðrum sveitarfélögum varðandi greiðslur til áheyrnarfulltrúa. Jafnframt var honum falið að setja fram upplýsingar um þann kostnað sem greiðslur til áheyrnarfulltrúa hefði í för með sér. |
||
|
||
4. |
2014080062 - Verkefni nefndar um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu |
|
Önnur mál |
||
Fram kom að starfsmaður nefndarinnar hefði verið að kynna sér gæðakerfi Kópavogsbæjar og nefnt áhuga bæjarskrifstofunnar að innleiða slíkt kerfi hjá Ísafjarðarbæ. Þau mál eru í skoðun hjá bænum. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:50
Arna Lára Jónsdóttir |
|
Gunnar Páll Eydal |
Sólveig Guðnadóttir |
|
Þórdís Sif Sigurðardóttir |
|
|
|