Nefnd um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu - 3. fundur - 27. október 2014

Dagskrá:

 

1.

2014080062 - Ungmennaráð Ísafjarðarbæjar

 

Viðræður við ungt fólk í Ísafjarðarbæ vegna hugsanlegs hlutverks ungmennaráðs.

 

Til fundarins mættu Hekla Hallgrímsdóttir, Pétur Ernir Svavarsson og Melkorka Ýr Magnúsdóttir, fulltrúar ungmenna Ísafjarðarbæjar á fundinum. Umræður fóru fram um hvernig þau sæju fyrir sér aðkomu ungmennaráðs að stjórnsýslu sveitarfélagsins. Lögðu þau til að aðkoma þeirra myndi vera með þrennum hætti:
a) Ungmennaráð fundaði sjálft á reglulegum fundum.
b) Fulltrúi ungmennaráðs yrði boðaður á fundi nefnda þar sem málefni eru á dagskrá sem varða ungt fólk.
c) Haldnir verði samráðsfundir ungmennaráðs og bæjarstjórnar.
Enn fremur var talið mikilvægt að ungmennaráð hefði tengilið í stjórnsýslu sveitarfélagsins sem væri til taks fyrir ungmennaráð ef þau hefðu einhverjar spurningar, boðaði fundi í samráði við formann ungmennaráðs og hefði eftirlit með því að ungmennaráð væri virkt.
Rætt var um að eðlilegt væri að ungmennaráð væri skipað ungmennum á aldrinum 13-20 ára. Lagt var til að það væri skipað einum fulltrú frá Grunnskólanum á Flateyri, einum frá grunnskólanum á Suðureyri, einum frá grunnskólanum á Þingeyri, tveimur frá Grunnskóla Ísafjarðar, tveimur frá Menntaskóla Ísafjarðar og einum sem skipaður væri af fjölskyldusviði.
Fulltrúar ungmenna Ísafjarðarbæjar yfirgáfu fundinn að umræðum loknum.

 

   

2.

2011030002 - Hverfisráð Ísafjarðarbæ

 

Undirbúningur að stofnun hverfisráðs í Súgandafirði. Skipulagning aðkomu hverfisráða að ákvörðunum Ísafjarðarbæjar.

 

Stefnt er að því að halda stofnfund hverfisráðs í Súgandafirði mánudaginn 10. nóvember n.k. kl. 17:00. Starfsmanni nefndarinnar var falið að setja auglýsingu þess efnis á heimasíðu og facebook síðu Ísafjarðarbæjar. Enn fremur var rætt um að heyra í þeim aðilum sem eru í forsvari fyrir hópa um hverfisráð/íbúasamtök á Flateyri og Hnífsdal.
Nefndin mun halda áfram að skilgreina aðkomu hverfisráða að ákvörðunum Ísafjarðarbæjar, en þeir möguleikar sem var velt upp er forgangsröðun verkefna, verkefnastyrkir, opið væri fyrir hugmyndir að verkefnum og stofnun framkvæmdapotts sem hverfisráð gætu sótt um í. Enn fremur var rætt um að afla upplýsinga um hvað væri hægt að gera í rafrænni stjórnsýslu.

 

   

3.

2014060094 - Áheyrnarfulltrúar framsóknarflokks í nefndum

 

Á 845. fundi bæjarráðs sem haldinn var 30. júní sl.,var lagt fram bréf Marzellíusar Sveinbjörnssonar, oddvita Framsóknarflokksins á Ísafirði, þar sem þess var farið á leit að flokkurinn fengi áheyrnarfulltrúa með tillögurétt í nefndum Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð samþykkti að Framsóknarflokkurinn í Ísafjarðarbæ fengi umbeðna áheyrnarfulltrúa. Bæjarráð vísar þeim hluta beiðninnar er varðar greiðslur fyrir fundarsetu til nýrrar nefndar um íbúalýðræði.

 

Starfsmanni nefndarinnar var falið að kanna hvernig málum væri háttað í öðrum sveitarfélögum varðandi greiðslur til áheyrnarfulltrúa. Jafnframt var honum falið að setja fram upplýsingar um þann kostnað sem greiðslur til áheyrnarfulltrúa hefði í för með sér.

 

   

4.

2014080062 - Verkefni nefndar um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu

 

Önnur mál

 

Fram kom að starfsmaður nefndarinnar hefði verið að kynna sér gæðakerfi Kópavogsbæjar og nefnt áhuga bæjarskrifstofunnar að innleiða slíkt kerfi hjá Ísafjarðarbæ. Þau mál eru í skoðun hjá bænum.

Enn fremur voru rædd mikilvægi viðbragðsáætlana hjá bænum.

Þau málefni sem komin eru á dagskrá næsta fundar nefndarinnar eru eftirfarandi:
1. Áheyrnarfulltrúar framsóknarflokksins í nefndum.
2. Öldungarráð Ísafjarðarbæjar
3. Rafrænn Ísafjörður

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:50

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Gunnar Páll Eydal

Sólveig Guðnadóttir

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

 

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?